Vikan


Vikan - 27.12.1968, Blaðsíða 6

Vikan - 27.12.1968, Blaðsíða 6
/ neyzlu ekki alltaf stillt í hóf eftir þörfinni, og það er ekki hollt heilsunni. HAGSÝN HÚSMÓÐIR NOTAR AFGREIÐSLA SMJÖRLÍKISGERÐANNA h.f. GPSM0 22-24 »30280-32262 Gólfdúkur — plast, vinyl og línólíum. Postulíns-veggflísar — stærðir 7V2X15, 11x11 og 15x15 cm. Ameriskar gólfflisar — Good Year, Marbelló og Kentile. Þýzkar gólfflísar - DLW. Hollenzkur Fiesta dúkur — eldhúss- og baðgólfdúkur. Málningarvörur — fró Hörpu hf., Málning hf. og Slippfél. Rvíkur. Teppi — ensk, þýzk, belgisk nylonteppi. Fúgavarnarefni — Sólinum, Pinotex. Silicone — úti — inni. Veggdúkur — Somvyl, frönsk nýjung. Vinyl veggfóður — br. 55 cm. Veggfóður — br. 50 cm. ,í DAGLEBT* HEILSUfAR AFLEIÐINGAR AF RÖNGU MATARÆÐI Dr. med. N. Eeg-Larsen skrifaði nýlega grein í norskt tímarit, um afleið- ingar af röngu mataræði. Það er ekki ólíklegt að margir af lesendum Vik- unnar hafi áhuga á þessu efni, svo ég mun leitast við að koma efni greinarinnar á framfæri, á sem skil- merkilegastan hátt. Eftir að hafa gert grein fyrir þreytingum sem orð- ið hafa á mataræði á tutt- ugustu öldinni, jafn á Norðurlöndum og öðrum þróuðum þjóðfélögum, heldur greinarhöfundur áfram: Ástæðurnar fyrir þessu breytta mataræði eru auð- vitað margar. Aukin vel- megun hefur haft í för með sér fjölbreyttara mat- aræði, og aukin neyzla þeirra matvæla, sem áður voru sjaldgæf, eða svo dýr að almenningur gat ekki leyft sér slíkan munað. Tæknilegar framfarir í næringarefnaframleiðslu, aukin viðskipti milli landa, iðnvæðing, vináttusamn- ingar og fleira, hafa orsak- að þessa gífurlegu breyt- ingu á mataræði. Frá heilsufræðilegu sjón- armiði hefur þessi fram- þróun verið bæði jákvæð og neikvæð. Aukin fjöl- breytni í mataræði sam- fara því að alls konar bæti- efni og söltum er blandað saman við fæðutegundir, hefur komið í veg fyrir að fólk þurfi að þjást af bæti- efnaskorti. En á hinn bóginn hefur aukin fituneyzla og sömu- leiðis of mikil sykurnotk- un, haft í för með sér tölu- verða hættu fyrir heilsu- farið. Með aukinni vélvæðingu hefur líkamlegt erfiði minnkað stórum, og þess vegna er hitaeiningaþörfin miklu minni en áður. En því miður er hitaeininga- Mikil fita á fólki, sér- staklega fólki, sem komið er yfir fertugt, orsakast oftast af því að þetta fólk fær of mikið af hitaeining- um. Slíkt ofát orsakar ekki eingöngu offitu heldur get- ur það orsakað sjúkdóma, eða haft slæm áhrif á þá sjúkdóma sem fyrir eru. Þar má nefna hjarta- og æðasjúkdóma, gallsteina, og hrörnun í beinum og liðum. Fæðutegundir sem inni- halda mikið af fitu- og syk- urefnum eru því varhuga- verðar. Fólk, sem ekki vinnur erfiðisvinnu og þarf ekki eins eggjahvíturíka fæðu, getur átt það á hættu að það fái ekki nægi- lega mikið af vítamíni, söltum og eggjahvítuefnum (proteini). Rannsóknir hafa sýnt að á Norður- löndum er það aðallega fólk sem ekki er næringar- frekt, eins og gamalt fólk og ungar stúlkur á kyn- þroskaskeiði. Hið útbreidda blóðleysi (anemi) hjá kon- um, er venjulega vegna þess að þær neyta ekki nógu járnríkrar fæðu. Sælgætisát milli mál- tíða orsakar eins og allir vita tannátu. Áhrif fæðunnar á sjúk- linga með æðakölkun og æðalömun er stöðugt und- ir smásjánni, í seinni tíð. Það er í nánu sambandi við áhrif þessarar fæðu- tegunda á æðakölkun, og æðalömun, og kolesterol- innihald blóðsins. Miðaldra menn, sem hafa of mikið magn af kolesteroli í blóðinu fá miklu frekar hjarta- og æðasjúkdóma og krans- æðastíflu, heldur en þeir sem hafa lítið kolesterol- magn. Þetta er auðvitað margbúið að tala um í ræðu og riti, en góð vísa er sjaldan of oft kveðin. Það er sem sé full ástæða til þesg að hafa gát, og sem betur fer eru ákaflega víða ■ góð skilyrði til rannsókna. Og svo að lokum: hafið gát á tönnum barnanna, látið þau ekki belgja sig út á sætindum og gosi, tannáta getur haft önnur og meiri áhrif en bara tannpínu.... ☆ 6 VIKAN 51 tbI-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.