Vikan


Vikan - 25.09.1969, Síða 37

Vikan - 25.09.1969, Síða 37
^JVLeltose’s te^ Melföse’s te^ ^gleöurydur kvöldé og morgna^ Hvað er betra á morgnana eða á mæðusömum vinnudegi? Lífgar hugann og léttir skapið. Og hvað er betra á kvöldin? Orvar samræður og rænir engan svefni. Notalegur og hagkvæmur heimilisdrykkur. Fljótlagað, fæst í þægilegum grisjupokum. Fyrir utan höll Kumari rákumst við á annan guð, — Shiva, hinn alls- ráðandi í Katmandu. Hann' stóð á miðju grænmetistorginu og át blóm- kál! Enginn gerði tilraun til að flæma hann burt, — Shiva er mjög heilagur! Shiva er einhver stærsti uxi sem ég hef séð. Ég gekk að honum, tók í hornin á honum að gamni mínu, en kona mín tók mynd af okkur. Geysileg öskur frá viðstöddum komu mér til að hætta þessum leik. Shiva er of heilagur. Á leiðinni til gömlu konungs- hallarinnar hittum við fleiri guði á götunum. En þeim var ekki sýnd svo mikil virðing. Til dæmis hvítu kýrnar; þær fengu ekki leyfi til að hnupla svo mikið sem kartöflu í friði. Það hefði verið öðruvísi ( Indlandi, en Katmandu er borg Shiva ... Við skoðuðum Bairab hinn hræði- lega, og musteri sem var skreytt myndum um ástina, á leið okkar til konungshallarinnar. Tveir vopnaðir verðir gættu hliðsins að hallargarðinum. Leið- sögumaðurinn kallaði til mín við- vörunarorð, en ég hélt áfram í átt- ina til varðanna. En þegar ég var að komast framhjá þeim þá gripu þeir mig og fleygðu mér marga metra í burtu. Þeir voru báðir æstir, og ég beið eftir að þeir hristu mig rækilega, en þá slepptu þeir takinu, og flýttu sér að taka stöðu við hliðið. Ég lá á steinlagðri stéttinni, alveg undr- andi. Hvað hafði skeð? Varðmennirnir stóðu teinréttir, og í sama bili kom hvítur hestur út um hliðið. Ég náði því að taka mynd, og rétt á eftir var hesturinn kominn til mín og rak flipann í andlitið á mér. Ég flýtti mér að rísa á fætur, en þá fældist hestur- inn. Hann prjónaði og hneggjaði, og hvarf svo sömu leið til baka. — Fallegur hestur, sagði konan mín. — Hestur, stundi leiðsögumaður- inn. — Hestur? Þetta er guð, lif- andi guð. Sannarlega ekki hestur, það er af og frá! Ég hef aldrei séð hann áður. Hann býr í höllinni Síðar var mér sagt að hestguð- inum, eða guðhestinum væri stund- um hleypt út, og væri hann þá á beit í Katmandudalnum í nokkra daga. Fólkið keppist þá við að beita fyrir hann grasi og alls konar góð- gæti, því það er mikil hamingja ef guðinn heimsækir það Er þota guS? Það eru sem sagt 330 milljón guðir í Nepal. Það er ekki laust við að maður verði ragur við að yfir- gefa hótelherbergi sitt, þegar mað- ur fær slíkar fréttir. Hvað getur skeð ef maður stígur á heilagan maur, eða er ókurteis við heilagt tré? En við getum róað yður, það er alveg óhætt að fara til Nepal. Ver- ið aðeins vingjarnleg við öll dýrin, hegðið yður að öðru leyti eins og venjulega, og farið varlega í must- erunum. Það er sannarlega þess virði að fara til Nepal. En hvernig er það svo með íbúa Nepals? Trúa þeir á al'la þessa guði? Nei, — goðafræðin í Nepal er allt- of flókin. Fólkið á ,,þaki himins- ins" hefur leyst þetta vandamál á mjög einfaldan hátt. Hver fjöl- skylda hefur sinn guð, sem hún svo getur lánað öðrum, þeir skiptast líka á um guði. Fjöllin og skepn- urnar eru auðvitað öllum heilög. Lamatrúarbrögð eru þriðju aðaltrú- arbrögðin í Nepal, og að Dalai Lama og Panchen Lama undantekn- um, hafa þeir marga aðra og miklu grimmari guði. Alls staðar eru hættur, fólkið hrærist í andaheimi, og hefur mjög takmarkaða mögu- leika á að lifa hræðslulaust. Og stöðugt bætist við guðina í Nepal. Um þetta leyti hefur mikið verið rætt um þoturnar frá Thai- landi, sem fljúga yfir Nepal þrisv- ar í viku. Eru þær heilagar eða ekki? Flestir þykjast vera það upp- lýstir að þeir viti betur, konungur- inn flýgur, þótt það sé aðeins lítil einshreyfilsvél sem hann notar. Aðrir þykjast vita betur, og halda því fram að þotan sé ímynd guðs- ins frá Kanchenjunga, sem er einn af hæstu tindum Himalaya. 