Vikan


Vikan - 27.06.1968, Qupperneq 20

Vikan - 27.06.1968, Qupperneq 20
Austurport í Visbýarmúr. Hús hafa sumsstaðar verið byggð fast upp við múrinn og beggja vegna hins forna hliðs eru sjoppur, sem selja túristum kók og minjagripi. Hvað er Gotland í dag? Sænskt lén með eitt- hvað sextíu þúsund (búum, eða næstum helmingi færri en Stór-Reykjavík hefur af að státa. Höfuðstaður og stærsti bær er Visbý, íbúar nálægt hálfu fleiri en á Akureyri. Atvinnuvegir: Fyrst og fremst landbúnaður, sauð- fjárrækt veruleg, sem annars er sjaldgæf í Svía- halda margt ævafornra orða og beygingaforma. Þannig mætti í stuttu máli lýsa þessum hóg- væru Eystrasaltsbúum. En gægjumst við undir hjúpinn, sem aldirnar hafa breytt yfir andlit hans, birtist okkur ævintýri, litauðugt og und- ursamlegt; það segir okkur sögu eylands, sem öldum saman var hjarta Eystrasalts, miðstöð ótrúlegs ríkidæmis, skiptistöð efnalegra sem andlegra verðmæta úr gervallri Norðurálfu. NIDJAR ÞJÁLFA. Svalur morgunn með úfnu hári og flöktandi mávum; ferjan Gotland, sem samkvæmt upp- lýsingum bátsmanna hefur inni að halda hálfu fleira fólk en möguleiki er á að hún taki ( sæti, olnbogar sig inná heimahöfn sína. Vs og amst- ur, máttvana sænsk blótsyrði og áleitnir skræk- ir í smáfýsum og röggurum. Hér er þó hvorki vertíð eða verzlunarmannahelgi; bara Gotlend- ingar á leið heim ( páskafrí. Á hafnargarðinum f Visbý bíður þeirra margt manna, rétt eins og þegar Herðubreið kemur á hafnir fyrir austan uppi á Islandi. Og ungir og gamlir þrífa ferða- töskur sínar, velta hver öðrum til hliðar og hlaupa leikandi á land, enda eru þeir, sam- kvæmt gamalli sögn, afkomendur Þjálfa, hins fótfráa þjóns Ása-Þórs. Hann kalla Gotlendingar Tjelvar. Landfræðileg saga Gotlands nær allt aftur í hélugráa móðu steinaldar. Þá var Eystrasaltið innhaf af fersku vatni, er ólgaði og sauð af brimgangi og landsigi. Þá leit hið fyrsta af Gotlandi dagsins Ijós: nokkrir svartir hólmar um- luktir rísandi og hnígandi kransi hvítra boða, líkt og gráskeggjuð negraandlit í hvassviðri. Brimið svarf þá og sökkti þeim, en þeir risu aft- ur og sukku á ný. í sannleika var Gotland undir álögum, álögum hamslausra, eyðandi og skap- andi jarðarafla. Það „sökk um daga en var uppi um nætur" eins og stendur í fornu riti. Þessum gerningum eyddi Þjálfi, er hann kom eldi á land á hinni verðandi ey. Samkvæmt fornfræðinni hefur þetta skeð fyrir sjö eða átta þúsund árum og sjálfur hefur bani Mökkurkálfa eftir því verið heldur fákænn veiði- maður, er dorgaði eftir fiskum með þar til gerð- ÞAR PLÆGJA ÞEI ríki. Þar eru einnig hestar smærri en víðast annarsstaðar, kallaðir Gotlandsruss. Akuryrkja er mikil og fer vaxandi. Fiskveiðar eru og tölu- vert stundaðar, hér veiðist betri „strömming" en annarsstaðar í Eystrasalti, sá fiskur mun eitt- hvað í ætt við síld. Þá er hér framleitt sement og kalksteinn brotinn til útflutnings. Aðrar úf- flutningsvörur eru landbúnaðarafurðir ýmsar. Landfræðilega séð er Gotland eyja, þrjú þús- und eitt hundrað og sextíu ferkílómetrar að stærð, og eru þá smáeyjarnar Fararey (Fárön) (þar býr