Vikan


Vikan - 27.06.1968, Blaðsíða 13

Vikan - 27.06.1968, Blaðsíða 13
Hann vann hana með stormáhlaupi. Hún hitti hann heima hjá vini þeirra beggja og hann bauð henni strax út. Hann var svo óþolin- móður, eins og hann gæti ekki beðið eftir því að þau yrðu hjón. Það voru aðeins þrjár vikur til brúðkaupsins. Hversvegna var hún svona hrædd og öryggislaus? Hversvegna hafði hún svona erfiða drauma? Jo Craig hrökk upp af værum blundi. Martröðin var alveg skýr í hugskoti henn- ar, hún sá allt fyrir sér í smáatriðum, alveg eins og þetta hefði verið raunveruleiki. Nokkur augnablik lá hún grafkyrr, með- an hún var að jafna sig. Ósjálfrátt fannst henni að hún yrði að gera eitthvað. Hún settist upp í rúminu, tók símann, sem stóð á náttborðinu, og fór að velja númer. Hún varð að tala strax við hann, hún varð að fá að vita að þetta gat aldrei orðið staðreynd, að það gæti aldrei komið fyrir. Síminn hringdi, sekúndur urðu að mínút- um. Ó, hversvegna svaraði hann ekki? Hann hlaut að vera heima, hún vissi að hann var heima. Svo heyrði hún að síminn var tekinn upp og syfjuleg rödd svaraði: — Halló? — Ástin mín, mig dreymdi svo hræðilega. Ég varð að hringja til þín. — Hver er þetta? spurði röddin. — Auðvitað, Jo. Hver hélztu að það væri? Eg veit að þetta er um miðja nótt, en .... -— Út með það, Jo. Segðu mér hvað er að þér, það getur hjálpað, Hún andaði djúpt. — Ástin mín, þú varst þar ekki. Þú komst ekki í kirkjuna. Ég beið og beið, og það gerðu brúðarmeyjarnar líka, — og allir gestirnir, — en þú komst ekki! Það varð þögn. Hún hafði búizt við því að hann færi að hlæja, losa hana við þessa hræðslu, segja henni að ekkert gæti aftrað honum frá því að koma í kirkjuna og kvæn- ast henni eftir þrjár vikur. — Ertu þarna ennþá? spurði hún snöggt. — Já, Jo, ég er hérna ennþá. Og það er rétt hjá þér, ég ætla ekki að koma í kirkj- una. Henni varð flökurt. Hana hlaut að vera að dreyma ennþá, það gat ekki annað ver- ið, það hlaut að vera ástæðan. Hann gæti aldrei sagt þetta. Það var síðast í gær sem hann faðmaði hana að sér og sagðist varla geta beðið allan þennan tíma eftir brúð- kaupinu, og nú .... — Jo, röddin var mjög ákveðin. — Þetta er Terry Linton. Þú valdir vitlaust númer. — Terry, sagði hún og trúði varla sínum eigin eyrum. — Þú rakst mig upp úr rúminu. Eg stend hér í anddyrinu, ég er berfættur, það er kalt og klukkan er fimm um nótt. — Terry, tautaði hún. — Ó, hvað mér þykir þetta leiðinlegt. Eg vissi ekki hvað ég gerði. Ég skil ekki hvernig ég fór að velja rangt númer, Eg ætlaði að reyna að ná í Roger. Eg ætlaði að segja honum frá þess- um hræðalega draumi. — Ég skil það, tók hann fram í fyrir henni. — Þú virtist mjög angistarfull. En það er svo langt síðan þú hefir hringt í þetta númer. Ég hélt að þú hefðir gleymt því. Jo hélt fast um heyrnartækið, með skjálf- andi fingrum. Hún hafði þá talað svona lengi við Terry og ekki þekkt í sundur radd- ir þeirra Rogers. — Farðu nú að sofa og gleymdu þessum draumi, Jo, sagði hann. — Roger kemur örugglega til kirkjunnar, hann væri meiri þorskurinn, ef hann gerði það ekki. — Hefir þú ekki fengið boðskortið, Terrý? Þú kemur í brúðkaupið? — Ég held ekki, Jo. En þakka þér samt fyrir. Betri maðurinn vann og við látum þar við standa. Ertu ekki sammála? Hún varð þögul og utan við sig. — Terry, fyrirgefðu mér, sagði hún, lág- mælt. — Það getur öllum skjátlazt, Jo. En það var sú tíðin að þú hringdir oft í þetta númer. Það var satt, það hafði hún gert. Það var ekki langt síðan að þau Terry létu aldrei líða svo daginn að þau hringdu ekki hvort til annars, ef þau ekki hittust. En það hafði verið barnaást. Þegar Terry og fjölskylda hans höfðu flutt úr nágranna- húsinu inn til borgarinnar, var hún leið og vissi ekki hvernig hún átti að halda það út að sjá ekki