Vikan


Vikan - 27.12.1968, Blaðsíða 10

Vikan - 27.12.1968, Blaðsíða 10
Hún var á harðaspretti um regn- votar götur höfuðborgarinnar og mikið að snúast. Samt gaf hún sér tíma tij að segja okkur svolítið frá dvöl sinni í Englandi í sumar. En eins og lesendur rekur minni til, biðu þau verðlaun sigurvegarans ( keppninni um titilinn Fulltrúi unga fólksins 1968, að fara á vandaðan sumarskóla í Englandi. Aðstandendur keppninnar, Vikan og Karnabær, fengu afbragðs skóla handa Soffíu Wedholm, Fulltrúa unga fólksins 1968, í Margate á austurströnd Englands. Málaskólinn Mímir hafði milligöngu um útveg- un skólans, enda tókst það eins og bezt varð á kosið. — Skólinn heitir Deniscroft og er í Margate, sagði Soffía. — Konan, sem ég bjó hjá, var skólastjórinn, og skólinn var uppi á háalofti í sama húsinu. Þetta var indæliskona, sem átti þrjá litla stráka. Mann átti hún líka, hann vann í London, þar sem hann átti múrsteinaverksmiðju eða eitthvað þvíumlíkt og kom ekki heim nema um helgar — og meira að segja ekki allar helgar. Húsið var endahús í raðhúsaröð, 6 herbergi, eldhús og bað á tveimur hæðum, og skólinn í risinu. — Fyrstu vikuna var ég ein í skól- anum, en svo kom annar íslending- ur, Valur Óskarsson úr Hafnarfirði, og aðra vikuna vorum við tvö í skól- anum. Svo tíndust fleiri til, og við vorum 20, þegar flest var. Ég var eini nemandinn framan af, sem bjó heima hjá skólastjóranum, nema síð- asta mánuðinn, þá kom frönsk stúlka, Dominique, og var í herbergi með mér. — Við Valur freistuðumst til að tala íslenzku saman, þegar enginn heyrði til, en frúin harðbannaði okk- ur það. Við áttum að tala og hugsa eingöngu á ensku. Stundum spurði hún mig upp úr þurru, þegar hún sá, að ég var eitthvað að hugsa, hvort ég væri að hugsa á íslenzku eða ensku. Því miður var ég víst alltaf að hugsa á íslenzku, þótt ég lærði mikið í ensku þarna og hefði mikið gagn af skólaverunni. — Skólinn hófst klukkan 9 á morgnana og þá var kennt til ell- efu. Þá var frí í hálftíma, en svo törn aftur til hálf eitt. Kennslan var bæði af bókum og viðtölum, og auk þess -------------------------------------------------------------------------------V O 0 0 fslendin^ar í Margate í sumar. Þar má meðal annars þekkja Kristínu Waage. o © Tvær íslenzkar stúlkur heyja einvígi í Margate. o Þrjú skólasystkini úr Deniscroft: Soffía Wedholm, Spánverjinn Vicente og franska stúlkan Dominique, sem var í herbergi með Soffíu. o 1 '^mm í Deniscroft voru um 20 nemendur, þegar flest var, og af æriff mörgum þjóffernum. Þessi þrjú, sem hér sjást, eru öll spænsk. 0 íslendingamir, sem voru á Deniscroft: Valur Óskarsson og Soffía Wedholm. o Tveir synir skólastjórans í Deniscroft. Þeir voru kallaðir Kal og Tag. V______________________________________________________________________________J 10 VIKAN 51-tbl'

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.