Vikan


Vikan - 27.06.1968, Blaðsíða 48

Vikan - 27.06.1968, Blaðsíða 48
&ngátque sjórœniimimt Framhald af bls. 7 — Mamraa, hrópaði Honorine og Þaut í áttina til móður sinnar. — Komdu og sjáðu ræikjurnar, sem herra Crowley og ég fundum í sjónttm. Kitla andlitið var allt útsmurt í einhverju bláu. — Maður gæti haldið að hún hefði verið að drekka blek. En andlit hinna barnanna voru nákvæmlega eins leikin. — Við vorum að borða jarðarber og bláber, útskýrðu Þau, og not- uðu nýlærð ensk nöfn á Þessum berjum. — Eftir fáeina daga verða Þau öll farin að tala ensku, sögðu for- eldrar Þeirra sín á milli. — Þetta ætti að sjá um, að Þið Þyrftuð ekki að hungra, sagði greif- inn og bandaði hendi í áttina að kræsingunum. — Og hvað kuldann snertir, eru hér aliir Þeir loðfeldir og allur sá eldiviður, sem Þið getið látið ykkur dreyma um. — Og samt misheppnaðist Champlain, endurtók Manigault. — .Iá, satt er Það. Og vitið Þið hversvegna? Hann vissi ekki um rifið meðfram ströndinni, og lét hugfallast vegna mismunar flóðs og fjöru. Sá mismunur er hundrað og tuttugu fet, og vetrartíminn er mjög erfiður. — Og hafið Þér sigrazt á Þessum erfiðleikum? hreytti Mercelot út úr sér. — Nei, alls ekki. Mismunur flóðs og fjöru er enn hundrað og tuttugu fet, en Það er hinum megin við Gouldsboroskagann, Þar sem Champlain setti upp bækistöð sina. Hann reyndi að koma sér upp byggðarkjarna á vonlausum stað, Þótt hann Þyrfti ekki nema röska hálftíma reið til að komast hingað, Þar sem mismuniur flóðs og fjöru er aðeins fjöru- tíu fet. — En fjörutíu feta mismunur er samt of mikill til Þess, að hægt sé að koma upp höfn. — Þar hafið Þér rangt fyrir yður; mismunur flóðs og íjöru er fjörutiu fet í St. Malo, sem er auðug höfn í Brittaníu. — Það eru engin sund Þar, sagði Berne. — Nei, Það er rétt, en Þar er áin Ranche með breytilegu rennsli sínu og framburði. — Ja, Það er enginn aur hér, sagði Manigault og dýfði höndinni i sjóinn. — Svo Þið sjáið að Þið hafið jafnvel meiri möguleika til að kom- ast af hér, heldur en forfeður ykkar, Þegar Þeir ákváðu að byggja varanlega höfn á klettunum og stofnuðu La Rochelle. Að La Rocheile liggja sund eins og hér, og Þau sund eru í stöðugri hættu af að fyll- ast af framburði, og áður en langt um líður verður hún ónothæf. Ef Þið, mennirnir frá La Rochelle, getið ekki byggt höfn hér, Þar sem aðstæðurnar minna svo á heimabyggð ykkar, hver gæti Þá gert hér höfn? Angelique sá, að mótmælendurnir stóðu Þétt um manninn, sem Þeir kölluðu enn Rescator, en Þeir sýndu mikinn áhuga fyrir Því, sem hann sagði, og höfðu gleymt Því, hve höll Þeirra eigin staða var, eins og manna er háttur, ef Þeir standa allt í einu frammi íyrir Því, sem Þeir hafa vit á. Þessi síðasta spurning Þeirra vakti Þá snögg- lega aftur til raunveruleikans. — Við erum vist algjörlega á yðar valdi, sagði Manigault beizklega. — Við eigum einskis úrkosta. — Úrkosta til hvers? spurði Joffrey de Peyrac og horfðist beint i augu við hann. — Til hvers viljið Þér komast til Santo Domingo? Hvað vitið Þér um Þann stað? Vitið Þér, að Þér getið ekki einu sinni kom- izt til eyjarinnar án Þess að gjalda skatt til sjóræningjanna á Kara- biska hafinu og að eyjarnar eru reglulega heimsóttar af óaldarlýð og sjóræningjum frá Tortuga? Hvað er Þar fyrir menn af ykkar tagi að gera? Starfssama, iðna menn, sem vanir eru sjó og verzlun? Gæt- uð Þið lifað af fiskveiðum? Það eru fáeinir vatnakarfar í sprænunum, sem kallaðar eru ár, og grimmir hákarlar umihverfis eyjuna. — En ég á vöruhús Þar og peninga, svaraði Manigault. — Nei, ég held, að Þér eigið ekki neitt Þar af Því tagi lengur. Jafn- vel Þótt ekki væri