Vikan


Vikan - 27.12.1968, Blaðsíða 39

Vikan - 27.12.1968, Blaðsíða 39
^éííijícrtacminuí Framhald af bls. 23. — Michael, það hlýtur að vera einhver svikari í kunningjahóp ykkar, sagði Soames og gaut um leið augunum reiðilega til Francis Wilmot. Þessi Ameríkani gat varla verið við þetta mál riðinn, en það var honum þyrnir í augum að þau Michael og Fleur höfðu veitt þessum mági Jons Forsyte húsaskjól. Það var fyrst þegar hann var orðinn einn með tengdasyni sínum á heimili ungu hjónanna, að hann dró blaðið upp úr vasa sínum. Winifred, sem var í heimsókn, kom hljóðlega inn í stofuna. Hún gægðist líka í blaðið, meðan Michael var að lesa greinina, og gretti sig. - Það er greinilega kvenmaður sem hefir skrifað þessa grein, sagði Michael. Er það hugsanlegt að nokkurt blað láti prenta það sem einhver kvensnift hefir skrifað? sagði Soames, og var svo furðulegur á svip- inn að Winifred fór að hlæja. Michael svaraði ekki. Það var alveg vonlaust að ræða þessu lík málefni við tengdaföðurinn. — Ég fer beina leið á blaðið, sagði Soames. — Ég vil fá að vita hver það er! -— Gerðu það ekki Soames, sagði Winifred. — Sem betur fer verður þér ekki sagt það, sagði Michael. Hann var dálítið hugsandi út af æsingnum í rödd tengdaföður síns. - Sem betur fer? endurtók Soames. — Hvað áttu við með því? Michael tautaði eitthvað um skoðanafrelsi, og varaðist að láta bera á því að hann var áhyggjufullur, ekki vegna blaðaskrifanna, heldur út af þeirri stefnu sem Fleur hafði tekið í samkvæmismálum. Hann var stöðugt meira undrandi yfir því að hún reyndi að safna að sér þekktu fólki og reyndi að vera umburðarlyndur, þegar hún talaði af mælsku um fátækt og eymd og misrétti í þjóðfélaginu, meðan hún sjálf jós út peningum til allra átta! Hún var mjög lagleg, rautt hárið ljómaði eins og geislabaugur um höfuð hennar, röddin var skær og hvell. Soames stóð undir málverki eftir Fragonard, sem hann hafði sjálfur gefið Fleur, og heyrði hvert einasta orð sem talað var. Er hún ekki stórfurðuleg þessi litla frú Mont? Þetta er eng- inn smávegis rembingur Hún er ekkert annað en höfðingjasleikja. Og hún ætlar að hafa opið hús vikulega. Til þess þarf bæði yfir- burði og persónuleika, en hún hefir hvorugt.... En hún hefir nóga peninga, sagði sá sem rætt var við blátt áfram. —- Það er eiginlega stórfurðulegt að Michael, sem er svo prýði- legur í alla staði, skuli hafa fallið fyrir henni. Hefirðu heyrt um Foggartismann? Það er eitthvað sem fjallar um hungur og fátæk börn.... það er svo leiðinlegt að maður getur geispað sig í hel við að hlusta á þann þvætting. Það var eins og unga konan hefði það á tilfinningunni að einhver væri að virða hana fyrir sér. Hún snarsnerist á hæl og mætti níst- andi augnaráði frá stálgráum og ísköldum augum. Það fór kulda- hrollur um hana. Hún sá hrukkótt andlit með óvenjulega sterk- legri höku og svipurinn var svo hörkulegur að hún hopaði ósjálf- rátt aftur á bak. — Hver er þetta? spurði hún fylgdarmann sinn, um leið og þau gengu burt. — Líklega einhver fátækur ættingi, sagði hann. En Soames hafði flýtt sér til Michaels. ■—■ Hver er þessi unga kona með rauðgullna hárið? — Það er Marjorie Ferrar, dóttir Lord Charles Ferrar. Það er hún sem er svikarinn, sagði Soames. — Fleygðu henni út! Michael glennti upp augun, skelfingu lostinn. — Hún er gestur okkar. Og þessutan er hún dóttir markgreifa. Það yrði hneyksli ársins. Þannig er ekki hægt að koma fram. — Svo? Ekki það? sagði Soames æstur og ruddist í gegnum mannþröngina þar til hann kom til stúlkunnar, sem hafði vakið reiði hans. Michael fylgdi honum eftir, mjög áhyggjufullur, og kom mátulega snemma til að heyra hann segja, lágri en ákveðinni rödd: — Þér voruð svo elskuleg að kalla dóttur mína höfðingjasleikju á hennar eigin heimili, fröken. Viljið þér gjöra svo vel að hafa yður á brott héðan. ____________/ 61. tbi. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.