Vikan


Vikan - 27.12.1968, Blaðsíða 45

Vikan - 27.12.1968, Blaðsíða 45
flekkur, niðri í undirdjúpinu, öfug spegilmynd striðsins uppi á gljúfur- barminum. E'itt sekúndubrot ímyndaði hún sér að hún heyrði þær falla, þeytast ofan í gljúfrið. Henni fannst hún líka finna fallið, finna þegar hún skylli i straumhart fljótið. Svo rak hún ennið í grein og vaknaði af þessum hættulega dvala. Afturhófar Wallis voru aðeins þumlunga frá hengifluginu, en nú gat Angelique ekki hugsað sér að láta undan. Hún fann hendur Honorine um mitti sér og Það knúði hana til dáða. Henni fannst að öli meðvitund hennar og skýrleiki væru saman komin i þessum höndum. Hún vissi hvað hún varð að gera. Hún slakaði takið á taumunum og sleppti þeim að fullu. Þegar hesturinn skynjaði þetta, hristi hann höfuðið, undrandi yfir þessu nýfengna frjálsræði. Svo knúði Angelique hestinn sporum af svo miklu offorsi að blæddi úr síðum hans, en hryssan stökk fram á við og fjarlægðist hengiilugið ofurlitið. Angelique heppnaðist að stýra skepnunni upp á stíginn, þar sem hún stóð titrandi. En fallið vofði ekki lengur yfir þeim, þótt risaskjaldbakan væri þarna enn og lokaði leiðinni. —- Það er bara skjaldbaka! Það er bara skjaidbaka! hrópaði Angelique, eins og hún vonaðist til að hryssan heyrði til hennar. Hún heyrði ekki sína eigin rödd og fann nú sársaukann í handleggjum og fólurn, en hún hafði öll stífnað upp, þegar hún var að reyna að íáða við Wallis. Myndi enginn koma og reyna að halda fyrir hana hestinum, eða losa hana við þessa hræðilegu skepnu sem lokaði henni leið? Indíánarnir stóðu hreyfingarlausir i kringum hana. Hún hefði getað haldið að þeir væru styttur, hefði ekki giitrað i möndluaugu þeirra. Þeir höfðu horfl á hana berjast í návigi við dauðann, starað á hana með drumbslegu skeytingarleysi, sem jafn dularfullu fólki og þeim virtist furðulega ein- kennileg, svo fannst henni að hún greindi ótta og lotningu i fasi þeirra En þessir Indíánar virtust hreint ekki raunverulegir, þeir voru ótrúlega fjarla-gir henni. Hinum megin við þennan múr af hljóðum, sem gerði daufa og dumba anda úr þeim öllum. Engu að síður náði þungur daunn- inn af heitri fitu og kjöti nösum hennar, næstum eins og það væri þefurinn af skjaldbökunni, af skóginum og gljúfrinu. Angeiique sneri sér að dóttur sinni og hrópaði til hennar að hypja sig af baki. Að lokum skildi barnið hana. Angelique horfði feginsamlega á liana hlaupa til þess Indíána sem næstur var. Nú var röðin komin að henni að stökkva af hestinum, en Það var ekki auðvelt. þvi Wallis var enn óróleg og bjóst stöðugt til að þjóta inn í runnana. Hún prjónaði aftur og það munaði ekki nema hársbreidd að hún greiddi Angelique höfuðhögg með þræljárnuðum framhófnum. Angelique stökk á höfuð hestsins og hélt fast utan um það með annarri hr vV, en greiddi hryssunni þungt högg á nasirnar með hinni, þannig l'iV'.