Vikan


Vikan - 27.12.1968, Blaðsíða 33

Vikan - 27.12.1968, Blaðsíða 33
£ o </) z. o > </) MEIRA EN FJORÐI HVER MIÐIVINNUR Þú kaupir auðvitað miða í von um vinning. Fjórðungs- líkur á miða. Happdrætti SÍBS býður aðeins eina röð og aðeins heilmiða og verð- ið ótpreytt. Og svo færðu vinning og ert harla ánægð- ur. Og jatnvel þótt þú vinn- ir ekki, geturðu samt verið ánægður og sagt við sjálf- an þig: „Peningunum var vel varið. Ég styð sjúka til sjálfsbjargar.“ AUKAVINNINGUR 1969 ER VOLVO1800S Vitnisburður Milocevics er svo mikilvægur, að lögreglan hefur tal- ið vissara, sjálfs hans vegna, að senda hann til Júgóslavíu og láta hann vera þar um hríð. Ekki er að vita nema Markovic hafi, áður en hann fór, sagt landa sínum kvaða fólk hann aetlaði að hitta í Mont- martre. HVERSVEGNA VAR MARKOVIC „MYRTUR TVISVAR"? Af þekktum manneskjum hafa þau Delonshjónin ein komið við sögu í málinu enn sem komið er. En á hinu leikur enginn vafi að hér er í uppsiglingu hneyksli, sem að minnsta kosti jafnast á við Montesi- málið 1953 í Róm. (Þið munið: Vilma Montesi var tuttugu og eins árs gömul ítölsk sýn- ingardama, sem fannst dauð í apríl 1953. Hún lá þá í fjörunni við hafn- arborg Rómar, Ostia, og hafði drukknað. Hún hafði tekið inn ein- um of stóran skammt af eiturlyfjum I brjáluðu partíi í einni skrautvi11- unni í nágrenninu, og það kom fram að gestirnir, sem héldu hana látna, höfðu hent henni í sjóinn til að forðast hneyksli. Lögreglurann- sókn leiddi í Ijós að einn af einka- læknum páfans, lögreglustjórinn í Róm og sonur þáverandi utanríkis- ráðherra voru blandaðir ( málið). Það hefur gert erfiðara fyrir um alla rannsókn að lögreglan var ótrú- lega klaufsk við að uppgötva dán- arorsök Stevans Markovics. Þau mistök gáfu morðingjanum mánað- ar forskot! Réttarlæknirinn hélt því fram að Júgóslavinn hefði látizt af höggum og spörkum, sem hann fékk í höf- uðið. Höfuðkúpa hans var ein blóð- ug kássa. í þeirri trú var hann jarð- aður í Elancourt, þar sem glæpur- inn hefur trúlega verið framinn. Ekki er vitað hvaða upplýsingar leiddu til þess að lögreglan gróf líkið upp aftur. Þá fannst skamm- byssukúla inni í höfðinu. Það sem undarlegast þótti við kúlu þessa var hve hún var lítil, eða úr byssu með aðeins 6.33 millimetra hlaupvídd. Þess háttar kríli eiga varla aðrir en kvenfólk, og áreiðanlega enginn al- mennilegur gangster, álítur lögregl- an. Einna helzt er álitið að Marko- vic hafi ekki fengið höggin og spörkin fyrr en búið var að drepa hann með skammbyssunni. Sóða- meðferðin hefði átt að telja mönn- um trú um að glæpafélagar hans hefðu slátrað honum. Og hver er svo hlutur Alains Del- ons í málinu? En sem kunnugt er hefur hann verið höfuðvitni lögregl- unnar I því, en ekkert þar fram yfir. Hann hefur alltaf verið reiðu- búinn til samstarfs og greinilega sagt allt, sem hann veit, eða svo er álitið. Hann syrgir þennan myndar- lega Júgóslava líklega meira en nokkur annar. Delon segir: — Hafi Stevan í raun og sann- leika verið í klípu eða hræddur um sig, skil ég ekki hversvegna hann sagði mér ekki frá því. Ég var bezti vinur hans, að vissu leyti sá eini, sem hann átti, og ég stend með hon- um hvað sem hann hefur verið flæktur í, þótt svo ég geti ekki lengur sagt honum frá því. DELON GÓÐVINUR GLÆPAKÓNGS MARSEILLE Alain Delon er að ýmsu barna- legur náungi. Hann hefur lengi ver- ið undarlega fíkinn í að umgangast alls konar glæpalýð. Einn bestu vina hans er Mémé Guerini, einn Guerini- bræðranna þriggja, sem áratugum saman hafa drottnað í Marseille og gert þá borg eitt af verstu glæpa- hreiðrum veraldarinnar. Þrír menn, vopnaðir skammbyssum, skutu ann- an bróðurinn, André Guerini, til bana í fyrra úti á götu, meðan ver- ið var að fylla hjá honum bíltank- inn á stöð. Meðan verið var að leita að morðingjanum, gaf Mémé sjálf- ur höggstað á sér og lögreglan hremmdi hann. Alain virðist eiga fullerfitt með að greina á milli veruleikans og myndanna, sem hann leikur í, svo sem Rocco og bræður hans. Og eft- ir fyrstu yfirheyrsluna hefur Nathal- ie kona hans fátt sagt um Markovics- málið. Stevan var óspar að gorta af því við vini sína að Madame Del- on væri skotin í honum, og fannst engum það ótrúlegt, þar eða Marko- vic þótti mikið kvennagull. Málið gefur mönnum innsýn í ótrúlega viðurstyggilegan heim glæpa og lasta. Svo viðurstyggileg- an að erfitt er að finna til samúðar með nokkrum, sem hlut á að máli. Jú, einum að minnsta kosti er hægt að vorkenna: Anthony litla syni Alains og Nathalie, sem nú er fjög- urra ára. Omar Sharif... Framhald af bls. 29. Ali og gerði það svo vel, að hann hlaut Oscarverðlaun í Hollywood. Hann var kjörinn „bezti með- leikari ársins“. Eftir þetta keppt- ust leikstjórarnir um að fá hann til að leika í myndum þeirra, og kvenfólkið tók að tilbiðja hann. — Konur og ást er það sem ég. hef mestan áhuga á, segir Omar.. í viðurvist kvenna breytist. framkoma hans á augabragði: "•tbl VIKAN 33-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.