Vikan


Vikan - 27.06.1968, Qupperneq 36

Vikan - 27.06.1968, Qupperneq 36
Þeir gengu saman út á ver- öndina. Þar var annar lögreglu- maður að taka myndir af lík- unum. Ofurlítið til hliðar var læknanemi frá sjúkrahúsi stað- arins í hvítum slopp, og maður með uppbrettar ermar, senni- lega sjúkrabílsekill. . Saman- brotnar börur lágu í götunni við fætur hans. —• Gefið skýrslu, sagði Mack- lyn stuttaralega. —- Ég hef ekki mikið að segja. Ég átti stefnumót við Mary Landers klukkan fimm. Ég kom á bílastæðið klukkan fimm mín- útur yfir fimm, gekk upp gang- stíginn og þá voru þeir hér. Macklyn leit á úrið og klóraði eitthvað í vasabókina sína. - Komuð þér við byssuna? spurði Macklyn. — Nei. — Þekkið þér hana? Er það byssa ungfrú Landers. Þér sögð- uzt hafa séð byssu hjá henni fyrr í dag. — Hún er svipuð, sagði Peter. — Ég sá, að byssan sem hún var með í dag, var með lítilli plötu á skeftinu, eins og þessi. Hann hikaði, ætlaði að fara að minn- ast eitthvað á Howard Delafield, en hætti við það. Hann gerði sér ekki fyllilega grein fyrir því á stundinni hversvegna. Hann langaði að vita ofurlítið meira um samband þeirra, áður en hann minntist á það. Það þurfti ekki að standa í neinu sambandi við þetta, og að ljóstra upp um það gat lagt mörg mannslíf í rúst. Þess í stað sagði hann: — Hvers vegna komuð þér hingað? — Það hringdi einhver átta mínútur fyrir fimm. Röddin var óskýr. Lögreglumaðurinn við símann var ekki viss um, hvort það var karl eða kona. Röddin sagði, að tveir menn hefðu ver- ið myrtir við hús ungfrú Land- ers, svo var skellt á. Við kom- um, sáum bíl yðar á bílastæð- inu og fikruðum okkur hljóð- lega hingað. Lögreglumaðurinn með myndavélina gaf Macklyn merki. Um leið gengu lögreglu- foringinn og læknaneminn að líkunum. Macklyn kannaði það sem var í vösum þeirra, Ofur- lítið af peningum, lausir seðlar og skiptimynt, sígarettur, kveikj- arar, hvorugt líkið með veski. — Þekkið þér þá? spurði Pet- er. Macklyn hristi höfuðið. — Þeir eru ekki héðan. Það lítur út fyr- ir að það sé ekki ætlazt til þess, að við komumst að því í flýti hverjir þeir eru. Nú til dags gengur enginn um, án þess að hafa einhvers konar persónuskil- riki á sér; sjúkrasamlagsnúmer, ökuskírteini eða þess háttar. Hann stóð upp. — Báðir hafa látizt undir eins, myndi ég telja, sagði læknaneminn. — Stingið þeim inn í sjúkra- bílinn, sagði Macklyn. Hann sneri sér að Peter. — Ég þarf að fá undirritaða skýrslu frá yður. Ég verð að biðja yður að koma með mér á lögreglustöðina. — Handtekinn? Macklyn hló. — Ég þekki menn af yðar tagi, herra Styl- es. Þér hjálpið gömlum konum yfir götuna og bjargið fögrum, ungum stúlkum frá grimmum drekum. Ef þér hefðuð drepið þessa tvo menn mynduð þér segja frá því, ekki reyna að koma sökinni á ungfrú Landers. Nei, það liggur nokkuð beint fyrir hvað gerzt hefur, sýnist yð- ur það ekki? Þetta eru menn- irnir, sem réðust á stúlkuna á sunnudaginn. Þeir komu aftur, hún drap þá. — Hvernig gat hún vitað, að þetta væru þeir tveir? Hún gat ekki lýst þeim fyrir yður á sunnudaginn. — Hún sagði okkur, að hún myndi ef til vill géta þekkt radd- irnar, sagði Macklyn og yppti öxlum. Ef til vill eru þetta alls ekki þeir, en hún hafði álitið svo og skotið þá þess vegna, — Móðursýki. Þegar menn kveðja dyra, segja ef til vill eitthvað gáleysislegt ■ og bomm — hún lætur þá hafa það. Hann gaf hin- um lögreglumanninum merki. Sá kom og var kynntur fyrir Peter. Hann hét Robert. — Farðu nið- ur á lögreglustöðina með Styles, skipaði hann. Taktu skýrslu af honum og láttu undirrita