Vikan


Vikan - 27.06.1968, Side 39

Vikan - 27.06.1968, Side 39
eða óvild í minn garð. Mörg vitni gátu hins vegar staði'est hið gagnstæða. Ein skólasystir hennar hafði til dæmis heyrt hana kalla mig „skitugan negra- djöiul". Einnig hafði hún neitað því að haia heyrt að verið væri að kenna i stoíunni við hliðina. Denny Ray fór hins vegar með skólaneindina í stofuna, þar sem þetta átti allt saman að hafa gerzt. Þá var einnig verið að kenna í stoíunni við hliðina og öilum var ijóst, að hún hlaut aö hafa heyrt það. Susan hafði sagzt hafa farið, þegar klukk- una vantaði tíu mínútur í tólf. Einn af samkennurum mínum staðfesti hins vegar með eiði, að hann hefði séð mig kveðja hana fyrir utan skólahúsið klukkan íitnm minútur yfir háií tólf. Þegar hlé var gert á réttar- höldunum var haíin fjársöfnun til handa okkur hjónunum. Nemendur mínir og fleiri stuðn- ingsmenn stóðu fyrn henni. Meðai amiars létu þeir prenta svohijóðandi dreifimiða: „Sum- ir okkar eru foreldrar barna, sem McNeill hefur kennt. Aðrir eru nágrannar og vinn, sem hafa íylgzt með máli hans. Við von- um, að þér leggið eitthvað af mörkum til þess að hjálpa hon- um og sanna sakleysi sitt.“ Að viku hðinni höfðu safn- azt 5000 dollarar. Þessh pening- ar komu sér vissulega vel, því að það er dýrt að standa í mála- ferlum. Þegar réttarhöldin hófust aft- ur var Stephaine Smith leidd í vitnastúkuna. En hún reyndist vera svo lélegt vitni, að henni var sleppt efth aðeins örfáar spurningar. Þá var röðin komin að lokaræðum ákæranda og verj- anda. Ræöa ákæranda var stutt; hann lagði mesta áherzlu á, að Susan Schaffner væri vitni, sem ekki væri unnt að véfengja. Denny Ray vaiði málstaö minn af festu og skörungsskap. Hann benti meðal aimars á, hversu vel ég væri mér þess meðvitandi, að ég væri fyrsti blökkumaðurinn, sem hlyti stöðu sem kennari í Baldwin. Hann sagði meðal annars: — Hvers vegna í ósköpunum skyldi Maurice McNeill leggja að veði alit það sem hann hefur barizt fyrh með því að þukla skólastelpu í nokkrar mínútur? Hann hefur brotið niður múra kynþáttamisréttisins og honum er ljóst hversu árangur hans er mikilvægur fyrh réttindabar- áttu blökkumanna. Ákæran á hendur honum er ekki aðerns röng heldur í fyllsta máta rang- lát. Klukkan hálf sjö var dómur- inn kveðinn upp: Ég var sýkn- aður. Ánægjuóp kváðu við í salnum. Hundruð vina, sam- kennara og nemenda óskuðu mer til hamingju með sigurinn. Þegar ég hóf kennslu aftur næsta mánuduag, var ég fullur eftirvæntingar.' Ég vissi, að margir kennarar og nemendur voru mér hliðhollir, en hve margir foreldrar mundu krefj- ast þess, að dætur þeirra yrðu fluttar úr mínum bekk? Ótti minn var ástæðulaus. Aðeins eina stúlku vantaði — Susan Schaffner. Við hjónin höfum að undan- förnu rætt, hvað gera skyldi við þá peninga, sem eftir voru, þeg- ar kostnaður við réttarhöldin hafði verið greiddur. Við höfum í hyggju að stofna sjóð, sem ár- lega verðlauni þann nemanda við skólann í Baldwin, sem hef- ur gert mest til að auka skiln- ing og velvild milli manna af ólíkum kynþáttum og trúar- brögðum. -fc báða vængi á austlægari slóðir er hún hafði ótt kost á að ná til áður og bolaði kauphöldunum af lands- byggðinni smám saman til hliðar. Yfirburðir Þjóðverja byggðust fyrst og fremst á góðri skipun, nýtízku- legri verzlunarháttum og greiðara sambandi við viðskiptamiðstöðvar í Vestur-Evrópu, einkum Hamborg. „EN NÚ ER HÚN SNORRABÚÐ STEKKUR" Visbý á naumast sinn líka meðal evrópskra borga og þó víðar væri leitað. Þröngar, krókóttar götur, hrörleg hús í fornlegum st(l, sums- staðar með gráum skellum eins og eftir loftárás og yfir allt þetta gnæf- andi hvítgráir steinbogar, leifar eyðilagðra mustera, sem [ kald- ranalegri dauðatign sinni minna á steingerð