Vikan


Vikan - 27.06.1968, Síða 41

Vikan - 27.06.1968, Síða 41
un í manndrápum urðu þeir vel við hersögunni; hver sá karlmaður, er eggiárni gat valdið, var boðaður til stríðs; jafnvel öldungar, ungmenni, berklamenn og krypplingar hlutu nú að ganga til landvarna. Og þeg- ar vel var að gáð, mátti finna í geymsluhólfum bændabæjanna tölu- vert af áhöldum, sem bíta hlutu á danskinn; ryðgaða branda frá vík- ingaöld eða ef til vill króksveðju, sem langafi hafði fengið fyrir Ift- ið á uppboði suður í Kænugarði. Slitnir brynstakkar, er síðast höfðu verið bornir á vígvelli gegn Birgi Magnússyni fyrir hálfri öld síðan, voru nú teknir fram og uppá þá lappað eftir föngum; maður verður að vera sómasamlega tilhafður, jafnvel þótt ekki sé annað farið en út að stríða. En viðbúnaðurinn var einungis af hálfu sveitamanna. Vis- býarmenn kusu að sitja hjá. Gotlendingar mættu Dönum þeg- ar eftir landgönguna,- varð þar orr- usta, er lauk með skjótum sigri hinna síðarnefndu. Stefndi Valde- mar þá liði sínu norður eftir landi áleiðis til Visbýar. Á miðri þeirri leið, þar sem heitir Fjalemyr, gerðu bændur honum fyrirsátur, en biðu ósigur öðru sinni og misstu margt manna. Segir munnmælasögn ein, að galdranorn nokkur, sem Valde- mar hafði á sínum snærum, hafi setið undir brú einni, er Gotlending- ar gengu yfir á leið til orrustunnar, og dregið kjark úr þeim með gern- ingum sfnum. Hinn 27. júlf náðu Danir fram til Visbýar. Ekki varð þeim þó borgin auðtekin, þvf á flötinni milli Suður- og Austurports hafði meginher Got- lendinga fylkt sér til úrslitaorrustu. Var vígvöllurinn að ýmsu leyti vel valinn, því mýrlendi var á aðra hönd, en hringmúrinn mikli i bak- ið. Einnig hafa bændur líklega von- að, að Visbýarmenn myndu nú láta gamlar væringar niður falla og snú- ast með löndum sfnum gegn sam- eiginlegum óvini. Hófst nú grimmileg orrusta með banvænni skothríð af hálfu danska bogliðsins, en sfðan var gengið til návígis af hamslausum miskunnar- skorti þess, er drepur til að verða ekki drepinn sjálfur. Myndir frá stríðsmannagröfunum f Krosshaga, sem opnaðar voru snemma á þess- ari öld, veita óviðjafnanlega inn- sýn f þann óhugnanlega hildarleik, er einkennt hefur þessa svallveizlu dauðans. Maður horfir á feyskinn haug limlestra beinagrinda og heyr- ir í anda hróp skrautbúinna, danskra riddara; þeir geysast fram á strfð- öldum fákum og yfir þeim blaktir Dannebrog í rauðu og hvítu; merk- ið, sem landar þeirra kváðu hafa fengið f verðlaun af himnum ofan fyrir morð á annarri bændaþjóð. Á eftir þeim vaða fylkingar fótgöngu- liða með brugðin breiðsverð og vígaxir; hausar eru klofnir eða kvistaðir af, fótalausir menn og handarvana byltast á jörðinni f kvalakrampa, en hófar strfðshest- anna spyrna innýflunum úr kviðar- holi þeirra. Helsærð kempa neytir Hvernig maður skolar kyrrsfælf rafmagn úr þvofffinum sínum (og gerir það létt, mjúkt og yndislegt) ^ Bætið E.-4 út í síðasta skolvatnið. ^ Látið þvottavélina þvo þvottinn í 3 mínútur, þá drekkur það í sig þau endurbyggjandi efni, sem finnast í E.-4. (Við smáþvott eigið þér aðeins að hreyfa létt við þvottinum með hendinni). E-4 er hagkvæmasf Auk hinnar vinsælu 1/1 líters flösku fæst E.-4 nú einnig í 2% líters risa- flösku með handarhaldi. — Þegar þér kaupið hana, Frá Dansk Droge Import A/S, Köbenhavn — Herlev. Innflytjandi: íslenzka Verzlunarfélagið hf., Laugavegi 23, sími 19943. V________________________________________________________________________________________________ Þvotturinn hefur nú verið endur- byggður. Hver einasti þráður er þakinn ótrúlega þunnri E.-4 himnu, sem er á þykkt við móle- kúl. Þegar þvotturinn er þurr, „ýta“ himnurnar hinum einstöku þráðum hvorum frá öðrum, svo þvotturinn verður gljúpur, létt- ur og svalur, eins og hann væri nýr. Rafmagnið er horfið úr nyl- on-þráðunum, vegna þess að þeir snerta ekki hvern annan vegna hinnar þunnu E.-4 himnu, Það er auðvelt að ganga frá strauning- unni þegar þvotturinn hefur ver- ið skolaður í E.-4. 25. tbi. vikan 41

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.