Vikan


Vikan - 27.06.1968, Qupperneq 44

Vikan - 27.06.1968, Qupperneq 44
heimleiðs. Hermir þá þjóðsaga nokkur gotlenskur hafi með fjöl- izt ó leiðinni, annaðhvort í sænska skerjagarðinum eða við Karlseyjar við vesturströnd Gotlands, og með þeim allur ránsfengurinn. Kvað hann vera þar enn þann dag í dag og er um hann grúi þjóðsagna og ævintýra. Meðal annars er sagt, að í kyrrum sjó megi á yfirborðinu greina Ijómann frá eðalsteinunum hinum dýru, er konungur hnuplaði úr kirkju Vorrar Frúar. Eins og nærri má geta, fýsti marga að festa hönd á hinum sokknu auðævum. Bóndi nokkur gotlenzkur hafði með fjöl- kynngi orðið þess vísari, að þeim yrði ekki á land náð nema með dráttarkröftum tveggja hvítra hesta, er aldir hefðu verið á óblandaðri mjólk. Varð bóndi svo heppinn að eignast tvö hvít folöld og ól þau upp á fyrirskrifaðan hátt. Var síð- an dráttartaugum komið í fjársjóð- inn og hestunum beitt fyrir hann. Tóku þeir á sem kraftalegast, en ekki leið á löngu áður en afl ann- ars brást og féll hann á hné. Þá þrumaði rödd úr djúpinu, mælandi þessi orð: „Fjársjóður Valdemars konungs verður þar sem hann er; annar folanna hefur fengið bland- að." Er málið var rannsakað, kom í Ijós að vinnukona sú, er annazt hafði fóðrun hestanna, hafði eitt sinn mætt kærasta sínum, er hún fór út í hesthús með fullar mjólk'- urfötur. Var hann kominn að heim- sækja hana og mjög þyrstur af göngu. Lofaði hún honum því að súpa á annarri skjólunni. En þar eð engan dropa mátti vanta á hinn daglega skammt folanna, brá hún á það ráð að bæta hann upp með vatni. En hvað sem hinum illa fengna auði leið, komst Valdemar sjálfur heilu og höldnu til föðurlands síns. Við málverk það í Næstved, sem áður er um getið og gert var að konungi látnum, stendur þessi texti: „Árið eitt þúsund þrjú hundruð sjötíu og fimm, daginn fyrir hátíð Krispínusar, þá skuluð þið minnast dauða Valdemars konungs, hann hvílir nú hjá Kristi." Ekki hafa danskir klerkar á þeirri tíð álitið lausnara sinn vandann að rekkju- nautum. VALT ER VERALDAR YNDI Valdemar hafði látið eftir fógeta að stjórna Gotlendingum, en ekki voru skip hans fyrr horfin útfyrir yztu sjónarrönd, en þeir risu upp og drápu hina dönsku valdsmenn. En blómatíð sína gátu landsmenn ekki heimt aftur. Jafnvel Visbý tók að hnigna; olli samkeppnin við Lý- biku mest um það. Samkrull Svía og Þjóðverja gegn Dönum og fjandskap- ur sænska aðalsins við Magnús smek leiddi til þess að Albrekt af Mecklen- burg varð konungur Svíþjóðar. Hann beið ósigur í orrustunni við Falköp- ing fyrir her Margrétar Danadrottn- ingar, dóttur Valdemars Atterdags, og var þar handtekinn. Albrekt hafði áður biðlað til Margrétar, en fengið hryggbrot. Til að spotta þennan gamla biðil sinn og keppinaut sem eftirminnilegast, lét drottning nú hefta hann á höndum og fótum og lagði hann síðan í rekkju með sér. Nokkrum árum síðar, 1397, var frændi Margrétar, Eiríkur af Pomm- ern, krýndur konungur allra Norður- landa í Kalmar. Á meðan þau Albrekt og Margrét strfddu sín á milli, var Gotland her- numið af sjóræningjum, er nefndust Fetalíebræður eða Vítalíanar og voru gerðir út frá Necklenburg til fulltingis Svíakonungi; skyldu þeir sjá Stokkhólmi fyrir lífsnauðsynjum. Var nú virðing hins fræga eylands 44 VIKAN 25-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.