risaskriðdýr. Að feta sig BARNIÐ YÐAR á aðeins það bezta skilið (jijlvnAcm djjptmnm Þar grafa þeir Framhald af bls. 22 sína við ákveðna miðstöð, en hinir þýzku kaupahéðnar voru annars sinnis. Enda þótt allmargir lands- menn settust að í hinum vaxandi kaupstað, varð Visbý um langt skeið fyrst og fremst þýzk borg. Sem slík varð hún ein mesta verz- unarborg Norður-Evrópu og fremst í Hansasambandinu, sem norður- þýzkar verzlunarborgir stofnuðu. Hún gaf þýzkri verzlun byr undir eftir níðþröngu sundi frá tímum Hinriks Ijóns og mæta þá allt í einu dollaragríni frá Ford, sem gljáir eins og fjörulalli og suðar af skynlausri geðvonzku eins og geit- ungur; það er álíka reynsla og Astekarnir hljóta að hafa orðið fyr- ir, er þeir hittu riddara Cortezar. Og glannalegir búðargluggar með útstillingum, kóksjoppa við Suður- port og auglýsingaskilti frá SAS; allt þetta er næstum eins og götu- strákur, sem rekur útúr sér tung- una framan í gráskeggjaðan öld- ung. Hér voru áður gangbrautir vög- ursíðra stórkaupmanna, sem áttu gull meira en dæmi voru til um flesta aðra Evrópumenn. Hér ríkti þýzkur dugnaður, þýzk vinnuharka, þýzk nægjusemi. Flest hin reisu- legustu hús gamla bæjarins voru vörugeymslur; sjálfir létu hinir for- ríku eigendur sér nægja lítilfjör- legar skonsur að húsabaki. Hinn gráðugi samkeppnisandi kapítalis- mans var hér í alveldi sínu. Ekki fór heldur hjá því að hinir atorku- sömu borgarar finndu vel til mátt- ar síns. Þegar vestanstormur gerði það að verkum, að skip komust ekki útúr Visbýarhöfn, sögðu borg- arbúar: „Nú er meginlandið full- komlega einangrað." Og svo er það kirkjurnar. Þær voru seytján talsins á sinni tíð. — Mann hlýtur að furða á svo mik- illi guðhræðslu kaldlyndra kram- ara, en í þann tíma var kirkjuþjón- usta hverjum góðborgara jafnnauð- synleg og badmintonklúbbar eða dagblað með pólitískum leiðara nú á dögum. Og þar sem hverjum er þénanlegast að falla fram fyrir guði sínum á þann hátt, er tíðkaður er í heimalandi hans, hlaut að koma að því að hvert einasta þeirra kaup- mannagilda, sem bækistöðvar höfðu í Visbý, reistu sér þar eigin kirkju. Þá var hér margt um manninn, jafn- vel Rússar frá Novgorod höfðu í Visbý sitt eigið guðshús, sem nú er að vísu týnt og tröllum gefið. Af hinum voru einna merkust þau, er kennd voru við heilaga Maríu, heil- agan Nikulás, heilagan Klemens, heilagan anda, heilaga þrenningu og heilaga Katrínu. Hermt hefur verið, að illa gangi að þjóna Guði og Mammoni í senn, en Þjóðverjar í Visbý settu slíkt ekki fyrir sig og gerðu báðum helgidóm í kirkju sinni, er heitinn var eftir Sánkti Maríu. Þar geymdu kaupmenn bréf sín og leyndarskjöl, sjóð gildis síns og jafnvel varning. Kirkja þessi er nú dómkirkja Got- lands og hin eina, er uppi stendur af guðshúsum borgarinnar. Elztu hlutar hennar munu vera frá tólftu öld, en síðan hefur oft verið bætt um betur og er byggingin því dá- lítið ósamræmd í stíl, en að ytra útliti minnir hún mest á basilíku. Undir kórgólfi hvdir duft landstjóra þeirra, er sátu yfir eynni meðan hún laut Danakonungi. Veggir eru ýmislega skreyttir, meðal annars með töflu, er fest hefur verið upp til minningar um Tinnappfel aðmír- ál iýbikumanna, er drukknaði hér skammt undan landi árið 1566. — Sýnir hún hinn sjódauða stríðsmann krjúpandi frelsaranum á Golgata; fyrir framan hann er hrúga af mannabeinum. Og utan um þetta allt saman teygir sig hringmúrinn mikli með þremur aðalhliðum og fjölmörgum vígturnum, tiltölulega heill og ógn- vekjandi sem forðurm, er stríðsfólk og sjóræningjar börðu hann utan. Elzti hluti hans er talinn vera Púð- urturninn svokallaði, er hlaðinn var á tólftu öld og ætlaður höfninni til 25. tbi. VIKAN 39

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.