Vikan


Vikan - 27.12.1968, Blaðsíða 4

Vikan - 27.12.1968, Blaðsíða 4
líka að klessa við tjörnina? Viff skulum vona þaff. ELDVðRN Þessar frábæru eldvarnarhurðir eru smíðaðar eftir sænskri fyrirmynd og eru eins vand- aðar að efni og tæknilegri gerð og þekking framast leyfir. Eldvarnar- hurðirnar eru sjálf- sagðar fyrir mið- stöðvarklefa, skjalaskápa, her- bergi sem geymd eru í verðmæti og skjöl, milli ganga í stórhýsum, sjúkrahúsum og samkomuhúsum, þar sem björgun mannslífa getur oltið á slíkri vörn gegn útbreiðslu elds. Eldvarnarhurðir GLÓFAXA eru viðurkenndar af Eldvarnareftirliti ríkisins. Ármúla 24, Sími 34236 VELJUM ÍSLENZKT <H> (SLENZKAN IÐNAÐ HÖLL SEÐLABANKANS Kæri Póstur! Ég býst við, að fleiri en mig hafi rekið í rogastanz, þegar skýrt var frá því í blöðunum, að verðlaun hafi verið veitt fyrir teikn- ingu af stórhýsi, sem Seðlabankinn hyggst reisa á lóðinni, þar sem hús Thors Jensens stendur við Fríkirkjuveg. Margir hafa mótmælt því, að hið gamla og virðulega hús Thors Jensens verði rifið, og ég er alveg sammála þeim. En enginn hefur mótmælt því, að Seðlabankinn skuli yf- irleitt ætla sér að reisa rándýrt stórhýsi á einum bezta stað í bænum — og það einmitt á þeim tímum, sem harðast er í ári hjá okkur og allt virðist vera að fara til fjandans. Eru engin takmörk fyrir því, hve bönkunum leyfist að berast mikið á hvað húsakost snertir? Þetta er varla orðið einleikið leng- ur. Bankaútibú hafa sprottið upp eins og gor- kúlur út um allan bæ, og það er svo sem ekki verið að hola þeim niður. Nei, nei! Allt eru þetta rándýr og vönduð hús. Það virð- ist ekkert til sparað til þess að hinn almenni borg- ari fái að hafa nógu rík- mannlegt og glæsilegt í kringum sig, þegar honum er neitað um einn smávíx- il, sem honum bráðliggur á að fá. Væri ekki nær að byggja færri stórhýsi, en reyna í staðinn að gera fleiri mönnum úrlausn, sem leita á náðir bankanna? Það finnst fáfróðum almúga- manni eins og mér. Með þökk fyrir birting- una. Einn fáfróður. Þaff er hverju orffi sann- ara, aff bankarnir virffast ekki á flæffiskeri staddir, eftir útþenslu þeirra og veldi aff dæma. Ætli fari ekki fyrir stórhýsi Seðla- bankans eins og blessuffu ráffhúsinu okkar, sem átti FORSYTE FLÆÐIR YFIR HEIMINN Kæri Póstur! Mig langar til að þakka Vikunni fyrir gott efni í seinni tíð, til dæmis Sögu Bítlanna, sem ég hafði mikla ánægju af að lesa. Ég vil taka það fram, að ég hef engan sérstakan áhuga á dægurlögum eða „poppinu“, eins og unga fólkið kallar það. En saga þessara fjögurra stráka frá Liverpool var alveg ein- stök í sinni röð. Sérstak- lega fannst mér fróðlegt að lesa um erfiðleika þeirra í æsku og uppvexti. En tilefni bréfs míns var þó fyrst og fremst að þakka fyrir Sögu Forsyte- ættarinnar, sem er áreið- anlega ein bezta fram- haldssaga, sem birzt hefur í Vikunni og slagar hátt upp í hana Angelique mína. Ég hef beðið spennt eftir hverju nýju blaði af Vikunni til að fylgjast með lífi og örlögum Forsyte- ættarinnar. Á eftir hef ég betur getað fylgzt með þáttunum í sjónvarpinu. En nú langar mig til að spyrja þig að einu: Hefur Forsyte-sagan verið kvik- mynduð áður og sýnd hér á landi?. Ein vinkona mín heldur þessu fram og þyk- ist hafa séð hana í bíói hér fyrir nokkrum árum. Og hefur sagan komið út á ís- lenzku í bókarformi? Svaraðu þessu nú fyrir mig, Vika min, og haltu svo áfram að birta gott og skemmtilegt efni á borð við Bítlana og Forsyte. Með beztu kveðjum. H. S. Þ. Jú, Saga Forsyteættar- innar, effa einhver hluti hennar, var kvikmynduff fyrir allmörgum árum, og myndin var sýnd hérna í Gamla bíói. En þá var For- syte-ættin ekki komin í tízku eins og núna, svo aff líklega hafa ekki margir séff hana. Síffan brezka sjónvarpiff lét gera fram- haldsþætti um þessa ágætu fjölskyldu má segja, aff Forsyte. hafi flætt yfir heiminn. Þættirnir hafa veriff sýndir í sjónvarpi út um allan heim og sagan birzt í mörgum vikublöff- um um leiff. Núna fyrir jólin kom út fyrsta bindi af þremur af Sögu Forsyt- mna í íslenzkri þýffingu 1 i 4 VIKAN 51 tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.