Vikan


Vikan - 27.12.1968, Blaðsíða 21

Vikan - 27.12.1968, Blaðsíða 21
Lengst til vinstri: Alain Delon kauphæsti leikari Frakklands, og kona hans Nathalie, sem líka er farin að leika í kvik- myndum. Næst til vinstri: Nathalie á reið með hinum ný drepna Júgóslava, Stevan Markovic, sem var skotinn í henni. Til hægri: Alain og son- ur hans, Anthony, sá eini sem hægt er að vorkenna í sam- bandi við þetta óþverramál. Dagana fyrir morðið lét Stev- an í I30S við vin sinn að hann væri hræddur. í framhaldi af því hefur margt komið í ljós. Alain Delon, sem nú er þrjá- tíu og fjögurra ára, Iifir hátt . og hættulega. Þetta er ekki í' fyrsta sinn að hann flækist hneykslismáli. Hann á full-i erfitt með að greina á millij kvikmyndanna, sem hannS leikur í, og veruleikans, o| stórglæpamenn eru meðalj beztu vina hans. Þann fyrsta október síðastliðinn fannst maður dauður í skógi utan við París. Hann hafði verið myrtur. Hann reyndist vera Júgóslavi að nafni Stevan Markovic, þrjátíu og eins árs að aldri. Læknisrannsókn leiddi i Ijós að vika var síðan hann var drep- inn. Ritstjóri franska síðdegisblaðsins France-Soir, upplag ein komma fjór- ar milljónir, tók við fréttinni með þreytulegri grettu og fékk hana blaðamanni svomælandi: Þú getur gert úr þessu smástúf. En í sama bili gekk framhjá borðinu lögreglufrétta- ritari blaðsins, Jean-Paul Norbert, og rak augun í símskeytið. — Herra guð, hrópaði hann, vit- ið þið ekki hver þetta er? Marko- vic var einkavinur Alains Delons, það gekk ekki hnífurinn á milli þeirra. Þetta er hörkumál, piltar, það er áreiðanlega ekki eins einfalt og það lítur út fyrir að vera. Nokkrum timum síðar, þegar blaðið kom út, bryddi þegar á hneykslinu. Sagt var frá hver Marko- vic var og hvaða sambönd hann hafði við fína fólkið. Lögreglan gerði hvað hún gat til að þagga málið niður. Þetta er ekkert nema réglement de comptes, uppgjör milli bófa, við vitum að Markovic hafði ýmislegt óhreint í pokahorninu. En hver þau óhreinindi voru vildi lög- reglan sem fæst um tala. Eiturlyf? Hvít þrælasala? — Eitthvað ( þá áttina, kannski. Mánuði síðar var málið orðið að stórhneyksli. Lögreglan hefur nú líka fengið svör við öllum spurningum varðandi það nema þeim tveimur mikilvægustu: Hver drap Stevan Markovic og hversvegna? Ymislegt bendir til að lögreglan viti þetta að vlsu, en vilji af vissum ástæðum ekki láta það uppi nú þegar. Einn af fulltrúum hennar sagði: — Þetta er hreint dýnamit! Sann- leikurinn í málinu verður aldrei lát- inn uppi! Stevan Markovic hafði verið líf- vörður og einkasendill Alains Del- ons, hins fræga franska kvikmynda- leikara, í tvö og hálft ár. Fyrirrenn- ari hans í því starfi hafði verið landi hans Milos Milosevic. En kvöldið þrítugasta og fyrsta janúar 1968 fannst sá dauður í baðherbergi t íbúð nokkurri í Hollywood, Banda- ríkjunum. íbúðina átti tuttugu og n(u ára gamall kvenmaður að nafni Barbara Rooney. Hún lá hjá Júgó- slavanum og var líka dauð. Barbara þessi var eiginkona kvik- myndaleikarans Mickeys Rooneys og átti með honum þrjú börn. Milose- vic var viðhald hennar nokkurn hluta hjónabandstímans, og þar kom að maður hennar, fræg barnastjarna úr tugum Andy Hardy-kvikmynda, bað hana velja milli þeirra. Hún valdi Milosevic. En daginn fyrir harmleikinn í Hollywood-villunni höfðu sættir tek- izt með þeim Barböru og Mickey. Lögreglan í Los Angeles skýrði mál- ið þannig, að Milosevic hefði drep- ið Barböru og sjálfan sig á eftir út af ástarsorg. HERÓÍNIÐ SEM VAR MJÖL Alain Delon var þá staddur við kvikmyndatöku í Hollywood. Hann sá til þess að lík Milosevics var sent heim til Júgóslavíu. Stevan Marko- vic var líka vestra og tók til hand- Framhald á bls. 30. 51. tbi. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.