Vikan


Vikan - 27.06.1968, Qupperneq 46

Vikan - 27.06.1968, Qupperneq 46
PER SPARID MEDÁSKRIFT ÞÉR SPARIÐ TÍU KRÓNUR Á HVERJU BLAÐI MEÐ ÞVÍ AÐ VERA ÁSKRIFANDI AÐ VIKUNNI OG ÞER ÞEKKIÐ EFNIÐ VIKAN ER IIEIMILISBLAÐ OG I I>VI ERU GREINAIt OG EFNI FYRIR ALLA A HEIMILINU, — UNGA OG GAMLA, SI'ENNANDI SÖGUR OG FRÁSAGNIR, FRÓÐIÆIKUR, FASTIR ÞÆTTIR O. FL., O. FL. KLIPPIÐ HER-----------------------------------------KLIPPIÐ HER Vinsamlegast sendiS mér Vikuna í áskrift □ 3 MÁNUÐIR - 13 töiubl. - Kr. 400,00. Hvert blað á kr. 30,77. □ 6 MÁNUÐIR - 26 töiubl. - Kr. 750,00. Hverf blað ó kr. 28,85. Gjalddagar: 1. febrúar — 1. maí — 1. ógúst — 1. nóvember. , SKRIFIÐ GREINILEGA I I I L NAFN HEIMILI PÓSTSTÖÐ VIKAN SKIPHOLTI 33 PÖSTHÖLF 533 REYKJAVÍK SfMAR: 36720 - 35320 1 I I I 46 VJKAN 25'tbl- ný yfirstétt stórbænda og iðjuhölda, sem gnæfði hærra yfir almenning an áður voru dæmi til í sögu Got- lands. Norðurlandaófriðurinn mikli, sem Svíar háðu í tvo óratugi við Rússa, Pólverja, Saxa, Dani og fleiri þjóð- ir, lagði þungar byrðar á Gotlend- inga sem aðra þegna Karls tólfta. Undir lok ófriðarins, er Svíar höfðu glatað yfirráðum á Eystrasalti, fór sjólið Rússa báli og brandi um austurstrendur Svíþjóðar. Komu þeir einnig við á Gotlandi, brenndu nokkra bæi og rændu fólki. Þreng- ingar þessa tímabils virðast annars hafa tengt eyna fastar við móður- landið, en áður hafði verið um að ræða. í heild varð átjánda öldin uppgangstfmi fyrir Gotlendinga. Lutu þeir þá dugandi landstjórum, og einn þeirra, von Segebaden, skipulagði vegakerfi eyjarinnar. Þá tók Visbý einnig að rétta úr kútn- um, þar reis nú upp ný stétt stór- eignamanna, sem græddi vel á verzlun og siglingum, meðal ann- ars í sambandi við frelsisstríð Banda- ríkjamanna. 1808 áttu Svíar og Rússar enn f ófriði útaf Finnlandi, og er sú við- ureign fræg af Ijóðium Runebergs. Kom þá rússnesk flotadeild til Got- lands og hernam það viðnámslaust. Yfirstjórn innrásarliðsins hafði á hendi Bodiskó aðmíráll, bezta skinn og gleðimaður mikill. Fór hann mildilega með Gotlendinga og þótti brátt góður gestur í salarkynnum Visbýar-auðvaldsins. Styrjaldir voru honum hinsvegar síður að skapi, því þegar sænsk herskip komu skömmu síðar til eyjarinnar, gaf hann upp herfang sitt jafn friðsamlega og hann hafði aflað þess. Síðasti hluti Gautasögu er heldur snauður af stórviðburðum. Eyjan er löngu orðin gróið líffæri f Ifkama hins sænska velferðarríkis; hlutverk hennar þar er nú fyrst og fremst að sjá Stokkhólmi fyrir lífsnauð- synjum. Sjálfsagt líður nú börnum hennar betur en nokkru sinni áður, enda þótt merki nýja tímans virðist harla fáfengileg f samanburði við tákn fornra frægðardaga. Hér finn- ur gesturinn úr milljónaborginni fróun f friði og kyrrð hins afskekkta sem einnig eykur á dulúð hins liðna. — Og þó að Gotland sé nú aðeins fremur lítilfjörlegur hluti Svíþjóðar, ber það sterkari eiginsvip en flest eða öll önnur héruð landsins. Þvf má líkja við víðförulan víking, sem bragðað hefur á flestum ávöxtum veraldar, sætum sem beiskum, en að lokum hlotið sátt við lífið í iImi smáans í túni feðra sinna.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.