Vikan


Vikan - 27.06.1968, Page 17

Vikan - 27.06.1968, Page 17
ley. Svo hló hann illgirnislega. — Sýnist þér gamli maðurinn ekki gera sig heimakominn.... ? Síðan þennan sorglega dag í Vermount, fyrir tveimur árum, hafði Peter öðlazt eins konar yf- irnáttúrlegt næmi fyrir röddum í fjölmenni. Jafnvel þótt hann væri ekki við hugann við það, var undirvitundin alltaf að huga að hlátri, ákveðnu, skræku, næst- um blóðþyrstu flissi. Hann gerði sér fulla grein fyrir því, að hann var nú mjög á hnotskóg eftir þessu hljóði, meðan hann oln- bogaði sig í gegnum þröng rík- mannlega búins fólks, sem stóð fyrir utan klúbbhúsið, í áttina að hvíta Jagúarnum á bílastæðinu. Hann hafði viljandi farið nálægt Sam gamla Delafield, tengda- dóttur hans og unga kylfingnum. — Eg veðja skyrtunni minni á þig, Powers, heyrði hann Söndru segja, með ofurlítið rafmagnaðri, hásri röddu. — Það gæti orðið íþróttaviðburður ársins. f sömu andrá tók hún eftir Peter og eitt andartak hvíldu dökk augu hennar næstum hungrandi á honum. Hann hafði þá tilfinningu, að skýrslu um iiann hefði verið vandlega kom- ið fyrir í einhverjum sálrænum skjalaskáp, — Sg á möguleika, sagði ungi golfleikarinn. — Töluverða möguleika, lánið lék við mig áð- an, þarna úti á æfingatíinu. Hann hleypti í brýrnar. Sandra horfði enn á Peter ganga í áttina að bílastæðinu. Þessi gamli vani, að horfa á andlit, hálfvegis að búast við að sjá sektina augljóslega í þeim, hafði fylgt Peter eftir þessi ár. Andlit í Delafield virtust skipt- ast í tvo flokka: með gleðigrímu og einbeitingagrímu. Áhorfend- ur, gestir, fjölskyldur og vinir leikmanna, sem voru komnir hingað til að skemmta sér, hvað sem það kostaði. Það var eins og brosin hefðu verið fest á þau á færibandi. Golfleikararnir áttu hin andlitin, þeir höfðu áhyggjur af klaufaskapnum, sem þeim hafði orðið á á æfingatíinu eða leiktímanum eða riðlinum í loka- keppninni. En Peter sá ekki and- litin, sem hann var að svipast eftir, andlitin sem helguð voru hinni takmarkalausu illsku. Hann ók Jagúarnum umhverf- is Mountain View Motel og opn- aði með lyklinum sem Charley Reynolds hafði rétt honum. Hann lét dótið sitt á þann hluta rúms- ins, sem ekki hafði verið sofið í, opnaði töskuna og hengdi föt- in inn í skáp. Hann fann ein- kennilega andúð á öllu þessu æv- intýri færast yfir sig: Samúðar- reiði til stúlkunnar, sem hafði verið beitt ofbeldi og misþyrmt, af sams konar hlæjandi glæpa- mönnum og höfðu nærri eyði- lagt líf hans, og alveg drepið föður hans, hafði rekið hann hingað. Honum fannst hann vera í miðri eins konar svikamyllu, sem væri hvorki heillandi né samúðarverð. Án þess að hafa heyrt minnsta vott af kjaftasögu, vissi hann nú þegar, að Mary Landers var í tygjum við How- ard Delafield, kvæntan mann, sem átti konu er Peter áleit að væri vergjarnari en nokkur önn- ur kona, sem hann hafði séð langa lengi. En það voru þessir hlæjandi menn. Hann leit á úrið sitt. Hann ætl- aði að mæta á stefnumótið við Mary Landers klukkan fimm, og síðan gera það upp við sig, hvort hann óskaði að sökkva sér nokk- uð frekar ofan í hennar mál. Hann hafði sofið mjög lítið nótt- ina áður, svo hann fór úr jakk- anum og lagðist á rúmið. Inn- byggða vekjaraklukkan, sem hann hafði komið fyrir í heilan- um vakti hann kortér fyrir fimm. Klukkan var fimm mínútur yfir fimm þegar hann ók heim afleggjarann upp að bílastæði Mary Landers, þar var enginn annar bíll, Ford Howards Dela- fields var horfinn og sömuleið- is Triumph Mary. Ef til vill ætl- aði hún ekki að standa við stefnumótið. Hann sté út úr Jagúarnum og gekk upp mjóan stíginn í áttina að húsinu. Um leið og hann kom auga á það, var hans fyrsta hugs- un sú, hvað þetta væri dásam- lega friðsamlegur staður fyrir skapandi listamann að lifa og starfa á. Svo snögg nam hann staðar og rann ís milli skinns og hörunds. Á jörðinni framan við húsið, með um það bil fimmtán metra milli- bili, lágu tveir menn. Reynsla Peters úr Kóreustyrjöldinni gerði það að verkum, að hann þurfti ekki að fara nær. Annar mannanna lá á bakinu og hann hafði ekkert andlit, það hafði verið skotið af honum, með byss- unni, sem lá nokkur skref í burtu, við brúnina á veröndinni. Hinn maðurinn lá á grúfu, með annan handlegginn undir sér og stóran, hringlaga blóðblett á hvítum línjakkanum, undir vinstra herðablaði. Peter gekk í áttina til þessa Framhald á bls. 39

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.