Vikan


Vikan - 27.12.1968, Blaðsíða 11

Vikan - 27.12.1968, Blaðsíða 11
Stutt spjall viö fulltrúa ungu kynslóðarinnar 1968, Soffíu Wed- holm. Verðlaun hennar sem sigurvegara keppninar var sumar- dvöl í skóla í Englandi, og hér segir frá veru hennar þar. nokkur heimavinna, en ekki mikil. Við fórum líka í nokkur ferðalög á vegum skólans, meðal annars til Kantaraborgar, Oxford og Stratford- upon-Avon, líka til London, þar sem við fórum á söfn. Margate er álíka stór borg og Reyk|avík, en sambyggð við aðrar borgir. Við vorum á einkar rólegum stað og notalegum. Þarna eru líka baðstaðir, og þangað fórum við, þegar sól var, en ég var heldur óheppin með veður, það var sjald- an sól en þeim mun oftar rigning. Þegar ég átti frí, fór ég oft á stað þarna skammt frá, þar sem sumar- nemendur úr allri Margate söfnuð- ust mikið saman til að spila bowl- ing. Annars var ég líka oft heima, horfði á sjónvarp og talaði við fólk- ið, einkum litlu strákana, og eftir að Dominique kom, spiluðum við oft á spil. Þessar 12 vikur voru ótrúlega fljótar að líða, og mig langar aga- lega að fara aftur næsta sumar. Hvort það verður hægt, er allt ann- að mál. Þarna kynntist ég ungu fólki frá fjölmörgum löndum en Bretun- um kynntist ég ekki mikið. Þeir eru lengi að kynnast, og þeir eru líka heima hjá sér, og hafa þess vegna önnur viðhorf til útlendinga, en út- lendingar hver til annars. Bezt lík- aði mér við unga fólkið frá Persíu, það er kátt og fljótt að kynnast, sömuleiðis það frá Kuwait. Þarna voru líka 18—20 íslendingar, þeg- ar mest var, þeirra á meðal Kristfn Waage, Fulltrúi unga fólksins 1967. Þeir voru á öðrum skólum í Margate; það er mjög mikið af sumarskólum þar. Á Deniscroft voru ekki aðrir ís- lendingar en við Valur. Hvað ég geri núna? Ég fékk ekkert að gera, fyrsta mánuðinn eftir að ég kom heim. Svo fékk ég skrifstofustarf í Pöntunarfélagi Esk- firðinga, og núna var ég send hing- að suður til að gera innkaup. Ég veit ekkert, nema ég sé búin að setja pöntunarfélagið á hausinn! Annars er það kannski ekki hægt um vik, þvf heildsalarnir eiga eng- ar vörur eða fá ekki að leysa þær út. Og þar með er hún þotin aftur. Nett og liðleg, hógvær en þó létt í framkomu, fulltrúi unga fólksins í innkaupaferð fyrir pöntunarfélag fyrir austan. ☆ 51. tbi. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.