Vikan


Vikan - 27.06.1968, Page 15

Vikan - 27.06.1968, Page 15
Whistling Jack Smith, sem flautaði á sín- um tíma lagið „I was Kaiser Bill's Bat- man“ er nú aftur kominn á kreik með nýtt lag og heitir það „Ja Da“. Þetta er gömul og þekkt jazzmelódía og virkar við fyrstu heyrn eins og tvíburasystir „Bat- mans“. Samt er álitð, að lagið verði vin- sœlt, og Whistling Jack Smith hefur ekki við að vísa á bug orðrómi skæðra tungna, sem vilja meina, að það sé alls ekki hann, sem blístri á plötunum! V______________________________________________i Þannig birtast „The Cream“ í dönsku kvikmynd- Ginger Baker, trymbillinn hjá The inni „Det var en lördag aften“ á blómum skrýdd- Cream, er álitinn einn af beztu um vörubílspalli. trommuleikurum í Evrópu -— og sumir \ vilja meina, að hann sé beztur. Mörgum liðsmönnum danskra hljómsveita þótti súrt í broti, að danski kvikmyndaleikstjór- inn Erik Balling skyldi taka brezka hljómsveit fram yfir danska í nýjustu kvikmyndina, sem hann er að gera. Balling, sem m.a. hefur stjórnað töku myndarinnar „79 af stöðinni“ er nú að vinna að gamanmynd, sem heitir „Det var en lördag aften“. Aðalhlutverkin í myndinni leika Daimi og Morten Grunwald. Þóknunin, sem Cream fá fyrir að koma fram í örfáar mínútur í myndinni, nemur hátt á annað hundrað þúsund íslenzkra króna (20 þúsund danskar), og þetta finnst dönskum algert hneyksli, og eru nefndar til sögunnar margar danskar hljómsveitir, sem gætu gert miklu meiri lukku fyrir minni prís hjá dönskum kvikmyndahúsgestum.. Margir hafa jafnvel látið þá skoðun í ijós, að eldra fólk muni láta þessa mynd fara fram hjá sér til að þurfa ekki að horfa upp á hina síðhærðu músikanta, sem spila músik af því tagi, sem einkum hippar og þeirra fylgifiskar kunna að meta, kom fram, þeim mun eftirsóttari eru þeir staðir, þar sem þær koma fram, og þeim mun meira bera stúikurnar sjólfar úr býtum. Sumar stúlk- ur hafa jafnvel látið sig hafa það að fækka föt- um í dansinum þar til þær hafa staðið kvik- naktar fyrir ofan mitti. Hefur þetta mælzt mis- jafnlega fyrir, einkum eftir að ein stúlkukindin lýsti því yfir, að eigandi danshúss eins, sem væri sérfræðingur í að láta stúlkum snúast hug- ur hefði fengið sig til að dansa hólfstrípaða. Framhald á bls. 57. Fiórtan mínus tveir Á þessari mynd eru saman komnir nær allit’ liðsmenn þriggja vinsælla hljómsveita, Hljóma, Óðmanna og Flowers. Það yrði sjálfsagt líf í tuskunum, ef allir þessir tólf spilarar væru í einni og sömu hljómsveitinni, en allt um það sökum þess hve myndin er óvenju- leg birtum við hana. Sigurgeir Sigurjónsson, sem hefur tekið fyrir okkur margar skemmti- legar myndir, var á stjái fyrir utan Austurbæjarbíó eitt kvöldið og hitti þá fyrir þessa öðl- inga, sem eru auðvitað, frá vinstri talið Jóhann Jóhannsson, Engilbert Jensen, Magnús Kjartansson (uppi), Jónas Jónsson, Gunnar Þórðarson, Rúnar Júlíusson, Gunnar Jökull Há- konarson, Karl Sighvatsson, Erlingur Björnsson, Valur Emilsson, Sigurjón Sighvatsson og t Arnar Sigurbjörnsson. Á myndina vantar tvo liðsmenn einnar hljómsveitarinnar, og nú er það ykkar að finna út, hverjir það eru! zs.tbi VIKAN 15

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.