Vikan


Vikan - 27.12.1968, Blaðsíða 8

Vikan - 27.12.1968, Blaðsíða 8
r v Peter Tirier, fjörutíu og fjögurra ára fasteignasali, lifir ósköp fábreyttu smáborgaralífi í Ruhr-borginni Essen ásamt eiginkonu og tveimur sonum á barnaskólaaldri. En þó er hann enginn venjulegur smáborgari. Þegar andinn kemur yfir hann stendur hann upp við borðið á kránni, sern hann sækir að staðaldri, heilsar að hershöfðingja sið og yfirlýsir: — Frakkar eru skyldugir til að greiða ættinni Tirier tíu milljarða marka og ekki einum pfenning minna. Tíu milljarðar marka, ]>að eru tvö hundruð og tuttugu milljarðar króna, sem er dálagleg summa. Er þá nokkuð að marka þessa kröfu Tiriers? Svo sannarlega, ef trúa má hon- um sjálfum. Og hann hefur að vísu hitt og þetta fram að færa máli sínu til stuðnings. Skúrkurinn í sögu Tiriers er Bonaparte hershöfðingi, sem síðar varð Napóleon keisari. Sagan sjálf skeði fyrir hundrað sjötíu og einu ári. En Peter Tirier flettir mannkynssögunni aftur um nokkur spjökl í viðbót, til seytjánda september 1675, þegar herramaður nokkur að nafni Jean Tirier burt- sofnaði á eynni Korfú og lét eftir sig eignir upp á 56.546.000 lírur. Peter Tirier er kominn af honum í beinan karlegg. Hann og aðrir vongóðir afkomenílur Jeans gamla hafa löngu fyrir- rrefið forföður sínum að hann var ekki beinlínis drottins bezta barn, heldur framfærði sér á sjóránum. Þannig önglaði hann saman aurum þeim, er þeir ásælast nú svo mjög. Arið 1707 voru milljónir Tirier-ættarinnar í Feneyjum. Þá kom Naoóleon Bonaparte hershöfðingi aðvífandi með sínar sigursæ'u hersveitir og tók bæði borgina og sjóræningjamill- iarðana Hreinræktað sjóræningjahátterni, kvað þáverandi höfuð Tirier-fjölskyldunnar liafa sagt. Rraurar átti svo oð lieita að peningarnir va:ru lánaðir franska hernum, og Peter Tirier seeir franska ríkisbankann een geyma skuldabréf þar að lútandi. Arið 1880 — nákvæmlega hundrað árum eftir að Bastillan var brotin — var fvrsta tilraunin gerð til að ræna Tirier- milljónumun úr ríkisbankanum. En í það sinnið var enginn Tirier að verki, heldur fólk af fjölskyldu sem heitir Dietrich. T*að nafn er raunar einnig haft um dýrkara á þýzku. Fjöl- skyldan Dietrich taldi • '<> liafa sannanir fvrir að Jean sjó- ræningi Tirier hefði arfleitt stýrimann sinn, mesta tryggða- tröll, að auðnum. Sá svýrimaður hét auðvitað Dietrich. Svo seint sem árið 1055 var Dietrich nokkur á höttunum eftir arfinum mikla. Sá var fátækur handverksmaður og bjó í Maribor í Júgóslóvakíu. Samkvæmt blaði í þeirri borg gerði hann kröfu til fimm hundruð millióna dínara. Auðvitað fékk hann ekki eyri. Þess í stað var hlegið að honum, því að enginn trúði á að milljónirnar hans væru lil. Peter l'irier í Essen tekur ekki heldur minnsta mark á kröfum neinna Dietricha. Eri sínar eigin kröfur tekur hann Ireim mun alvarlegar. Hann segir þýzka sendiráðið árið 1030 hafa tilkynnt til Berlínar að arfurinn væru að vísu til. Hann væri á reikningi nokkrum í franska ríkisbankanum, Peter 8 VIKAN “■ tbl<

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.