sjóræningja að óttast, væru vöruhúsin ekki lengur í yðar eigu. Vne victis, Monsieur Manigault. Ef Þér hefðuð íarið frá blómstrandi viðskiptum í La Rochelle gætuð Þér ef til vill vonazt til að nú einhverju af auðæfum yðar aftur, er Þér kæmuð til Vestur-Indía, en Þér vitið nú Þegar, í leyndustu hugarfylgsnum yðar, að fólkið, sem einu sinni var yðar kæru, tryggu og ötulu starfsfélagar, bæði í Santo Domingo og La Rochelle, hafa Þegar deilt eigum yðar á milli sin. Manigault varð reikull á svip, Því Rescator hafði einmitt komið þar við, sem hann var veikastur fyrir. Og hann hélt áfram: — Þér eruð sjálfur svo sannfærður um Það, að ein af ástæðunum til Þess að Þér reynduð að leggja undir yður skip mitt var sú, að Þér óttuðust að koma eins og vesalingur til Vestur-Indía, allslaus, og um leið skulda mér fé fyrir far yðar þangað. Sjóránsáætlun yðar var gerð í tvennum tilgangi. Með þvi að losa ykkur við mig, losnuðuð þið við lánardrottinn og sem eigendur glæsilegs farkosts hefðuð þið getað haft i vasanum það fólk, sem hefði meðhöndlaði ykkur verr en hunda, ef þið hefðuð komið sem allslausir innflytjendur. Manigault neitaði ekki því sem Rescator sagði; hann stóð aðeins með hendur krosslagðar á bijósti og drúpti höfði, eins og hann væri þungt hugsi. Nú, Monsieur, hafiö Þér rétt í þessu sagt, að tortryggni mín í garð fyrrverandi samstarfsmanna minna í Vestur-Indíum og La Rochelle væri á rökurn reist. Er það aðeins tilgáta eða eruð þér viss? —■ Sg er viss. — Og hvernig vitið þér þetta? — Heimurinn er ekki eins stór og hann lítur út fyrir. Ég lagði í höfn á strönd Spánar, og þar hitti ég eina allra mestu sögusmettu heims- ins, manh að nafni Rochat, sem ég hafði kynnzt í Austurlöndum. — Ég kannast við nafnið. — Hann stóð í einhverjum samböndum við verzlunarráðið i La Rochelle. Hann sagði mér ýmislegt frá La Rochelle, sem hann var nýkominn frá, og nefndi nafn yðar sem dæmi um það, hvernig völd og auður hinna miklu mótmælendakaupmanna i La Rochelle væri óhjákvæmilega á leið yfir í hendur kaÞólikkanna. Þér voruð dæmdur, Monsieur Manigault, jafnvel Þá. En sízt flaug mér í hug, er ég hitti hann þá, að ég myndi nokkurn tímann hafa þann heiður — og hann hneigði sig hæðnislega — Þann heiður að bjóða velkomið um borð i skip mitt Það ofsótta fólk, sem hann talaði um. Það var eins og Manigault hefði ekki heyrt til hans. Svo andvarpaði hann Þunglega. — Hvers vegna sögðuð þér okkur ekki frá Þessu fyrr? Þetta hefði getað komið í veg fyrir blóðsúthellingar. — Þvert á móti. Ég reiknaði með, að Það gerði ykkur aðeins enn staðráðnari í að leggja undir ykkur allt Það, sem ég átti, svo Þið gæt- uð leitað hefnda á óvinum ykkar. — Sú staðreynd, að vinir okkar höfðu svikið okkur og skilið okkur eftir hjálparlaus, gaf yður engan rétt til að fara með líf okkar eins og yður sjálfum þóknaðist. — En þið voruð reiðubúnir að fara eins og ykkur þóknaðist með okkar, svo við erum kvittir! Og nú skuluð þið reyna að gera ykkur eitt skiljanlegt: Að því fráskildu að leggja fyrir ykkur sykurreyrs- eða tóbaksrækt í Vestur-Indíum, sem enginn ykkar kann snefil í, getið þið ekki unnið öðru vísi fyrir ykkur þar en með þrælasölu. Og hvað mig snertir, skal ég aldrei á nokkurn hátt stuðla að Þvi, að einn eða annar geti lagt íyrir sig Það starf. Hér þurfið þið ekki að vinna fyrir ykkur á þann viðbjóðslega hátt. Þið getið skapað þann heim, sem ekki ber í sér frjó eyðileggingarinnar frá upphafi. — En Það er hægt að láta vínvið vaxa í Santo Domingo. Það ætl- uðum við að gera, sagði einn af mönnunum frá La Rochelle, sem hafði verið beykir í koníaksframleiðslunni í Charente. — Vínviður grær ekki