Vikan


Vikan - 27.12.1968, Blaðsíða 9

Vikan - 27.12.1968, Blaðsíða 9
ÞRETTÁN MILLJiiRBUM Tirier hefur meira að segja núm- erið á reikningnum — 42.080.- 700. Þar eiga milljarðarnir sem sagt að liggja og aukast og marg- faldast í ró og spekt. Peter hef- ur reiknað út að með vöxtum og vaxtarvöxtum sé upphæðin nú tíu milljarðar marka. Hann hefur ekki aðeins til- kynningu þýzka sendiráðsins sér til stuðnings. Hann hefur ennþá betri tromp á liendi. að hann segir. Fyrir eitthvað þrjátíu ár- um bauðst þáverandi forsætis- ráðherra Frakka, Edouard Dala- dier, til að greiða nokkurn hluta fjársins. En Tiriers-fólkið af- þakkaði. I samræmi við megin- reglu forföður síns sjóræningjans svaraði það: Allt eða ekkert! Peter 'Firier segist þegar hafa varið tíu þúsund mörkum til að ná út milljörðunum. Það eina sem hann ekki veit fvrir víst er hversu margir heita nafninu Tir- ier og rekja ættir sínar til Jeans gamla, sjóræningja á Miðjarðar- hafi. Hann reiknar með að eitt- hvað sjötíu manneskjur geti gert kröfur lil hlutdeildar í arfinum. Tlann veit að sextán þeirra eiga heima í Rúmeníu, þrjár í Banda- ríkjunum og fimm í Þýzkalandi. En hann verður að reyna að hafa upp á hinum Hka, því þeg- ar kröfur eru gerðar til arfs verða allir kröfuhafar að standa sam- einaðir að aðgérðunum. Þeir sem hann hefur haft samband við hafa gefið homun umboð til að reyna að fá peninginn lausan. Eitt vandamál í viðbót: Sér- fræðingar í Napóleonstímunum fullyrða að i samningi nokkrum — svokölhiðum Parísarsamningi — sem gerður var árið 1814, hafi strik verið dregið yfir allar kröf- ur um skáðabætur fvrir brek Napólenons. En Peter Tirier Framhald á bls. 50. 51. tbi. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.