Vikan


Vikan - 27.12.1968, Blaðsíða 41

Vikan - 27.12.1968, Blaðsíða 41
— Hefirðu lögfræðing? — Ekki ennþá. — Þá skal ég fá lögfræðing minn til að flytja málið fyrir þig. Hann skal svei mér hita þeim í hamsi.... Soames Forsyte var eiginlega farinn að vona að hið leiðinlega atvik í samkvæminu hjá Fleur legðist í gleymsku. Þessvegna kom það eins og reiðarslag þegar Michael tengdasonur hans hringdi til hans í Mapledurham og sagði honum að Fleur hefði verið stefnt fyrir meiðyrði. Það leit út fyrir að hún hefði skrifað nokkur bréf, þar sem hún hefði notað móðgandi orð um Marjorie Ferrar, eins og að slíkar kvensniftir væru verri en eiturslöngur, og annað því líkt. Soames fannst kuldastraumur hríslast niður eftir bakinu. — Ég var búinn að biðja þig að hafa gát á henni, — passa að hún færi ekki að kljást við þessa kvenpersónu. Ég veit það, sagði Michael, með einstakri þolinmæði. — En Fleur dettur ekki í hug að spyrja mig ráða í hvert sinn sem hún skrifar einhverri kunningjakonu sinni. Mér finnst þetta hræðilega leiðinlegt. Hún neitar blátt áfram að biðja Marjorie afsökunar. Það er því ekki hægt að komast hjá málsókn .... Ég skal tala við hana. Ég kem til borgarinnar i kvöld. Hefir hún nokkrar sannanir fyrir þessum ummælum? — Já, hún segir.... — Nei, nei, segðu ekkert í símann, sagði Soames þurrlega og lagði á. Þessar kvensniftir voru spilltar af dekri. Héldu sig geta sagt hvað sem var. Hann fór út og æddi fram og aftur um gras- flötina. Nú varð hann að láta hendur standa fram úr ermum. Hann varð að safna gögnum til að skjóta þessari stelpu skelk í bringu. Það er auðvitað ósmekklegt, en um annað var ekki að ræða, til að koma í veg fyrir það að Fleur yrði dregin fyrir dómstólana. Á hinn bóginn gat Soames heldur ekki sætt sig við þá tilhugsun að Fleur yrði lítillækkuð til að biðja þessa rauðhærðu kettu afsökunar. Þegar hann kom til borgarinnar var Fleur miklu vingjarnlegri við hann en síðast. Sér til mestu undrunar sá hann að dóttir hans var í ljómandi skapi. — É'g reikna ekki með því að þú hafir í huga að taka orð þín aftur, sagði hann, og var frekar þurr á manninn. —- En þú verður að vera undir það búin að sanna mál þitt, sanna að það sem þú skrifaðir hafi við rök að styðjast. — Ja, hún fór, til dæmis, til Parísar með eiginmanni einnar vinkonu minnar, sagði Fleur hugsandi. — Anabel sagði mér það sjálf. — Getum við kallað hana sem vitni? spurði Soames. Hamingjan góða, nei, það getum við ekki. Anabel hefir sjálf lent í ýmsum ævintýrum, sagði Fleur, með umburðarlyndisbrosi. — Hún myndi aldrei segja neitt misjafnt um manninn sinn .... Það er líka margt annað, Marjorie hefur ekki sem bezt orð á sér. — Gott, sagði Soames, og var nú ákveðinn á svipinn. — Reyndu að afla allra þeirra upplýsinga sem þú getur, til að klekkja á henni. En ég skal, aftur á móti, fá þann bezta lögfræðing, sem hægt er að fá fyrir peninga...... Francis Wilmot hafði mætt örlögum sínum. Hann var yfir sig ást- fanginn af Marjorie, og dagar hans fóru í það að eltast við hana, en hún færðist undan, þótt hún annað veifið gæfi honum undir fót- inn. Loks kom þó að því að hún viðurkenndi fyrir honum að hún væri trúlofuð. Hún sagði honum hreinlega að hún væri svo skuld- um vafin, og að hún gæti ekki hugsað sér að lifa á ástinni einni saman. Francis bauð henni strax allar eigur sínar, en hún andvarpaði og sagði að peningar hans hrykkju skammt. Francis var ekki millj- ónamæringur. Nei, MacGowan var eina hjálparhellan. . . . Nokkru seinna fékk Fleur bréf