Vikan


Vikan - 27.12.1968, Blaðsíða 43

Vikan - 27.12.1968, Blaðsíða 43
Þær virtust báðar vera búnar að gleyma fyrri fjandskap, og voru aðeins ósköp klaufalegar. — Hann er mjög veikburða, sagði Fleur. — Fáið yðúr sæti, með- an ég fer inn og undirbý komu yðar. Hún gekk inn í herbergið og lokaði vandlega dyrunum á eftir sér. — Francis, það er kona hér frammi, sem gjarnan vill finna þig. Þú skilur líklega hver það er? Francis opnaði augun, sem voru undarlega skær. — Ef ég var ekki nógu góður handa henni áður, þá er ég það sannarlega ekki núna. Segðu henni að ég ætli ekki að fremja fleiri heimskupör. . . . Hann talaði hægt en skýrt. —- Þakkaðu henni samt fyrir komuna. Fleur var gráti næst. Hún fór fram og sagði: -— Hann þakkar yður fyrir komuna, en hann vill ekki tala við yður. "Ég bið yður að afsaka að ég skyldi ómaka yður til einskis. — Nær hann sér eftir þetta? sagði Marjorie, og það var ekki laust við að varir hennar titruðu. — Ég . . . já, það held ég. Hann sagðist ekki ætla að fremja fleiri heimskupör. ... Já, það voru hans eigin orð. Marjorie var búin að opna dyrnar fram á ganginn, en sneri sér svo við. — Eigum við ekki að semja frið? sagði hún. Nei, sagði Fleur, og eitt. andartak varð dauðaþögn. En svo rak Marjorie upp snöggan hlátur og fór. Bella Magussie var af amerískum uppruna, en ákaflega skemmti- leg og örugg húsmóðir í samkvæmum sem hún hélt á glæsilegu heimili sínu. Það kom fyrir að fólk skemmti sér í laumi á kostnað þessarar sérvitru, auðugu ekkju, en enginn sem var boðinn í sam- kvæmi hennar lét hjá líða að sækja þau. Það var öruggt að þar var hægt að hitta frægt fólk og kynnast sérkennilegum persónuleikum. Aðalaðdráttaraflið í fyrsta kvöldboðinu hjá henni, árið 1925, var hinn frægi, ítalski fiðluleikari Luigi Sporza. En fyrir utan hann var fullt af listamönnum, vísindamönnum, lögfræðingum og rithöfund- um. Yfirleitt var þar samankomið það fólk sem helzt var í fréttun- um meðal hástéttarinnar og fegurstu og glæsilegustu konur sam- kvæmislífsins. Þegar Michael var á leiðinni upp stigann, sem lá að stóra sam- kvæmissalnum, var hann hálfórólegur, hræddur við það hvað kvöld- ið bæri í skauti sínu. Daginn áður hafði verið kveðinn upp dómur í meiðyrðamáli Marjorie Ferrar gegn Fleur, eftir mikinn málarekst- ur. Þótt Fleur hefði sigrað var það greinilegt að almennt voru sam- eiginlegir kunningjar beggja frekar á bandi Marjorie. Frá því að dómurinn var kveðinn upp hafði Michael gert allt sem í hans valdi stóð til að leyna áhyggjum sínum. Honum var það ekki ljóst hversvegna Fleur hafði lagt svo mikið upp úr því að fara í þetta samkvæmi, hvort það var til þess að komast að því hvar hún stæði, eða hvort það var eingöngu venjuleg skemmtanafíkn hennar. Yndislegt andlit hennar ljómaði af ánægju, hún heilsaði brosandi til beggja hliða, þegar hún smeygði sér í gegnum gestaþvöguna. f þrengslunum hafði Michael orðið nokkuð aftur úr, og nam snöggv- ast staðar til að tala við einn samherja sinn í stjórnmálunum. Skyndi- lega þagnaði kunningi hans og sagði: Þarna kemur mótstöðumað- ur ykkar frá réttarsalnum. Líttu á hana, Michael. Marjorie Ferrar, klædd sægrænum, glæsilegum kvöldkjól, hafði staðið hnakkakert og talað við Luigi Sporza, þagnaði í miðri setn- ingu, gekk nokkur skref og staðnæmdist rétt hjá Fleur, og stóð þar með ögrandi svip. — Ég verð að flýta mér til konunnar minnar, sagði Michael og flýtti sér af stað. Það varð dauðakyrrð í salnum. Athygli allra beindist ósjálfrátt að þessum tveim ungu konum. Sumir kipruðu varirnar háðslega, aðrir hvísluðu saman, forvitnin skein út úr hverju andliti. Marjorie var brosandi, eins og