Vikan


Vikan - 27.12.1968, Blaðsíða 50

Vikan - 27.12.1968, Blaðsíða 50
PÉR SPARID MEDÁSKRIFT Þ£R GETIÐ SPARAÐ FRÁ KR. 7.50 TIL KR. 15.38 MEÐ ÞVÍ AÐ GERAST ÁSKRIFANDI AÐ VIKUNNI OG ÞÉR ÞEKKIÐ EFNIÐ: VXKAN ER HEIMILISBLAÐ OG í ÞVÍ ERU GREINAR OG EFNI FYRIR ALLA Á HEIMILINU, — UNGA OG GAMLA, SPENNANDI SÖGUR OG FRÁSAGNIR, FRÓDLEIKUR, FASTIR ÞÆTTIR O.FL., O.FL. Vinsamlegast sendið mér Vikuna í áskrift r □ 4 TOLUBLÖÐ Kr. 170.00. Hvert blað á kr. 42.50. 3 MÁNUÐIR - 13 tölubl. - Kr. 475.00. Hvert blað á kr. 36.58. 6 MÁNUÐIR - 26 tölubl. - Kr. 900.00. Hvert blað 6 kr. 34.62. Gjalddagar fyrir 13 tölubl. og 26 tölubl.: 1. febrúar — 1. maí — 1. ágúst — 1. nóvember. Skrifið, hringið eða komið. VIKAN SKIPHOLTI 33 PÖSTHÖLF 533 REYKJAVÍK SfMAR: 36720 - 35320 n i i i j Napoleon stal frá mér Framhald af bls. 9. svarar hiklaust: Greinilega var okkur gleymt að því sinni. Málarekstur útaf arfi þessum er þegar orðinn allmikill. Lengi leit ekki út fyrir að neinn lög- fræðingur vildi taka málið að sér. En svo kom einn, en hann vildi fá eina milljón króna og sjö hundruð þúsundum betur í fyrirframgreiðslu. Svo mikið gátu arfkröfuhafarnir ekki skrapað saman. En síðan kom franskur lögfræðingur og hafði samband við Peter Tirier. Hann taldi vinningsmöguleikana góða og tók þegar til óspilltra mál- anna. Heppnist honum að fá féð greitt, fær hann vissa prósentu af arfinum í ómakslaun. Peter Tirier er fæddur í Rúm- eníu, og hann segir rúmensku stjórnina einnig hafa áhuga fyrir að leysa út milljarðana. Stjórnin hefur boðið hjálp sína til þess gegn fjórðungi arfsins. f fyrra heimsótti Peter rúmenska kon- súlatið í Köln og fékk þá stað- fest að Rúmenía stæði ennþá hans megin í málinu. Systur á Peter sem fer sínar eigin leiðir í arfheimtunni. Hún heitir Maria Tirier, býr í Banda- ríkjunum, og hefur leitað aðstoð- ar Vatíkansins. Einnig hún lofar tuttugu og fimmprósent ómaks- launum. * HvaS á að leyfa ... Framhald af bls. 19. sinn gang og þeir fái þar litlu sem engu ráðið. Þeir þora ekki að inn- ræta börnum sínum ákveðnar kenn- ingar um lífsmáta, trú og siðferði af ótta við, að allt þetta breytist kannski á örfáum árum og hið gamla verði hlægilegt, þegar hið nýja hefur rutt sér til rúms. Ég held að hið bezta, sem ég get ráðlagt þeim foreldrum, sem eru sannfærðir um að sjón- varp og kvikmyndir hafi slæm áhrif á börn þeirra, sé að þeir fari sínu fram og fylgi þeim reglum, sem þeir telja, að séu barninu fyrir beztu. Umfram allt þurfa þeir að varast að láta börnin sjálf ráða eða skoðanir nágrannanna. Þegar börnin vilja fara í bíó á sunnudegi, eiga foreldrarnir að athuga, hvaða mynd þau ætla að sjá og afla sér upplýsinga um hvernig myndin er og um hvað hún fjallar. Þetta má gera með því að athuga gagnrýni í blöðum eða hrein- lega hringja í kvikmyndahúsið. Á sama hátt eiga foreldrar að athuga vandlega dagskrá sjónvarpsins, sem hægt er að fá viku fram í tímann. Sjónvarpið hefur öll skilyrði til þess að verða öflugasta uppeldis- og fræðslutæki, sem fundið hefur verið upp, síðan skólar voru á stofn settir og bókagerðarlistin kom til sögunnar. Foreldrunum ber skylda til að sjá svo um, að börn þeirra njóti kosta þessa undratækis, en ekki galla þess. ☆ 50 VTKAN 51- tM- L3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.