187 helgidagar á ári Fyrir nokkrum mánuðum var ritstjórnargrein í „The Rising Sun", dagblaðinu í Nepal, sem skrifað er á ensku, um það hvort nauðsynlegt væri að hafa 187 helgidaga á ári. Blaðið svaraði þvi játandi. Það eru það margir guðir sem eru þess virði að þeirra sé minnzt með hátíðahöldum, svo það er ærin ástæða. En svo liggur það auðvitað í augum uppi að öll þessi hátíðahöld eru dýr og hafa mikil áhrif á framleiðslu og fjármál landsins. Hápunktur allra hátíðahalda er „Durga puja", sem stendur í 14 daga í október. Taugaveiklað fólk ætti ekki að fara til Nepal meðan á þeim stendur. Þá verður nefnilega borgin Kat- mandu að einum geysilega stórum fórnartsalli. Um það bil 10.000 geitum og nokkrum hundruðum vatnavísunda er þá fórnað guðun- um. Á hverju götuhorni er fórnar- stallur og gurkaprestarnir sveifla sverðum frá morgni til kvölds. All- ir bílstjórar fórna geitum og stökkva blóði þeirra á vélhlífar bílanna, og tryggja þar með slysalaust ár. Blóð- ið flýtur í dökkum straumum um göturæsin, eins og regnvatn á monsúntímabilinu, á götunum er krökkt af fólki, og loftið fullt af flugum, sem eru svo máttfarnar af ofáti, að þær geta varla flogið. Og guðirnir halda verndarhendi sinni yfir Nepal ☆ ASeins venjuleg vika Framhald af bls. 13 Hjort andvarpaði, en stóð svo upp og fór að sinna heimilisstörf- um. Það var ekki fyrr en um kvöld- ið að hún mundi eftir því sem Vibeke hafði sagt um foreldra- fundinn, og hún leitaði að blað- inu. — Það er foreldrafundur í skólanum annað kvöld. sagði hún við mann sinn. — Einhver lækn- ir ætlar að halda fyrirlestur um hash og önnur eiturlyf. — Ó,nei, stundi herra Hjort. Á að neyða mann til að hlusta á slíkt þvaðvu-? Maður opnar al- drei dagblað, án þess að reka augun í greinar um það. Ef þú vilt heyra mitt álit, þá eru þetta aðeins örfá dæmi, sem blásin eru upp af frekum blaðamönnum. Við þekkjum enga sem nota slík lyf, og það gerir Vibeke örugg- lega ekki. — En mér finnst nú samt að við eigum að fara á þennan for- eldrafund, sagði frú Hjort. — Eins og þú vilt, sagði maður hennar, og sökkti sér aftur nið- ur í blaðafréttirnar. Fundurinn á þriðjudagskvöld- ið var settur af rektor skólans. — Við — það er að segja kenn- ararnir og ég, höfum ástæðu til að gruna nokkra nemendur skól- ans, þrettán ára og eldri, um að reykja, eða hafa reykt hash. Nokkra nemendur! Frú Hjort hjó eftir því, og leit út undan sér á mann sinn. — En ég tek það fram, sagði rektor, — að við höfum engar sannanir, ég á við að við höfum ekki fundið þetta eiturlyf hér í skólanum, og ekki gripið neinn í því að vera með það undir hönd- um, en við höfum grun um eitt- hvert merkjasamband, einskonar frumskógatrumbur, meðal nem- endanna. Þessvegna álitum við það rétt að kalla saman til þessa fundar. Ekki til að vekja ótta, heldur til þess að vara foreldra við þessarri hættu; — það gæti verið að ung- lingarnir væru að fikta við þetta, — og ekki er svo gott að átta sig 39. tbi. VIKAN 37

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.