Vikan


Vikan - 27.06.1968, Blaðsíða 37

Vikan - 27.06.1968, Blaðsíða 37
tveimur mönnum í tvö ár, 5Sg man, að ég las um það á sínum tíma. Það var gefin út lýsing á þeim í fimm ríkjum, meðal ann- ars hér. Snjógleraugu og úlpur huldu andlit þeirra. — Já, sagði Peter mjög lágt. — Þér mynduð ekki í alvöru þekkja þá, þótt þér rækjuzt á þá, haldið þér það? Ósjálfrátt steig Peter ögn fast- ar á bensíngjöfina. Hvítur Jagú- arinn þaut áfram. — Ekki nógu örugglega til að skjóta af þeim hausana með byssu, sem kynni að vera við hendina, sagði Robert. — Dóm- urinn myndi sennilega segja sjálfsvörn í máli stúlkunnar, jafnvel þótt þessir menn hefðu ekki lagt hönd á hana í seinna skiptið. Hún gæti sannað, að hún þekkti þá. En það verður ærið þungur róðurinn fyrir hana, ef þeir reynast aðeins vera tveir venjulegir menn, sem villt- ust í skóginum og hafa aldrei séð hana áður. Lögreglustöðin kom í ljós framundan. Peter slakaði á bens- íngjöfinni. — Það er sama hvernig litið er á málin, hún kemur til með að þarfnast hjálp- ar . . . sagði hann. Lögreglumaður með ritvél tók skýrsluna af Peter í bröggunum. Ekki varð betur séð en að með henni hefði hann gert grein fyr- ir hverri mínútu þessa dags, en þó hafði hann hlaupið yfir ef til vill tíu mínútur — þær tíu mín- útur, sem höfðu farið í það, að elta Howard Delafield og sjá Mary í örmum hans. — Þér getið beðið hér þang- að til það hefur verið hreinritað, eða komið aftur eftir nokkrar klukkustundir og undirritað, sagði Robert. — 'Ég kem aftur, sagði Peter. Hann langaði að komast til How- ards Delafield eins fljótt og auð- ið væri, Mary þurfti á sínum manni að halda. Hann ók ofan í borgina og fann sér símaklefa. Hann leitaði í símaskránni og hringdi heim til Samuels Delafield. Stúlkan, sem svaraði í símann, sagði að herra og frú Howard og herra „Sam“ væru öll í Delafield Century Club, á dansleik kvöldsins. Delafield Century Club glitr- aði eins og gimsteinn í síðustu skímum dagsbirtunnar. Ljóslit- brigðin í öllum gluggum; ver- öndin var skreytt með marglit- um, japönskum luktum; kastljós- um var beint að æfingateigun- um og jafnvel á þessum tíma sól- arhrings voru fjölmargir golf- leikarar enn að æfa sig. Framhald í næsta blaði. Svart á hvítu Framhald af bls. 19 Stephanie átti ég að hafa gerzt nærgöngull við hana fyrir 48 HfíFlMO IUNDIRFATATIZKUNNI undirkiólar meö áföstum brióstanöldum komnir á ÍSLENZKAN MARKAÐ dögum. Viku síðar átti ég tal við móður hennar. Við ræddum í mikilli vinsemd um hugsanlega aukatíma fyrir Stephanie, en hún hafði verið veik í langan tíma. Samt kvaðst Stephanie hafa sagt móður sinni strax frá atburðinum! Skólanefndin lét allar þessar staðreyndir sem vind um eyrun þjóta. Ákveðið var að halda op- inbert réttarhald í málinu þrem- ur vikum síðar. Rúmlega 250 nágrannar, nem- endur og kennarar skrifuðu und- ir skjal og lýstu því yfir, að þeir álitu að ég væri saklaus. Þegar málið var tekið fyrir, var engu líkara en allir þessir stuðnings- menn mínir væru mættir í rétt- arsalnum. Ég hafði kviðið fyrir þessum degi í þrjár langar og skelfilegar vikur. En þegar ég gekk inn í réttarsalinn, fannst mér ég vera staddur á meðal vina minna. Réttarhaldið stóð yfir í sjö daga og frásögn ritarans af því var nálega 2000 blaðsíður. Mér er sérstaklega minnisstætt, þeg- ar Susan stóð í vitnastúkunni og staðfesti bláköld hinn logna áburð sinn, án þess svo mikið sem að roðna. Hún sagði, að ég hefði hvíslað í eyrað á henni, hvort hún vildi ekki hjálpa mér við að gera nokkrar skýrslur, sem mikið lægi á. Þegar inn í stofuna kom, átti ég að hafa fært stólinn hennar fast upp að mínum stól. Síðar átti ég að hafa smeygt hendinni inn undir pilsið hennar og haft hana þar í nálega tuttugu mínútur. Að því loknu sagði hún, að ég hefði sagt henni að koma upp að töfl- unni. Við skulum fletta upp í frásögn réttarins og heyra fram- burð hennar fyrir réttinum: — Og hvað gerðist svo? — Hann stóð við hliðina á mér og tók utan um mittið á mér. — Hvorum megin við yður stóð hann? — Ég sneri andlitinu að dyr- unum og hann stóð hægra megin við mig. — Og hvað gerði hann síðan? — Hann sagði, að ég væri æsi- leg stelpa og svo tók hann fast- ara utan um mig og kyssti mig á vinstri kinnina. — Hvað sögðuð þér þá? — Ekkert. — Og svo? — Ég reyndi að iosa mig úr klóm hans, en hann vildi ekki sleppa mér, heldur færði hend- urnar hærra og hærra og tók að kreista á mér brjóstin. — Hvað gerðist þá? — Ég reyndi enn að losa mig, en tókst það ekki. Hann hélt fast utan um mig og sneri mér að sér. Ég reyndi að ýta honum frá mér með báðum höndum og þegar hann gerði tilraun til að kyssa mig, sagði ég: „Konunni yðar mun ekki líka þetta.“ Þá sagði hann: „Ég hef ekki hugsað mér að segja henni frá þessu.“ „Kærastinn minn verður heldur ekkert hrifinn af þessu“, sagði ég. Og hann svaraði: „Ég mun ekki segja honum frá þessu, og þú ekki heldur." — Síðan sleppti hann mér. — Hafið þér nokkra hugmynd um, hvað klukkan var, þegar þetta gerðist? — Já, ég leit á klukkuna, þeg- ar ég fór og hún var tíu mín- útur í tólf. Þannig hljóðaði vitnisburður hennar, og nú var röðin komin að lögfræðingi mínum að hrekja hann lið fyrir lið. Til að byrja með hafði hún neitað að hafa nokkru sinni látið í ljós hatur 25. tbi. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.