Vikan


Vikan - 18.01.1968, Blaðsíða 43

Vikan - 18.01.1968, Blaðsíða 43
: 5^iir ■ ■ ■ - ::■■■ " :'i ■'’: i*i*ÍÍ : . ■ ■ ÍÍHEi ■ ■ : ' S' ' i »■ ■ 'I lengi og mögulegt er. Hingað og þangað í herberginu standa fjórir kjaftastólar úr tré. Yfir sæti og bak er breitt álskæni. í einu horninu stendur gamalt járnrúm og er dregið fyrir það forhengi. Húsnæðið er raflýst, en hvorki er þar heitt vatn eða rafhitun. BORÐAR ALLAN DAGINN, EN ALDREI MIÐDEGISVERÐ — Ég er í engum vandræðum með að sjá um mig sjálfur, segir Charlie. — Klukkan sex eða sjö fer ég á fætur og þvæ mér um skrokkinn upp úr stóra bal- anum þarna. Á veturna hita ég þvottavatn á rafplötu, en aðra hluta ársins læt ég kalt vatn duga. Svo raka ég mig. Þegar hárið er orðið of sítt, raka ég líka höfuðið. Búðina þvæ ég á hverju kvöldi — og öðru hvoru strýk ég líka yfir gólfið. Ég borða að mestu kex. Hafi ég kókó, þá drekk ég það. En oftast drekk ég bara blávatn. Ég borða ekki máltíð- ir eins og aðrir. Ég fæ mér bita með stuttu millibili allan dag- inn — kex og kókó og ávexti, stundum ostsneið. Ég get ekki drukkið lengur, ekki að ráði, á ég við. Auðvitað fæ ég mér smádramm öðru hvoru. En ekki svo að neinu nemi. Ég gæti auðvitað ekki rekið búðina ef ég drykki. En þegar ég hátta á kvöldin og veit, að ekki koma fleiri þennan dag- inn, þá fæ ég mér glas. Maður þolir hvað sem er, sé það aðeins gert á réttan hátt. Það er heldur erfitt að fá samhengi í „endurminningar“ Charlies. En erfiðara er að gera sér grein fyrir hversu mikið hann færir frásagnir sínar í stíl- inn. Þegar hann segir frá, legg- ur hann mikla áherzlu á smá- atriðin. Áheyrandinn verðin- fyrir þeim áhrifum af sannfær- ingarkraftinum í lýsingunum á þessum smáatriðum, að hann horfi framhjá því að meginat- riði sögunnar eru svo óljós, að næstum ómögulegt er að fá botn í þau. William Arnold, umdæm- isstjóri hjá félagstryggingunum, er orðinn góður vinur Charlies. Hann sagði fyrir skömmu: „Charlie, þú ert mesti erkilyg- arinn í Polk City!“ Charlie svaraði: „Ég lýg ekki. En fólki líkar vel að það séu staðreynd- ir innan um og saman við, þeg- ar maður segir frá einhverju, og þeim mun fleiri staðreyndir, þeim mun betur líkar því.“ TVÍMÆLALAUST ELSTI LYGARINN En sumar sagna Charlies eru of ósennilegar. Spyrji maður Charlie hversvegna hann noti nafnið Charlie Smith en ekki sitt raunverulega nafn, Mitchell Watkins, svarar hann: — Jú, húsbóndi minn, Smith höfuðsmaður, hann gaf mér sitt nafn, því að hann fór með mig eins og ég væri hans eigið barn. Dag einn er ég var orðinn full- tíða — eitthvað tuttugu og eins árs — kallaði hann á mig og ég gekk inn til hans. Þá sá ég að hann lá í rúminu. Ég skildi ekki undireins að nokkuð væri að honum. Þá sagði hann: — Fáðu mér biblíuna þarna. ■—- Sjálfsagt, pabbi, svaraði ég. Því að ég kallaði hann pabba alveg eins og hinir krakkarnir hans. Svo tók hann biblíuna og las alla Sköpunarsöguna og sagði svo að ég skyldi sverja. Svo las hann alla Opinberunarbókina. Og svo sagði hann að ég skyldi sverja aftur. Og síðan sagði hann:— Nú skalt þú sverja að þú verðir kyrr hjá fjölskyldu minni þang- að til þau eru öll dáin eða þá þú sjálfur. Svo tók hann utan um hálsinn á mér og sagði: — Þú mátt aldrei skipta um nafn. — Sjálfsagt pabbi, svaraði ég. Fleira sagði hann ekki, heldur lagðist niður á svæfilinn. Svo kallaði ég á einn vinnu- mannanna og sagði: — Sprettu af öllum hestunum nema einum, og sendu vinnumann á honum til hins staðarins (þau áttu annan búgarð, sérðu) með skilboð um að pabbi sé allur. Þegar Charlie hefur lokið þessari hjartnæmu frásögn, virðir hann vandlega fyrir sér svipbrigði áheyrendanna til að sjá hversu þeim hafi líkað sag- an. Og þá rennur það allt í einu upp fyrir manni, að þetta er kafli úr gamalli William S. Hart- mynd. Sé Charlie ekki elzti maður okkar tíma, er hann að minnsia kosti elzti lygarinn. ÉG VERÐ EINS GAMALL OG METÚSALEM Það er engin leið til þess að fá úr því skorið, hvort Charlie er í raun og veru svo gamall sem hann segir, því ævi hans verður ekki rakin að neinu ráði lengur en hundrað ár aftur í tímann. Manntal fór fram í Líberíu 1843, árið eftir að Charlie fæddist, samkvæmt eig- in frásögn. Þá var Watkins frem- ur algengt fjölskyldunafn þar. Charlie kann ennþá nokkrar glósur úr máli, sem hann kallar „afríkönsku“. Líberíumaður einn, sem til Bartow kom, full- yrti, að orðin væru úr líberískri mállýsku. Annálar sanna að þrælauppboð var haldið í New Orleans, daginn eftir að Char- lie segist hafa verið seldur. í spjaldskránni í Auburndale-ráð- húsi er líka vottorð, undirritað af Lee J. Pearson (sem nú er dáinn), og þar stendur: „Sam- kvæmt fæðingarvottorði Char- lies Smiths, var hann níræður, þegar hann vann hjá mér 1932.“ En þessháttar sannanir eru nú auðvitað ekki pottþéttar. Charlie segir auðmjúkur að hann eigi Guði að þakka sinn háa aldur. — Ég reyni að lifa sam- kvæmt boðorðunum tíu, segir hann. — Ég veit, að vísu, að ég geri stundum það sem rangt er. En ef þú gerir öðrum það, sem þú vilt að þeir geri þér, og ef þú reynir að lifa samkvæmt boðum Ritningarinnar, þá heyr- ir Drottin bænir þínar engu síð- ur en bænir Jónasar og Daníels fyrr meir, og hann gefur þér mörg æviár. Charlie hefur að vísu fleiri ráðleggingar til handa þeim, er kunna að vilja lifa lengi. — Ég drekk aldrei ný- s. tbi. VIKAN 43 GROFT HANDPRJONAGARN Miii GEFJUN AKUREYRI

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.