filmskáldið Ingmar Bergman). Gotska Sandön og Karlsey taldar með. Lengd eyjarinnar frá norðri til suðurs er hundrað tuttugu og fimm kílómetrar, mesta breidd fimmtíu og fimm km. I vestri er strönd Smálands í aðeins 90 kíló- metra fjarlægð; til austurs er litlu lengra til Lettlandsstranda. Yfirborð eyjarinnar mótast af um tuttugu til þrjátíu metra hárri kalksteins- hellu; mestri hæð yfir sjávarmál nær hún á Lojstahæð, áttatíu og þremur metrum. Austur- ströndin er vogskorin og er þar margt góðra hafna. Inni á eynni skiftast gróðursælar byggðir og gisnir skógar og óræktarflákar. Þjóðfræðingum hefur Gotland orðið girnilegt til fróðleiks. Hér eru enn í heiðri hafðir ýmsir fornir siðir, er annarsstaðar hafa kafnað í hring- iðu nýrra tíma. Brúðkaup eru haldin með mikl- um glaumi og sláttaröl (slátteröl, nokkurskonar töðugjöld) drukkið af rausn. íþróttir ýmsar eru hér iðkaðar enn á sama hátt og á víkingaöld. Hrífandi þjóðdansar eru stignir við fiðluleik og þjóðvísur kveðnar, ýmist með trega í tónfalli eða glaðværri glettni. Gotlenska mállýzkan er ein hið sérstæðasta í sænsku og hefur inni að PúSurturninn, hlaðinn á tólftu öld og talinn elzti hluti Visbýarmúrsins. Hann var ætlaSur höfninni til varnar og hefur verið óárennilegt vígi á þeim tíma. um áhöldum úr tinnu og beini. En tímarnir breyttust og mennirnir með. Sund opnuðust inn í hinn ferska sjó og hann varð saltur; helztu minjarnar um brimgang hans eru nú hrúgur miklar af möl og sandi, er á gotlensku heita „aurborqar" og „raukar". Á síðari hluta steinaldar jókst Norðurlanda- búum manndómur að marki; bændur settust þá að á Skáni, Hallandi og Vestur-Gautlandi, þeir dýrkuðu guði eða anda og jörðuðu sína dauðu í stórgrýttum dysjum. Menning þeirra hefur því verið kennd við hið klassíska heiti megalit, en vér köllum hana stórgrýtismenningu. Á austur- strönd Svíþjóðar bjuggu þá enn veiðimenn, er reru til fiskjar, en á Gotlandi stunduðu þeir einkum seladráp. Átu þeir kjöt og spik skepn- unnar, gerðu sér klæði úr skinnum hennar og konum sinum skart úr tönnum hennar og klóm. Mannakjöt virðast þeir hafa smakkað endrum og eins, svo sem til hátíðabrigða. Þetta hafa verið frískir og heilbrigðir frumstæðingar, líkt og Eskimóar nútímans. Naumast mun þá hafa órað fyrir því er þeir bræddu selkjöt eða brösuðu limi fallinna fjandmanna yfir eldi, að eyland þeirra ætti eftir að skapa menningu er léti eftir sig fleiri og forvitnilegri minjar en dæmi eru til um nokkurt annað norrænt hérað. Eitthvað tvö þúsund árum fyrir Krist kemur nýtt fólk úr suðri, hafandi að vopni bátlaga axir, sem það er gjarnan kennt við. Þarna hafa líklega verið Aríar eða Indevrópear á ferð, for- feður hinna germönsku þjóða, er nú byggja Norðurlönd. Þeir, sem fyrir voru, hafa sjálf- sagt blandast þeim smámsaman og tekið upp menningu þeirra. Áhrif bátaxamanna náðu skjótt FYRRUM VAR GOTLAND NEFND PERLA EYSTRASALTS, 0G UM ALDARAÐIR VAR ÞETTA LITLA HANSAMENN 0G BLÓÐUG HEIMSÓKN DANSKS HERKONUNGS, BUNDU SKJÖTAN ENDI Á ÞÁ STAÐAR Á NORÐURLÖNDUM. 20 VIKAN 25-tbl-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.