Vikan


Vikan - 25.09.1969, Qupperneq 9

Vikan - 25.09.1969, Qupperneq 9
RÓSU INGÓLFSDÓTTUR má skrifa ábyrga fyrir klukkurammanum fræga, fyrir „afsak- ið hlé“ og fleiri skilti sem birtist á skermin- um. Rósa er nefnilega teiknari sjónvarpsins og þarf ekki að skammast sín fyrir það. | TEXTI: ÓMAR VALDIMARSSON MYNDIR: SIGURGEIR SIGURJÓNSSON SJÓNVARPSSTÚLKUR A BAK VIÐ SKERMINN Fæstir gera sér sennilega grein fyrir því hversu mikil vinna liggur á bak við hverja og eina útsendingu íslenzka sjónvarpsins, og eflaust eru margir þeirra skoð- unar að eina fólkið sem eitthvað kveður að við stofnunina séu þulirnir. Það er auð- vitað hin mesta fjarstæða, því starfsJið sjónvarps er nú farið að nálgast eitt hundr- að manns, bæði karlar og konur. VIKAN hefur áður gert sjónvarpsþulunum ýtarleg skil, en við sjónvarpið vinnur auk þeirra, myndarlegur hópur kvenna, sem margar gegna mikilvægum störfum. Á þessunr síðum ætlum við að leitast við að kynna þær. 4 Það er AUÐBJÖRGU ÖGMUNDSDÓTTUR að þakka að þeir sem koma fram í sjónvarpi eru ekki eins og hvitar skellur á skerminum. Auðbjörg er sem sé snyrtidama (sminkari) í stóra húsinu við Laugaveginn, og það er liún sem smyr alla þá sem koma fram — svo framarlega sem það er tekið í upptökusal sjón- varpsins. AUÐUR ÓSKARSDÓTTIR er aug- lýsingastjóri sjónvarpsins. Starf hennar er að safna auglýsingum í sjónvarpið, koma þeim á framfæri og raða þeim nið- ur í auglýsingatímana. Hún bendir við- skiptavinum á aðila sem gera sjónvarps- auglýsingar og gefur góð ráð í því sam- bandi.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.