Vikan


Vikan - 27.06.1968, Page 10

Vikan - 27.06.1968, Page 10
HVERNIG EIGA... 1. Hvaða eiginleika munduð þið meta mest hjá a) eiginmanni, unnusta og heimilisföður? b) hjá karmönnum, sem þið stofnið ekki til nán- ari tengsla við, t.d. á vinnustað, félögum til að skemmta ykkur með o.s.frv.? c) Hvaða eiginleika munduð þið sízt sætta ykkur við 1 báðum flokkum? 2. Eftir hverju takið þið fyrst 1 fari karlmanna, sem þið hittið, t.d. útliti, fasi, framkomu eða klæðaburði og snyrtingu, og hvað af því finnst ykkur aðlaðandi og hvað fráhindrandi? 3. Takið fram ýmislegt annað að vild, sem ekki verður flokkað undir spurningarnar hér að fram- an, eitthvað, sem lýsir því, hvernig ykur finnst að karlmenn ættu helzt eða sízt að vera. FRK. KRISTÍN SIGURÐSSON NÝSTÚDENT 1. a. Þó að ég sé samkvæmt statistiskum út- reikningum á góðri leið með að pipra, verð ég að viðurkenna, að ég hef ekki enn gert mér neinar gyllivonir um einhvern ákveðinn draumaprins, sem ekur í hlaðið á hvítum Must- ang, og þrífur mig með sér í sæluheim potta og þvotta. En við nónari umhugsun vildi ég þó hvorki prins né skikkjuklæddan arabahöfðingja eða Olympiumeistara í kúluvarpi. Þó mó segja að smekkur minn sé nokkuð reikandi, allt fró bláeygum kvikmyndaleikurum til skapvondra kennara. Helzt vildi ég líklega, að minn maður hefði fleiri en einn galla í samræmi við sjálfa mig. Og æsandi ósamkomulag gæti svo prýtt upp ó heim- ilislífið, svo framarlega sem það kæmi ekki nið- ur ó húsgögnunum. — Hugmyndin um rólega fyrirmyndareiginmanninn vekur hjá mér ugg — því að fyrirmyndareiginmaður hlýtur að krefjast fyrirmyndareiginkonu — hugtak sem mig bein- línis hryllir við. Myndin af slíku fyrirmyndar- heimili, þar sem fyrirmyndareiginkonan bfður við gluggann með rjúkandi potta og lagt borð eftir fyrirmyndareiginmanninum, sem kemur á nákvæmlega sama tíma og hann hefur komið síðastliðin tíu ár og finnur röð af hreinþvegnum börnum við dyrnar er alveg andstæð eðli mínu. Ég get ímyndað mér, að ef einhver maður á einhvern tíma eftir að villast með mér inn um kirkjudyr, muni hann horast tilfinnanlega fyrstu mánuði hjúskaparins, þangað til hann lærir sjálfur að ráða bót á því. Sem sagt — nr. 1. Vanafast heimilisföðurefni er ekki æskilegt. Hins vegar væri æskilegt, að hann hefði nokk- urn veginn sama tónlistarsmekk og ég, hafi ekki yndi af stærðfræði né efnafræði né hvers kyns grasafræði, sé ekki ofstækisfullur fþrótta- maður (sportidjót) né sökkvi sér of djúpt niður í hvers kyns kerfisbundnar fræðiiðkanir. Hann þarf ekki endilega að álíta mig eina kvenmanninn í heimi, en samt þætti mér betra, að áhugi hans á pilsum væri ekki svo mikill að hann leiði hann í gönur. En hver veit nema allar þessar skoðanir mínar brenni upp í eyðandi eldi ástarinnar? Félagar í daglegu lífi og leikjurri eru margir og ólíkir. Finnst mér ekki hægt að leggja neinn ákveðinn mælikvarða á þá. Sumir vekja hjá manni virðingu og aðrir espa mann upp f að taka þátt í ævintýrum, stundum hvort tveggja. 2. Á þeirri Ijósmynd, sem tekin er af karl- manni er hann birtist, eru eftirtalin atriði tek- in til athugunar: Ef hann kemur gangandi — gengur hann þá beinn og léttilega eða kemur hann siglandi eins og kæna á stórsjó? Við því er auðvitað ekki hægt að búast, að allir karlmenn hafi göngu- lag frjálsíþróttakappa — en sæmilega hraustir menn ættu þó að geta lyft fótunum aðeins frá jörðinni. — Ergo — slangrandi karlmenn eru á svörtum lista. Er nær dregur er þrennt, sem aðallega er tekið til athugunar — buxnabrot, skór og negl- ur. Illa pressaðar buxur, óburstaðir skór og van- hirtar neglur eru illa þokkuð fyrirbæri, nema maðurinn geti með sjörmum sínum hylmað al- veg yfir þau, sem líka á sér stað. Klæðaburður