Vikan


Vikan - 27.06.1968, Side 24

Vikan - 27.06.1968, Side 24
Frú Vala og Gunnar Thorodd- sen í samtali við Frakklandsfor- seta í tilefni af 2000 ára afmæli Parísar. Gunnar Thoroddsen gengur út úr landsréttindum í Kaupmannahöfn, eftir að dómur hafði verið kveð- inn upp um afhendingu íslenzku handritanna. ^ Pierre, bróðir de Gaulle Frakklandsforseta, Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra, heilsar Ólafi V. sæmir Gunnar Thoroddsen borgarstjóra heiðurs- Noregskonungi á Tteykjavíkurflugvelli 1961. merki í tilefni af 2000 ára afmæli Parísarborgar 1952. Ráðuneyti Ólafs Thors, sem var skipað 20. nóvember 1959. Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra, er yzt til hægri á myndinni. GIINNAR THORODDSEN Dr. Gunnar Thoroddsen er fæddur 1 Reykjavík 29. desember 1910. For- eldrar hans eru Sigurður Thorodd- sen, verkfræðingur og yfirkennari við Menntaskólann í Reykjavík, og Maria Krist'n Thoroddsen, fædd Claessen. Gunnar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1929 og kandídatsprófi í lögfræði frá Háskóla íslands 1924. Að því loknu stundaði hann framhaldsnám í stjórnlögum og refsirétti, í Danmörku, Þýzkalandi og Englandi. Eftir heimkomu stundaði hann al- menn lögfræðistörf í Reykjavík til ársins 1940, er hann varð prófessor við Háskóla íslands. Gunnar var kjör- inn borgarstjóri í Reykjavík 4. febrú- ar 1947 og endurkjörinn þrisvar sinn- um: 1950, 1954 og 1958. — 20. nóvember 1959 var hann skipaður fjármálaráð- herra og lét þá af embætti borgar- stjóra. Ráðherraembættinu gegndi hann til vorsins 1965, er hann var skipaður sendiherra íslands í Kaup- mannahöfn. Gunnar hóf ungur afskipti af stjórn- málum. Hann varð landskjörinn þing- maður fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1934, aðeins 23 ára gamall. Þingmaður Snæ- fellinga var hann 1942—1949, en upp frá því var hann þingmaður Reykja- víkur allt þar til hann var skipaður sendiherra. Gunnar hefur samið nokkur rit um lögfræðileg efni og eru þessi hin helztu: Æran og vernd hennar, 1943 (fjölritað); Um ræðumennsku, í Stjórnmál (riti Heimdallar); The Constitution of Iceland, Oxford 194S; Málfrelsi og meiðyrði, í Samtíð og saga III, 1946; Fjölmæli (doktorsrit) 1968. Auk þess ritgerðir og greinar 1 blöðum og tímaritum. Gunnar Thoroddsen hefur átt sæti 1 ótalmörgum nefndum, gegnt ýmsum trúnaðarstörfum og verið sæmdur mörgum heiðursmerkjum. Hann kvæntist 4. apríl 1941 Völu Ásgeirsdóttur, sem er fædd í Reykja- vík 8. júní 1921, dóttir Ásgeirs Ás- geirssonar, forseta, og Dóru Þórhalls- dóttur. Þau hjónin eiga fjögur börn, tvær dætur og tvo syni: Ásgeir, fædd- ur 7. febrúar 1942, lögfræðingur hjá fjármálaráðuneytinu í Reykjavík, kvæntur Sigríði Svanbjörnsdóttur Frímannssonar, bankastjóra; Sigurður, fæddur 15. júní 1944, við nám 1 verk- fræði við Háskóla íslands; Dóra, fædd 13. september 1948, við mennta- skólanám; María Kristín, fædd 30. september 1954, við unglinganám.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.