ðist henni smátt og smátt að neyða hryssuna aftur upp að trján- nvn. Framar öllu öðru vakti fyrir henni að koma hryssunni burt frá þrssari skepnu, sem gerði hana svona skelfda. Ilrvssan bruddi mélir. Hálsklútur Angelique hendur og ermar, ailt var þetta gegnvætt af froðu úr munni hestsins. en hún tók ekkert eftir því og hélt áfram að greiða skepnunni hver höggið á fætur öðru. Að lokum var eins og Wailis róaðist. Hún skalf að visu og var enn froðufellandi, en hún lét viðgangast að hún væri bundir viö tré, hætti öllum ólátum og sprikii, og allt í einu hengdi hún hausinn í uppgjöf. Angelique langaði til að fara eins að. Þarna stóð hún. ótrúlega illa til reika, fötin vot af froðu og óhreinindum, en framar öllu varð hún að sleppa frá þessum djöfullega gný, einhvernveginn varð hún að komast í burtu. Hún gekk aftur upp á stiginn og nálgaðist sk.jaldbökuna. Indíánarnir hreyfðu ekki minnsta fingur. Það var eins og þeir hefðu skotið rótum að eiltfu. Skel skjaidbökunnar var eins og lítið fcorð og fæfurnir þaktir skriðdýrshreistri voru eins stórir og hönd fullorðins manns. Re’ði Angeiique varð jafnvel enn meiri en djúpstæð andstyggðin, sem hún hafði á þessu forsögulega skrímsli. En þegar hún nálgaðist byrjaði skjaldbakan að draga þennan forijóta haus aft.ur inn i skelina. Angelique skorðaði sig af og hratt skjaldbökunni út af stignum. Risa- skjaldbakan tók að renna niður hallann, valt um koll og hvarf síðan fram af hengifluginu. Og það var skjaldbakan, en ekki hryssan og mæðgurnar, sem endaði ofan i gljúfrinu með þungum skell. Angelique settist eins og dösuð og þurrkaði sér um hendurnar á dauðu laufi. Svo reis hún á fætur og fór að sækja hestinn. Hún teymdi hann upp brekkuna. þar til þau voru að lokum komin burtu frá gljúfrinu, sem næstum hafði orðið þeirra hinzta hvila. Hún kom upp á slétt.u, þakta af rauðu berjaiyngi og litlum, bláum grenitrjám, eins og hendi væri veifað hvarf fossgnýrinn, þær heyrðu aftur tifið i trjátítunum og söng fugla og vinds. Nú voru þau stödd i skemmtilegum dal við rætur fjallanna og i þessum dal voru þúsund vötn. Lítil á, full af gráum og bleikum steinum. skoppaði undan ballanum hægra megin við þau. Indi- 'ánarnir komu aftur í ijós og voru nú o.ftur orðnir óðamáia, þeir voru að deila um eitthvað sin á milli með fuglslegum hljóðum. ðngelique hevrði að Honorine var að gráta. Hún sté aftur á bak. Hún vildi gefa mik'ð til að mega láta fallast niður i berjalyngið og sofna, þótt ekki væri nema skamma hríð, en Wallis hefði örugglega notað sér tækifærið og flúið til frelsisins. —• Komdu, sagði hún við Honorine, lyfti henni upp í hnakkinn fyrir framan sig, snýtti henni. burrkaði tárvott andlit hennar. kyssti hana og þrýsti henni að sér, svo kom hún auga á de Peyrac greifa, sem sat á hesti sinum aðeins nokkur skref í burtu, en liann hafði snúið við ásamt sonum þeirra og flestum karlmönnunum. — Hvað gengur á? — Ekkert, svaraði Angelique náföl. Hún var með rautt strik á enn- inu, þar sem hún hafði rekizt á greinina. Þar sem hún stóð þarna í óhreinum fötunum með kjökrandi dóttur sína og blóðið streymandi úr munnvikum hryssunnar, fann hún ákaf- lega fyrir því hve aumleg sjón hún hlyti að vera i augum manns, sem var óvanur því að þurfa að burðast með fjölskylduna með sér á ferða- lögum. — Mér var sagt að við hefðum rekizt á Iroka, hélt Joffrey de Peyrac áfram. Angelique hristi höfuðið. Sem betur fór færði vindurinn burtu viður- styggilegan dauninn af villimönnunum, sem komið höfðu mjög nærri og útskýrðu nú 'af mesta ákafa, allt sem gerzt hafði. Florimond og Cantor stóðu I miðjum hópi þeirra og nutu nú til fulls kunnáttu sinnar í Indíánamállýzkunni. Framhald í næsta blaði. 51. tbi. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.