gegnir yfirleitt ekki miklu hlutverki í áhrifum karlmanna á mig, þó að glæsileiki veki auðvitað verðskuldaða aðdáun. En máltækið „Fötin skapa manninn" er ekki í mínu orðasafni, nema í sam- bandi við Cary Grant og aðra gosa. Þá er komið að frekari einkennum manns- ins, svo sem augna- og háralit, hæð og breidd, eyrum og svip o. s. frv. Það allt getur bæði verið sjarmerandi og til lýta, og ekki hægt að setja neinar ákveðnar reglur því að lútandi. En þar sem það eru ekki fötin, sem skapa manninn og ekki útlitið — hlýtur það að vera eitthvað annað. Jú, augun og það sem bak við þau liggur, góðir og slæmir eiginleikar, venj- ur og háttalag. Allt þetta skapar manninn, og það er það sem vert er að veita athygli. FRÚ BRYNDÍS SCHRAM LEIKKONA 1. a. Hjá unnustanum: lífsfjörið — hæfileik- ann til að hrífast og hrífa aðra; hjá eiginmann- inum: hæfileikann til að viðhalda æskufjörinu,- hjá heimilisföðurnum: hæfileikann til að endur- nýjast — læra af börnunum. b. Á vinnustað: afskiptaleysi; á skemmtistað (þarf það endilega að þýða „utan heimilis"?): Hvað er þar betur viðeigandi en hæfileikinn til að skemmta öðrum og vera skemmt? Húmor —■ og þá á ég ekki við háværa brandarasmíð, held- ur það sem Englendingar kalla „wit" — frum- leika, hugkvæmni, orðheppni, hnyttni — þetta, sem gæðir manninn lífsstfl. Hafið þið annars tekið eftir því, að þeir einir, sem innst inni eru djúpir alvörumenn búa yfir ósviknum lífshúmor í þessum skilningi? Brand- arakallar og gleiðgosar eru venjulega gersneydd- ir slíku. c. Vífni: of iitla hjá þeim fyrrnefndu, of stríða hjá þeim síðarnefndu. 2. Það fyrsta, sem ég tek eftir? — Hvort eftir mér er tekið? — Aðlaðandi: Maður sem er við fyrsta augnatillit eins og opin bók fyrir hvern sem er — er lítið spennandi. Hið óræða og þver- sagnarkennda er krydd iífsins. Mér finnst ég ósjálfrátt laðast að mönnum, sem eru feimnir — en samt hrokafullir; fámálir — en málsnjallir; vitmótsþýðir — en myndugir; augum, sem lýsa af viðkvæmni — en leyna hörku; höndum, sem búa yfir listfengi, næmni — án þess að vitna um hégóma eigandans: Stríðsmaður og skáld — í þessari röð — that's my man. Snyrting og klæðaburður skiptir slíkan mann engu máli. Fráhrindandi? Masgefinn karlmaður er mikið mæðugrey. 3. Hvernig karlmenn ættu helzt að vera? Ef ég vissi það, hefði ég lítinn áhuga á tegund- inni. Sízt? — Kvennabósar — þið þekkið mann- gerðina — sléttfeitir, heimskir, sjálfumglaðir og — elskir — eru einhverjir óyndislegustu menn, er orðið hafa á vegi mínum; kannski vegna þess hve mjög þeir draga dám af því, sem oftast er þeirra eina áhugamál: kvenfólki. FRÚ HANNA KRISTJÓNSD. rithöfundur 1. a. Ég mundi segja ég legði einna mest upp úr því, að hann væri nærgætinn, hugsunar- samur, heldur geðgóður, röggsamur, án þess að vera ráðríkur (hef nóg af því sjálf), reglusamur, hjálpfús. Einnig að hann gæti hlaupið undir bagga við heimilisstörf, ef mikið lægi við, en skipti sér annars ekki af húshaldinu. Og siðast en ekki sízt kímnigáfu. b. Að mestu hina sömu. Þar mundi ég leggja einna mesta áherzlu á geðgæzku og kimnigáfu. c. Óreglusemi, ruddaskap, ókurteisi. 2. í útliti: eyrum og tönnum. Klæðaburði: vasaklútnum (ef nokkur er). Snyrtingu: of miklu brilljantíni. Fráhrindandi í meira lagi: of mikið brilljan- tín. Hattar. Aðlaðandi: fallegt hár og heilar tennur. 3. Tel að flest sem í slíkri könnun er beðið um komi fram í fyrri svörum. FRK. BRYNJA BENEDIKTSD. LEIKKONA 1. a. Ég vil tína fyrst til glaðlyndi, bjartsýni og heiðarleika. Geðvonzka er óþolandi, en gáið að, skapvonzku má ekki rugla saman við skaphita. Geðstirðir fýlupokar geyma sjaldnast heitar til- 10 VIKAN 25-tbl

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.