frá Hotel Cosmopolite. Það hljóð- aði svo: Kæra frú! Við biðjum yður að afsaka að við tökum okkur það bessaleyfi að ónáða yður. Þannig er mál með vexti að ungur Ameríkani, hr. Francis Wilmot, sem hefur búið hér á hótelinu, síðan í októ- berbyrjun, hefur orðið mjög veikur af lungnabólgu. Læknirinn álítur ástand hans ískyggilegt. Við neyddumst til að athuga skil- ríki hans og fundum þá nafnspjald yðar. Við leyfum okkur því að snúa okkur til yðar, til að vita hvort þér getið eitthvað að- stoðað okkur í þessu máli. .. . Fleur var gröm þegar hún reyndi að lesa hina ólæsilegu undir- skrift. Jon hafði sent mág sinn til hennar, til að skýra frá hjóna- bandshamingju hans, og svo hafði Marjorie, sem hún hataði af öllu hjarta, náð honum á sitt vald. Hversvegna gat þessi gála ekki sinnt honum í veikindunum? En vesalingurinn lá þarna einmana, á hót- sem hver hugsandi maður, ekki sízt kvenfólkið, þarf að kynna sér: STAÐA KVENNA í HEIMILI OG ÞJÓÐFÉLAGI Samið, þýtt og staðfært af Sigríði Thorlacius ritstjóra, sem einnig er kennari námskeiðsins. 4 bréf. Námsgjald kr. 400.00. Útfyllið pöntunarseðilinn og sendið oss. ■\ Undirritaður óskar að gerast nemandi í eftirt. námsgr.: □ Vinsamleg. sendið gegn póstkröfu. □ Greiðsla hjálögð kr. (Nafn) (Heimilisfang) ' BRÉFASKÓLI sis & ASÍ SAMBANDSHÚSINU REYKJAVÍK y eli í ókunnri borg. Francis var hálf . . . Fleur náði strax í bíl og ók til gistihússins. meðvitundarlaus. Þegar hann sá Fleur tautaði hann: — Farðu burt, láttu mig í friði. Ég vil deyja .... Fleur lagði hönd sína á heitt enni hans. Varir hann bærðust stöð- ugt, en hún gat ekki greint hvað hann sagði. Skömmu síðar, þegar hún yfirgaf herbergið, kom þjónustustúlka til hennar og rétti henni bréf. — Ég fann þetta þarna inni, sagði hún. Á ég að sýna lækninum það? Fleur tók bréfið og las: Vesalings drengurinn minn! Þú hlýtur að skilja að ekkert getur orðið úr sambandi okkar á milli. Farðu heim til þín og hugsaðu ekki meir um mig. Ég get ekki komið með þér, ég verð að vera hér og halda mér við Skotann minn. Það er tilgangslaust að tala um þessa miklu ást, þegar maður er eins og ég. Þú skalt ekki koma oftar til mín. Þín (í augnablikinu) hrygga Marjorie. — Nei, þér skuluð geyma það, sagði Fleur, og rétti stúlkunni aftur bréfið. — Látið herra Wilmot fá það, ef honum batnar. Ann- ars skuluð þér brenna það. Ég hef ekki skrifað þetta bréf, bætti hún við, og brosti. Það er eiginlega furðulegt hvað trúlofunartilkynning í blöðunum getur haft mikil áhrif. Lánstraust Marjorie rauk upp til skýjanna, eins og nýr olíubrunnur. Nú voru það ekki reikningar og rukkunar- bréf sem bárust með póstinum, heldur blóm og hamingjuóskir. En einn m.orguninn kom samt bréf sem var annars eðlis. Það var nafn- laust, og Marjorie varð undrandi yfir innihaldinu. Francis Wilmot liggur alvarlega veikur af lungnabólgu á Hotel Cosmopolite. Læknirinn álítur að hann lifi það ekki af. . . Hún þekkti strax skriftina, það var Fleur sem hafði skrifað bréfið. Hún fékk hjartslátt og henni lá við köfnun. Var það skylda hennar að fara þangað, -—• hún sem óttaðist dauðann? En hún var vön að taka fljótar ákvarðanir. Tíu mínútum síðar sat hún í bíl, á leið til hótelsins.... Francis var kominn yfir mestu hættuna og svaf nú loksins vært, þegar Marjorie barði að dyrum á hótelherbergi hans. Það var Fleur sem opnaði fyrir henni, en lokaði strax dyrunum að svefnherberg- inu, svo þær stóðu tvær einar í litla anddyrinu. 51. tbi. VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.