Terry í garðinum, Hún átti aldrei framar að sjá hann halla sér upp að grindunum og brosa til hennar, hlýju brosi, sem ljómaði líka í brúnum augum hans. Terry hafði líka boðið henni á fyrsta dans- leikinn. Terry dró hana upp úr vökinni, þegar hún datt niður um ísinn. Terry var alltaf við hendina, reiðubúinn til að hjálpa henni, þegar hún komst í einhver vandræði. — Það verður allt í lagi, sagði hann. — Vertu ekki með áhyggjur .... og ég óska þér innilega til hamingju. Þegar Jo hafði lagt símann á, hallaði hún sér aftur á bak og hrukkaði ennið. Nú ætti hún eiginlega að hringja til Rogers — það var hann sem hún ætlaði að tala við. En þegar draumurinn fór að verða óraunveru- legur, fann hún að hún hafði bara verið kjánaleg. Roger myndi örugglega hlæja að henni. Jo fleygði sænginni til hliðar og stökk út úr rúminu. Hún gekk út að glugganum og leit niður í garðinn við næsta hús. Hve oft hafði hún staðið og veifað til Terrys, þegar hann var að slá blettinn eða reita arfa úr blómabeðunum? Nú var garðurinn óhirtur, blómabeðin sá- ust varla fyrir illgresinu. Jo andvarpaði. Það voru sex mánuðir síð- an foreldrar Terrys fluttu og það hafði ekki komið neinn nýr leigjandi. Eigandi hússins vildi selja það, en þótt það væri mjög ó- dýrt, hafði enginn kaupandi fengizt. Jo gat ekki sofnað aftur, svo hún ákvað að fara í bað og klæða sig. Þegar hún tók sloppinn sinn út úr klæðaskápnum, sá hún plastpokann með brúðarkjólnum, og það greip hana einhver undarleg hræðslutilfinn- ing. Hún fór fram í baðherbergið, hún varð að hrista þetta af sér, hún varð að gleyma þessum draumi. Hún ætlaði að borða hádegisverð með Rog- er þennan dag, og hún var ákveðin í að segja honum ekki drauminn. Klukkan var eitt og Jo beið á veitinga- húsinu eftir Roger, Roger var seint á ferð, en það var ekkert nýtt. Vinna hans var tímafrek og Jo vissi að hún varð að vera þolinmóð. Allt í einu kom hún auga á hann. Hann kom í áttina til hennar, hávaxinn og lag- legur, og allar stúlkurnar sem þarna voru, sneru sér við til að virða hann fyrir sér. Það var ósköp eðlilegt, fannst henni. Roger var þrítugur, öruggur í fasi og vel klæddur. Jo hafði aldrei séð hann í gamalli peysu og gallabuxum, eins og Terry var venju- lega í. — Sæl, ástin! Roger brosti til hennar, settist og tók upp matseðilinn. -Ég er hræddur um að við verðum að hafa hraðann á. Ég þarf að hitta mann klukk- an tvö. Hann pantaði matinn fyrir þau bæði, svo hallaði hann sér fram á borðið. — Þú ert þreytuleg, Jo. Eg er hræddur um að þú hafir of mikið að gera. Það er margt að hugsa fyrir brúðkaupið, og ég hefi ekkert getað aðstoðað þig. En mamma þín er nú betri en engin. Já, hún var hálf þreytt, en það var vegna þess að hún hafði vaknað svo snemma við þennan hræðilega draum. Og þótt hún reyndi af afefli að gleyma honum, gat hún það ekki. Roger talaði eingöngu um viðskiptamál, og svo leit hann á klukkuna. Allt í einu varð Jo mjög ánægð yfir því að hún hafði valið vitlaust númer um morg- uninn, Roger hefði kannske orðið ergilegur, ef hún hefði ónáðað hann með slíkum barna- skap. — Roger, sagði hún, — ég keypti nýjan kjól til að nota í kvöld. Þú sækir mig, er það ekki? Hann var farinn að borða ábætinn, en lagði frá sér skeiðina og starði á hana, — í kvöld? — Já, það er tuttugu og eins árs afmæli Lindu. Þú ert þó ekki búinn að gleyma því? En hann hafði gleymt því. Hann var af- skaplega gleyminn, og Jo þurfti oft að minna hann á hlutina. Hún sagði honum frá þessu afmælisboði á sunnudag og nú var hann búinn að gleyma því. — Þessu var algerlega stolið úr mér, ást- in mín, sagði hann brosandi. Hún hló, og það var ekki laust við titring í hlátrinum. — Það endar með því að þú gleymir brúð- kaupsdeginum. Framhald á bls. 38. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.