Vikan


Vikan - 25.09.1969, Side 6

Vikan - 25.09.1969, Side 6
pósturinn Blaðamennska Kæri Póstur! Eins og geysimargir aðrir er ég heldur óánægður með það starf sem ég er nú í; ég er pípu- lagninganemi. Það sem mig lang- ar að gera, er að verða blaða- maður. Hvaða menntun þarf maður til að geta orðið blaða- maður og hvar getur maður lært til þess? Takk. Pípus. Langflestir aðilar hér á landi, það er að segja blöðin, krefjast þess af blaðamönnum sínum að þeir hafi stúdentspróf. Nám- skeið var haldið sl. vetur, og var það inngönguskilyrði, þó með nokkrum undantekningum. Að- alatriðið er að hafa áhuga og að vera sæmilega ritfær, ásamt góðri íslenzku, ensku og dönsku, þýzku, frönsku etc.-kunnáttu. — Annars eru skólar af þessu tagi um allan heim nema hér. Skrif- aðu Blaðamannafélagi íslands, Vesturgötu 25, Reykjavík. Ást í meinum Kæri Póstur! Eg hef aldrei skrifað þér, en nú er ég í stökustu vandræðum. Ég er agalega hrifin af strák sem býr úti á landi. Ég hef verið það í nokkra mánuði en þar sem ég bý annars staðar en hann, þá get ég ekki komizt í kynni við hann. Ég veit að hann er líka hrifinn af mér því hann hefur spurt fólk sem ég þekki um mig. Eg er 18 ára en hann er 21. Eg get alls ekki gleymt honum. Kæri Póstur: Gefðu mér ein- hver góð ráð, án útúrsnúninga. Með fyrirfram þökk. Ein ástfangin. Geturðu ekki gleymt honum, nei! Það var og. Ég vil leyfa mér að halda því fram, að það sé ekki mikið að gleyma, þegar þú þekkir manninn ekkert og hefur aldrei komið við hann. — Væri ekki heillaráð að reyna að kynn- ast honum örlítið; bezt væri að það skeði „af tilviljun“ — sem liti út fyrir að vera af hans völd- um. En fyrst þarft þú náttúrlega að komast í annan hrepp: Hans hrepp — nú eða þá að fjallið komi til Múhameðs. .... Ástin verkar fitandi á þær.... Kæri Póstur! Ég ætla að biðja um ráðlegg- ingar frá þér. Hvað á ég að gera til að vera ekki feimin? Ég er með strák og hef verið með honum í lVa mánuð, en er samt ennþá feimin við hann. Svo er ég svo lítil: hvað á ég að gera til að stækka? Allur matur sem ég borða fer í fitu og hefur það verið þannig síð- astliðna 18 mánuði. Ég verð bráðum svo feit (og lítil) að ég get ekki hreyft mig. En ég get ekki farið til læknis því það þori ég ekki, en ég vona að þú getir gefið mér einhver önnur ráð. Jæja, blessaður og sæll. Lítill fitukeppur. P.S. Afsakaðu skriftina, kriál- ið og villurnar. — Sama. I»að er aðeins tvennt, sem ég get ráðlagt þér: hertu upp hug- ann (þá verður þú ekki lengi feimin) og farðu til læknis — eða hættu að borða svona mik- ið. En þessi fita þín er satt að segja nokkuð grunsamleg — ekki sízt þegar þú þorir ekki til læknis. Einkennileg niSurröSun Kæri Póstur! Mig langar til að koma á fram- færi kvörtun vegna niðurröðun- ar dagskrárliða hjá sjónvarpinu okkar. Mér hefur oft fundizt hún einkennileg, en þó aldrei eins mikið og nú upp á síðkastið. Ég geri mér vel ljóst, að það hlýtur að vera anzi erfitt að raða dag- skrárliðum niður þannig, að þeir myndi skemmtilega heild og um leið sé tekið tillit til allra ald- ursflokka hinna geysimörgu og ólíku sjónvarpsnotenda. En um daginn fannst mér keyra um þverbak. Þá var sýnd kvikmynd, sem var bönnuð fyrir börn ■— snemma kvölds, en síðan lauk dagskránni á hinum ágæta þætti Leonards Bernsteins, sem er einmitt ætlaður börnum! Mér finnst, að sjónvarpið ætti að hafa það fyrir reglu að sýna kvikmyndirnar alltaf síðast 1 dagskránni. Sá háttur var hafð- NYTT FRA RAFHA 56 LfTRA OFN MEÐ UÓSI, yfir- og undirhita stýrt meS hita- stilli. Sérstakt glóSarsteikar- element (grill). Klukka með Timer. ---------------------1 6 VIIvAN 39- tbl-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.