hana. Láttu taka fingraförin af líkun- um. Láttu öryggiseftirlitsmann- inn frá Delafield Company koma og vita hvort hann þekkir menn- ina. —• Hvað um golfkeppnina? spurði Robert. — Golfsamband- ið hefur sennilega blaðafulltrúa hér. Hann myndi vita, ef þeir látnu væru í tengslum við þá á einhvern hátt, leikmenn, frétta- menn, sjónvarpsmenn, sölumenn eða einfaldlega einhverjir af þessum venjulegu ónytjungum sem alltaf eru á höttunum, þeg- ar eitthvað er að gerast í golf- inu. Góð hugmynd, sagði Mack- lyn. — Ég ætla að snuðra ofur- lítið á staðnum. Það er mögu- leiki að ungfrú Landers komi aftur, þegar hún áttar sig! Robert lögreglumaður var jafn dökkur yfirlitum og Peter var ljós. Hann virtist vökull og ráða- góður. Hann sat í Jagúarnum hjá Peter á leiðinni aftur til lög- reglustöðvarinnar. -— Ef þeir látnu eru þeir tvcir, sem nauðguðu henni, er hún ut- an allrar hættu, sagði Robert. — Sjálfsvörn. Hún gæti meira að segja fengið heiðursmerki fyrir það. En ef henni hefur orðið á skyssa og þetta eru okki þeir sem réðust á hana — ja — fólk hefur samúð með stúlkum sem er nauðgað, en því gezt ekki að þeirri hugmynd, að þær hlaupi um með alvæpni og skjóti á hvern þann, sem skýtur upp kollinum, ef til vill til þess eins að spyrja til vegar út á þjóðveg- inn eða eitthvað í þá áttina, Þá verður hún sennilega, að láta sér lynda að vera sett inn. — ’Ég vona að hún hafi ekki gert það, sagði Peter. — Hún hefur átt við nóg að stríða án þess. Robert kveikti í sígarettu með kveikjaranum í bíl Peters. — Það er þessi símhringing, sem ég er að hugsa um, sagði hann. — Röddin var deyfð, var okkur sagt, til dæmis að vasaklútur hefði verið breiddur yfir hljóð- nemann. Hversvegna? Segjum svo, að sendill úr verzlun hefði verið að koma með pöntun og fundið dauðu mennina; þá hefði hann hringt og sagt frá því. -—• Segjum, að veiðimaður eða ferðamaður eða einhver þess háttar hafi verið á ferð um skóg- inn, þeir myndu ekki fara neitt í launkofa með hverjir þeir væru. Svo það lítur út fyrir að vera einhver, sem ekki hefði átt að vera hér. Ef til vill hefur eig- inmaður einhverrar annarrar átt vingott við stúlkuna. Peter starði beint fram á vég- inn. Það var skrýtið, en hann gat ekki fyllilega rifjað upp fyrir sér útlit Mary Landers. Hann mundi eftir vel vöxnum líkam- anum í gulu blússunni og þröngu, grænu síðbuxunum, koparrauðu hárinu og gullinni áferð hörunds- ins — og sólgleraugunum. Þetta mundi hann allt saman vel. En hvernig var andlitið á henni? Hvernig var hún í hátt? Án þess að sjá augun, var erfitt að gera sér grein fyrir manneskju. Hún hafði virzt blóðheit og hrædd og — að minnsta kosti um stundar- sakir fannst henni hún saurguð vegna þess, sem komið hafði fyrir. En hver var hún í raun og veru? Honum varð hugsað til How- ards Delafield. Hann myndi ekki í bráðina gleyma því, þegar Mary þaut á móti honum, þegar hún hélt, að hann væri Howard og það sem hún hafði sagt við How- ard, þegar hann loksins kom: —- Ég hélt, að þú ætlaðir aldr- ei að koma! Það var hljómurinn í rödd- inni, hugsaði Peter. Þessi hljóm- ur útilokaði alla lúgkúru milli þessarar konu og manns hennar, hvort sem þau voru gift eða ekki. Robert leit á Peter. — Þér hafið sjálfur verið að leita að NESTISPAKKAR I FERBALAGID Látiö okkur annast um ferðanestið. Nestispakkar fyrir starfshópa og einstaklinga. Þér veljið réttina, við útbúum matinn. Háaleitisbraut 58-60, Miðbæ, sími 37140 V________________________________________________) 36 VIKAN 25-tbl-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.