Vikan


Vikan - 27.12.1968, Blaðsíða 14

Vikan - 27.12.1968, Blaðsíða 14
— Mig varíja i>ægindi engu. Hún herti upp hugann og færðist ögn nær honum, snerti ermi hans og hvíldi kinnina eitt andartak upp að öxl hans. Hún þorði ekki að sýna honum mikla blíðu frammi fyrir mönnum hans. — líg þrái að eiga þig fyrir sjálfa mig um hríð. Mér finnst alltaf, þegar ég verð að sofa langt frá þér að ég hafi glatað þér aftur. Hvenær komumst við tii Katarunk? — Ef til vill fljótlega — ef til vill aldrei! — Býstu við að eitthvað gerist? spurði hún hörkulega? — Nei, ekkert elskan. Þetta er bara min gamla varfærni. Ég treysti ekki að við náum til Katarunk fyrr en virkishliðin hafa lokazt á eftir okkur og fán.inn blaktir við hún, til að gefa öllum til kynna að ég 'sé kominn heim. Vina mín, þeim mun meira, sem ég horfi á þig, þeim mun fegurri finnst mér þú vera. Þú getur ekki ímyndað þér hv'að þú ert truflandi, þegar augu þín skina svona út úr sólroðuðu andlitinu, þegai’ augnalokin eru kringd með ofurlítilli þreytu, þegar þú ert heit og þegar þú geri.r þitt bezta til að láta ekki hræðslu þína í ljósi.Ég dáist að þér! —• Þú hefur sannarlega rétt fyrir þér. Ég er uppgefin og ég er að farast úr hita, svaraði Angelique. — Og trúðu mér til, það er alls ekki með það í huga að lokka þig; ég vildi geta gefið ár af ævi minni til að geta baðað mig í þessu vatni. — Það ætti ekki að vera erfitt. Hann veifaði til Nicholasar Perrots, sem rétt i þessu hafði komið upp úr vatninu og var nú aftur kominn i íötin. — Góði vinur, má ég biðja þig að vaka yfir mannorði kvennanna? Ég uppgötvaði ofurlitla vúk, umkringda pílviði, þar sem þær geta baðað sig. Ég bið þig um að standa vörð við minni stígsins, sem liggur niður að víkinni og bægja frá öilum forvitnum eða grunlausum, sem ætla að ■reyna að komast þá leið. Settu einhvern á vörð fremst á skaganum til að halda sundmönnunum öilum burtu. Við veröum hér einni stundu lengur. 3. KAFLI. Angelique varð stórhrifin af iitlu vikinni, sem var eins hljóð og vel varin og hægt var að hugsa sér. Lagskonur hennar tvær hikuðu. Að baða sig ailsberar undir opnum himni, nei, því þorðu þær ekki! Angelique gerði sitt bezta til að fullvissa þær um, að enginn myndi sjá þær og varðmennirnir hefðu svarið að gæta þeirra, en samt fengu konurnar sig ekki til þess arna. En þær notuðu sér næðið til að fara úr sokkun- um og tóku ofan húfurnar til að svala sér. Angelique skildi þær eftir og gekk svolitið út með ströndinni til að kasta af sér fötunum og gekk frá þeim undir stóru tré og leit svo fagn- andi út yfir rennislétt vatnsborðið, guliið í sólskininu. Um leið og hún var komin úr fötunum gekk hún varfærnislega niður brattan vatnsbakkann, vatnið var mjög kalt og hún saup hveljur fyrst í stað. Eftir smástund naut hún þess að finna ískalt vatnið á hörundi sínu. Hún óð út í, þar til vatnið náði henni upp í háls og lagðist svo aftur á bak með ánægjustunu. Vat.nið lék um sárindin aftast á hálsin- um. Hún lokaði augunum. Kuldinn nísti hana upp í hársrætur og hún fann hvernig hún vakn.aði til lífsins á nýjan leik. Hún hélt sér á floti með því að hræra hendurnar hægt. Hún gat synt ofurlitíð, því hún hafði verið vön að synda á sumrin í París, við bryggj- urnar á Signu. Hún hafði líka stundað böð með hirðinni í Marly. En Signa var lan.gt í burtu. Angelique opnaði augun. Nýr heimur ljóss og skugga, ferskur og fag- ur, blasti nú við henni, heimur sem hún átti ein. 14 VTKAN 51 tbl Hún velti sér yfir á bringuna og synti hægt af stað, hárið flaut á eftir henni eins og brúskur af