þetta snerti hana alls ekki, en Fleur hélt á blómi, sem hún sneri milli fingranna. Þetta var einvígi, sem hófst, án undangenginnar áskorunnar, þær létu sem þær tækju ekki hvor eftir annarri. En allt í einu fór mannfjöldinn að þynnast kringum Fleur og þok- aðist hægt í áttina til Marjorie. Michael lét móðan mása og Fleur fitlaði við blómið, en Marjorie þokaðist með hirð sína yfir í annan enda salarins. Var þetta aðdáun og samúð með Marjorie eða andúð á Fleur og Michael? Michael sá að Fleur fölnaði, brosið varð stirðara og fingurnir krepptust utan um blómið. Það var ekki hægt að misskilja svip- brigðin á andlitunum í kringum þau. Michael gekk hratt til Fleur, tók undir arm hennar og sagði, mjög ákveðinn: — Nú förum við. Það ríkti dauðaþögn í bílnum, á leiðinni heim. Michael vissi ekki hvað hann átti að segja. Hann laumaðist til að þrýsta hönd hennar, en fingurnir voru dofnir og kaldir í lófa hans. Og bezta samtals- efnið, þegar illa lá á henni, Kit, litli sonur þeirra, „ellefti barón- inn“, dugði ekki í seinni tið til að koma henni í gott skap. Fleur 3#ppas Zoppas uppþvottavélin getur bæði staðið frítt á gólfi (hún er á hjólum) eða verið byggð inn í eldhúsinnréttinguna. Vélin tekur fyrir 6—8 manns með pottum og getur tekið inn á sig annað hvort heitt eða kalt vatn. Zoppas vélarnar eru ítalskar, framleiddar í samvinnu við banda- rískt heimilisfyrirtæki. Ársábyrgð. — Verð kr. 32.700. — Greiðsluskilmálar. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. - AÐALSTRÆTI 18 SÍMI 16995. léði því ekki eyra, þegar hann reyndi að dreifa áhyggjum hennar. Hann hafði aldrei séð hana eins hrífandi, eins og litlu eftir að þau komu heim og' hún hné niður í stól. Hann settist andspænis henni og var yfirkominn af þeirri lamandi tilfinningu að vera þess ekki megnugur að geta rétt henni hjálparhönd. Honum var alveg sama um þessa svokölluðu félagslegu hlið málsins, áhyggjur hans snerust aðeins um hana sjálfa.... Allt í einu sagði hún: Það er greinilegt að þú tekur þetta ekki nærri þér? Ef þú gerir það, Fleur, þá þykir mér það afskaplega leiðin- legt. En segðu mér hreinskilnislega hversvegna þú í raun og veru hefur áhyggjur af þessu? - Við skulum ekki ræða um það, sagði Fleur bitur. Mig lang- ar ekki til að beina athyglinni að því sem Marjorie dróttar að mér, að ég sé höfðingjasleikja. — Ég veit að þú hefur yndi af því að umgangast fólk, og vilt gjarnan að því sé vel við þig, en það er ekki það sama og að vera höfðingjasleikja. En það er svo margt annað sem er hrífandi í fari þínu, bætti Michael hlýlega við. — Það er eðlisgreind þín og gáf- ; ur, ást þín á Kit og það hvernig þú umberð mig. — Ég er hrifnari af þér en þig grunar, sagði Fleur. — Ég er bara fædd með þeim ósköpum að ég get ekki elskað aðra í einlægni. Ég er sjálfselsk, ég elska aðeins sjálfa mig. Hann rétti hendurnar í áttina til hennar. —- Ástin mín, þetta seg- ir þú aðeins vegna þess að þú ert í æstu skapi í kvöld. Fleur hallaði sér aftur á bak, svo ljósið féll yfir hvítan hálsinn og fagurlega lagaðar axlirnar. — Ég hef engar gyllihugmyndir um sjálfa mig, sagði hún með grátstafinn í kverkunum. — Michael, elsku Michael, — ég bið þig, — taktu mig í burtu héðan um stund. Kit rak skeiðina niður í grautinn sinn, og litla andlitið varð að einni grettu þegar hann reyndi að stýra skeiðinni upp í sig. Barn- fóstran sagði í áminningarróm: — Svona, svona, nú á iitli vinur- inn að vera góður drengur og borða fallega, meðan mamma er á ferðalagi. Drengurinn skellti skeiðinni ofan í diskinn svo grauturinn skvett- ist í allar áttir. 5i. tbi. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.