i Santo Domingo. Spánverjarnir reyndu Það, en það var tilgangslaust. Til þess að láta vínberin þroskast, verður að vera að minnsta kosti ein árstíð á árinu, þegar safinn hættir að renna, en í Vestur-Indíum streymir safinn allt árið um kring í vin- viðnum og iaufin deyja ung að aldri. Þar sem ekki eru árstíðaskipti, þar eru engin vínber. •— Og Þó sagði séra Rochefort i bók sinni ...... De Peyrac greifi hristi höfuðið. — Ég hef rekizt á séra Rochefort mörgum sinnum og hann er mjög íær og hugrakkur ferðamaður; á hinn bóginn lítur hann mjög sérstök- um augum á heiminn eins og hann sé í leit að himni á jörð og Kan- anslandi, og ritgerðir hans bera mjög ákveðinn blæ af Því. Þar af leiðandi eru í frásögnum hans ýmsar svívirðilegar rangfærsiur. — Já, hálfhrópaði séra Beaucaire og keyrði hnefann í Biblíuna sína. — Það er einmitt það, sem ég hef alltaf haldið! Ég hef aldrei verið sammála þessum skýjaborgapresti! — Við skulum þó gera okkur grein fyrir einu. Það er margt gott um skýjaborgamenn að segja. Þeir hvetja menn til framfara og til að hrista af sér aldagmlan dofa. Þeir sjá tákn, og Það er undir hin- um komið, að túlka þessi tákn. Jafnvel þótt Rochefort hafi orðið á óheppileg, landfræðileg mistök, og gengið of langt í að útmála auðæfi nýja heimsins, er engu að síður rétt, að Þeir innflytjendur, sem hann hefur hvatt til að fara yfir Atlantshafið, hafa engan veg- inn hlotið verra af. Við skulum segja, að hinn virðulegi prestur hafi orðið fyrir einum of miklum áhrifum af Þeirri táknfræði, sem er aðaluppistaðan í andlegum fræðum Indíánans. Það er fjarri Því, að safaríkar Þrúgur hangi hér á villtum vinviði, fremur en hægt er að ganga að brauðaldintrjánum og lesa af þeim nýbakaða brauðhleifa, en á hinn bóginn er gifta, hamingja, og friður til líkama og sálar hér í yfirgnægtum handa hverjum Þeim, sem kann að uppgötva Þau sönnu auðæfi, sem Þetta land hefur að bjóða, og helga sig heils hugar nýja heiminum, án þess að fylla hann um leið af hinni ófrjó- sömu beiskju gamla heimsins. Er það ekki einmitt það sem þið eruð á hnotskóg eftir? Þegar Jofírey de Peyrac talaði þannig, var rödd hans stundum deyfð, stundum eins og brostin, en ekkert gat hindrað stöðugan orða- strauminn, sem vall ai vörum hans. Hann gleymdi því hve ófull- komin brostin rödd hans var, rétt eins og fyrr á ævinni, Þegar hann háði einvígi án Þess að láta sig neinu varða um bæklaða fótinn. Augu hans glömpuðu undir loðnum augabrúnunum og hann hafði vald á áheyrendum sínum, þeir hrifust með af þrótti hans og ákefð. Márinn, sem haíði tekið við hlutverki Abdullah sem einkaþjónn hans, kom til hans með eitt af Þessum belgvíðu gullingulu kerjum Indíánanna, og í því var eitthvert dularfullt brugg, sem þeir höfðu komið með. Joffrey þambaði úr kerinu, án þess svo mikið sem spyrja, hvað væri i þvi. í fjarska hneggjuðu hross og tveir Indiánar komu fljótlega i ijós og klöngruðust niður á ströndina milli hárra kletta. Fólk Þaut á mótl Þeim og kom með þær fréttir, að hinn mikli Sachem Massaswa væri á leið til að heilsa hinum nýkomnu fölandlitum. Skipanir voru gefnar á fjöldamörgum tungum til að flýta íyrir affermingu gjafanna úr Gouldsboro, sem smám saman hrúguðust upp á ströndinni. Þama voru glampandi og glænýjar múskettur, sumar af Þeim enn í sínum upprunalegu olíuskinnsumbúðum, handvopn og stáláhöld. Gabriel Berne stóðst ekki þá freistingu að líta ofan í kisturnar, þar sem þær stóðu á ströndinni, og Joffrey de Peyrac tók eftir áh'uga hans. — Hnífapör frá Sheffield, sagði hann. — Það bezta, sem hægt er að íá fyrir peninga. 48 VTKAN 2S'tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.