fölum vatnagróðri. Hún synti burt frá bakkanum, út fyrir skagann, og handan við hann sá hún stærri vík sem vafalítið var einn af vatnsendunum. Við fjarri enda þessarar víkur, á lítilli strönd var stór rauðhlynur, sem breiddi ræturnar ofan yfir sandbakkann, en hjá honum var beðja af blárauðum asterblómum. Yfir hlyninum var klettur og uppi á honum stórir, kringlóttir steinar og milli þeirra sumakkirunnar sem glóðu eins og rauðglóandi eimyrja. Síðan fleiri hlynir, að þessu sinni gulir; til að sjá voru þeir eins og virkjamikill skógur úr skíru gulli sem glitraði i sólskininu. Hægra megin, þar sem víkin breikkaði voru nokkrar litlar eyjar .með laufþykkum ylliviði, villtum kirsuberjum og svörtu greni. Á lágum bakkanum hinum megin var heill her af barrtrjám og lauftrjám. Rauð kirsuber stóðu við hliðina á bláum sedrusviði, purpurarauð ströndin skar sig úr móti smaragðsgrænum furunum og runnarnir teygðu sig eins og eldslogar meðfram ströndinni. Rétt við ströndina glitti í kletta, sem náðu upp í vatnsborðið. Ange- lique synti að einu slíku skeri, lyfti sér upp á það og virti fyrir sér landsiagið, svo stóð hún hægt upp eins og í dvala eða eins og hún væri að vakna af djúpum svefni og teygði hvítan líkamann móti sólarylnum. Hún tók um hárið með báðum höndum, vatt úr Því vatnið og lyfti því upi>yfir sig eins og í þakkargjörð, svo reigði hún höfuðið aftur á bak og starði upp í engilbláan himininn, hækkaði röddina og tónaði fremur en sagði Það sem henni var efst í huga: — Ég þakka þér skapari fyrir þessa stund .... bakka þér fyrir roða hlynsins og gull asparinnar, fyrir ilminn af dádýrunum í lággróðrinum, fyrir Ijúfa lyktina af hindberjunum .... þakka þér fyrir þögnina og ís- kalt vatnið .... þakka þér fyrir að ég skuli vera lifandi og ástfangin . . . þakka þér fyrir líkama minn .... þakka þér fyrir fegurð mina, æsku og líf, ó skapari! Hún lét hendur falla niður með síðum aftur, drakk með augunum, fegurð dagsins. — Gæfan fylgi þér, nýji heimur! Nýji heimur! Svo stakk hún sér í vatnið aftur, fim eins og sírena... Hún fann ákafan hjartslátt. Hún leit upp í gullið iaufskrúðið yfir gráum klettunum, tii aö ráða þetta leyndarmál. HVAÐ ER ÞARNA UPPI? Ég heyri eitthvert hljóð. Ég sá eitthvað svart hreyfast....Hver er þarna? — HVER SÁ MIG? Hún starði fast á trén. Þar var enga hreyfingu að sjá, nema hvað skógurinn bærðist ofuriitið .fyrir léttum vindi. En þessi rósemi skógar- ins losaði hana ekki við þann kvíða, sem allt i einu hafði gagntekið hana. Það voru augu þarna uppi; já augu sem nístu sál mína. Og það fór ákafur skjálfti um hana. Svo fan.nst henni að það myndi iíða yfir hana og hún óttaðist að hún myndi sökkva hjálparvana, en einhvern- veginn lánaðist henni að svamla aftur að bakkanum og svo fikraði hún sig með þvi að halda í runnana, alla leið aftur tii vikuf-innar, þar sem !hún hafði skilið fötin sín eftir. Hún dróst upp á sandinn tii að ná andanum, stundarkorn. Ilún átti erfitt með að skilja hvað hafði komið fyrir hana, en hún skalf öli. — Var þetta einhver óvenjulegur hávaði, sem hún hafði heyrt. Hafði hún séð eða haldið að hún sæi hreyfingu milli trjánna, þar sem hún stóð nakin á klettinum og vatnið speglaði hvita mynd líkama hennar? — Hvað sem þetta var gat Það ekki hafa verið mannleg augu, það hlaut að hafa verið eitthvað yfirnáttúrlegt. Fólkið var nú tekið að safnast-saman hægra megin við vatnið og hún heyrði það hlæja og hrópa, að öðru leyti var landið eyðilegt og hljótt sem fyrr. Framhald á bls. 44.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.