Vikan


Vikan - 27.06.1968, Qupperneq 7

Vikan - 27.06.1968, Qupperneq 7
EFTIR SERGE OG ANNE GOLON ÞAÐ SEM ÞÉR FARIÐ FRAM Á ER HREINT BRJÁLÆÐI. ALLIR VITAAÐ ÞESSI GRÝTTA STRAND- LENGJA ER ALGJÖRLEGA VONLAUS HAFNLEYSA, SAGÐI LE GALL - ÞETTA ER DAUÐAGILDRA FYRIR SKIP, OG ENGIN SKYNI GÆDD VERA GETUR LIFAÐ HÉR TIL LENGDAR. — Litizt um. Þetta er ekki dauðinn, þetta er lífið, svaraði de Peyrae og bandaði með hendinni í áttina til landsins. — Á ég að skilja það svo, að þér skjótið aftöku okkar á frest? — Já, ég fresta henni. Liturinn færðist aftur i þreytuleg, föl andlit •mótmælendanna. Þeir höfðu horfzt með hugrekki i augu við dauðann og gátu ekki enn gert sér fyllilega grein fyrir því, sem hann hafði sagt; minntust miskunn- arlausra orða hans: — Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. — Mig langar mjög að vita hvað veldur þessari mildi yðar, muldr- aði Mercelot. — Ég skal segja ykkur það, svo greinilega að forvitni ykkar sé svalað, því í fyrsta lagi, herrar mínir, skuldið þér mér manngjöld fyrir þá menn, sem þér vóguð; tveir þeirra voru mínir kærustu vin- ir. — Hvernig fáum við goldið það? Peyrac sparkaði í rauðan sandinn með rauðu stígvélinu. — Setjizt hér að og byggið höfn, jafnvel ríkari og stærri og fræg- ari en La Rochelle. — Er það lausnargjaldið? — ,Tá — sé það rétt, að lausn mannsins sé fólgin í jákvæðu starfi. — Eruð þér að gera okkur að þrælum yðar? — Ég gef ykkur dýrðlegt land. — Hvar erum við annars? spurði Manigault. Hann sagði þeim að þau væru einhversstaðar á strönd Dawn East, landssvæði sem næði frá Boston allt til Port Royal á Nova Scotia, takmarkaðist. af New York ríki i suðri og Kanada í norðri og myndaði eina af hinum þrettán ensku nýlendum. Manigault, Berne og Le Gall litu hver á annan með skelfingu. — Það sem þér farið fi’am á er hreint. brjálæði. Allir vita að þessi grvtta strandlengja er algiörlega vonlaus hafnleysa. sagði Le Gall. — Þetta er dauðagildra fyrir skip, og enginn skyni gædd vera getur lifað hér til lengdar. — Þetta er satt og rétt um allan hluta strandarinnar, nema ná- kvæmlega þann blett, sem ég hef nú leitt ykkur til. Það sem þið áiítið ákaflega erfiða lendingarleið er aðeins klettaskarð í hafsbotn- inn, sem hægt er að komast yfir á háflæði, en fyrir innan rikir himn- eskur friður á þessum rólega flóa. -— Ég er yður sammála um að þetta er úrvals felustaður fyrir sjó- ræningja, en allir þeir siglingafræðingar, sem hafa komið á þessar slóðir, eru samdóma um, að hér verður aldrei byggð höfn. .Tafnvel Champlain sjálfum misheppnaðist það, eins og þér sjálfir vitið, af því eru sagðar hræðilega sögur. Tilraun hans til að koma hér á menningarlifi reið að fullu þeim ógæfusömu nýlendubúum, sem hingað höfðu verið sendir. Við urðum að þola hungur, kulda og mesta mis- mun flóðs og fjöru í öllum heiminum og á veturna urðum við að berjast. við snjó, sem leggst í hrönnum alveg fram í fjöruborðið. Þetta eru þau örlög, sem myndu bíða okkar hér. Hann leit á hendur sínar. — Það er ekkert hér, ekkert, og með þessu dæmið þér okkur ásamt konum okkar og börnum til að deyja úr hungri. Hann hafði varla lokið máli sínu, þegar .Toffrey de Peyrac gaf sjó- mönnunum, sem sátu ennþá í einum bátnum, snögga bendingu. Svo lagði hann af stað i áttina að rauðum klettum, sem lágu út í sjóinn. Komið hingað öll. Þau fylgdu honum hægt eftir. Fyrst höfðu fangarnir álitið, að hann ætlaði að rcnna lykkjunum um hálsa þeirra, og nú var þessi djöfull að b.jóða þeim í gönguferð eftir ströndinni. Þeir náðu honum, þegar komið var út í fjarsta horn flóans og báturinn kom að um leið. Sjómennirnir voru að kasta netum. — Eru fiskimenn á meðal ykkar? Ég held að þér séuð það, sagði Itann og greip í öxlina á einum mannanna frá þorpinu i St. Maurice. — Og þér Le Gall. Farið i bátinn, róið ögn frá ströndinni og kastið þar netum ykkar. — Guðniðingur! muldraði Mercelot. Hvernig vogið þér yður að skrumskæla Biblíuna? — Bjáni! svaraði Peyrac góðlátlega. — Það er ekki hægt að segja sama hlutinn á tvo gersamlega mismunandi vegu, ef vænzt er sama árangurs. Þegar fiskimennirnir sneru aftur, urðu allir að leggja hönd að verki til að draga inn netin, þau voru svo krökk af fiski, að það jaðraði við kraftaverk. Þarna stóðu mótmælendurnir og göptu af undrun yfir öllum þess- um fiskum af öllu mögulegu tagi og stærðum. Hlið við hlið við þær fiskategundir, sem þeir höfðu veitt meðfram Charente ströndinni, voru margar tegundir, sem þeir þekktu varla nema af orðspori, lax, lúða og styrja. En allir vissu, hve verðmætir þessir fiskar yrðu, þegar búið væri að reykja þá. Og stórir, stálbláir humrar börðust ákaflega um i kösinni. — Svona veiði getið þið fengið á hverjum degi. Á vissum timum árs þyrpast heiiar vöður af þorski inn í flóa og víkur meðfram strönd- inni. - Að sjálfsögðu — ef við söltuðum og reyktum þennan fisk gætum við seit bann í skip, sem legðu hér að, sagði Berne, sem fram til þessa hafði ekki opnað munninn. Hann virtist djúpt hugsi. Hann var tekinn að sjá fyrir sér dimm vöruhús, angandi af salti, og snyrtilegar raðir af tunnum meðfram veggjum. De Peyrae greifi leit snöggt og rannsakandi á hann en sagði ekkert. — Já, satt er það, sagði hann svo eftir langa þögn. — En að minnsta kosti sjáið þið nú sjálf, svo ekki verður um villzt, að þið getið ekki liðið hungur hér. Svo hef ég heldur ekki minnzt á dýraveiðina i skóginum og allar hinar fjölmörgu tegundir berja, reyrsykurinn, og þær frábæru akuryrkjuafurðir, sem Indíánarnir rækta, en ég mun skýra ykkur frá þeim síðar og þið getið sjálf dæmt um gæði þeirra. 38. KAFLI Þegar þau komu aftur þangað, sem þau höfðu lagt að, sáu þau, að ströndinni hafði verið breytt i veizlustað. Stöðugur straumur Tndíána hafði komið með fleiri rétti, körfur með litlum, ilmandi ávöxtum og risavöxnu grænmeti, graskerjum og tómötum. Indiánarn- ir voru önnum kafnir við að kveikja bál og ilmurinn af glóðarsteikt- um fiski leið upp i loftið. Nokkrir Indiánanna voru bvrjaðir að dansa og veifuðu fjaðurskreyttum stríðsöxum sinum eða vopnum með stein- eða járnkúlum, sem þeir notuðu til að rota óvinina. Hvar eru börnin okkar, hrópuðu allt i einu nokkrar mæðranna, sem leizt ekki á þennan Indiánafans. Framhald á bls. 48. 25. tw. VIKAN 7

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.