Vikan


Vikan - 02.01.1970, Síða 4

Vikan - 02.01.1970, Síða 4
I þessari bók opinberar Juliette Benzoni enn einu sinni fágæta hæfileika sína til að segja sögu. Lýsingar henn- ar eru myndrænar og ljósar og baksviðið er hið glæsta Frakkland fimmtándu aldar. Hröð og spennandi at- burðarásin gerir þessa sögu að sjálfstæðu, örlaga- þrungnu verki, sem stendur fyllilega jafnfætis öðrum bókum hennar um sömu sögupersónu, Catherine. Áður hafa komið út „Sú ást brennur heitast" og „Catherine“, sem fengu mjög góðar viðtökur lesenda. Fæst hjá næsta bóksala T HILMIR HF. SKIPHOLTI 33 PÖSTHÖLF 533 SÍMI 35320 REYKJAVÍK Cannabis um leiS og bjórinn Kæri Póstur! Það var nokkuð gaman að lesa viðtalið við sálfræðinginn í síðasta blaði. Sérstaklega það sem hann sagði um eiturlyfin, sem nú er sem mest talað um. Löngum hefur því verið hald- ið fram að hash og þess háttar væri stórhættulegt eitur, og hver sá sem smakkaði það yrði for- fallinn það sem eftir væri æv- innar. Nú kemur fram maður sem vit hefur á og segir að þetta sé sízt hættulegra en áfengi. Að- alhættan sem af þessu stafar kemur til af því, að glæpahring- irnir sem selja þetta blanda ópí- um í marijuana og annað slíkt, til að venja fólk á sterkari lyfin, sem veruleg hætta stafar af. Og af.hverju er sala allra svo- kallaðra eitur- og fíknilyfja, hættulegra og meinlausra, í höndum glæpahringjanna? Vegna þess að yfirleitt er þetta allt sett undir einn hatt, bæði sauðmein- laus efni eins og marijuana, sem varla er hættulegra en bjór, og stórhættulegt eitur á borð við heróín. Allt er þetta kallað jafn- hættulegt og þeir sem kannski hafa ekkert gert nema reykja marijuana einu sinni eða tvisv- ar upp á fikt, dæmdir æru- lausir rónar og glæpamenn, eins og þessir ræflar í pophljómsveit- inni. Afleiðingin af banninu á sölu og neyzlu kannabis í heim- inum hefur auðvitað ekki orðið sú að hindra söluna og neyzluna á þessu, það er margsannað og þess háttar bönn hindra ekkert. Afleiðingin hefur orðið sú ein að salan á þessu hefur komizt í hendur glæpahringjanna, sem smygla þessu og eiga hægt með, því að sumir þeirra eru kannski voldugasti auðhringurinn í sín- um heimalöndum, eins og Cosa Nostra í Bandaríkjunum. Og þessa einokunaraðstöðu sina á sölunni hagnýta eiturlyfjahring- irnir auðvitað til að lauma að grunlausum neytendum við- bjóðslegu eitri eins og heróíni eða morfíni. Lausnin á þessu er sú ein að gera skýran greinarmun á hvað eru eiturlyf og hvað ekki. Raun- veruleg eiturlyf á auðvitað að banna, þótt erfitt sé að sjá hvern- ið hægt er að koma í veg fyrir útbreiðslu þeirra, meðan hring- arnir sem selja þau eru voldug- ustu öflin hjá sumum stórveld- unum og ekkert er gert til að útrýma þeim, þótt allir viti hverjir að þeim standa og hvað þeir gera. En kannabisið á að gefa frjálst. Ef það yrði eins og hver önnur söluvara, misstu glæpahringirnir einokunartökin á því og gætu ekki lengur eitr- að það. Það væri til dæmis ekki úr vegi fyrir Alþingi íslendinga að slá tvær flugur í einu höggi og leyfa þetta um leið og bjór- inn. Hvað finnst þér, Póstur sæll? Þinn Á. J. Mergurinn málsins er að sjálf- sögffu sá, hvort marijuana og skyld lyf eru hættuleg effa ekki. En um það eru menn alls ekki á eitt sáttir. f desemberhefti Úr- vals er til dæmis grein eftir yfir- mann heilbrigðiseftirlitsins í Noregi, Karl Evang. Hann hefur starfaff á vegum Sameinuðu þjóðánna og veriff formaffur nefndar, sem rannsakaði eitur- lyfjamál. í greininni segir meffal annars: — Ungu kaupendurnir eru ginntir af áróffri sölumannanna. Til dæmis segja þeir: „Marijú- ana er ekki hættulegt og engin hætta á því, aff menn venjist á notkun þess, þótt neytt sé.“ All- ar þessar fullyrffingar, sem sett- ar eru fram á mismunandi hátt af eiturlyfjasölumönnum, hafa ekki viff rök aff styffjast sam- kvæmt vísindalegum athugunum. Marijúana er hættulegt nautna- lyf, sem gerir menn sér áhffa á stuttum tíma og er mjög auffvelt aff útbreiffa þaff. Marijúana og haschisch myndu eyffileggja allt samlíf og leggja atvinnuvegi Norðurlandanna í rúst, ef þessi eiturlyf væru notuff í sama mæli og tóbak og vín í þessum lönd- um. Svo mörg voru þau orff. Og meðan ekki fást neinar óyggj- andi sannanir fyrir því, aff mari- júana og fleiri skyld lyf sé hættulaus, er þa® sú skoffun okk- ar, aff lausn vandans sé ekki sú aff gefa þau frjáls, heldur upp- ræta starfsemi eiturlyfjasalanna, og koma meff öllum tiltækum ráðum í veg fyrir útbreiffslu þeirra. Hvað getum við gert..? Breiðadalsvík, 7/12 1969. Elsku Póstur! Við erum hérna tvær stelpur sem langar að spyrja þig fáeinna spurninga. 1. Hvað getum við gert til að fá löng og þétt augnahár? 2. Hvað er hægt að gera við hárið á sér svo það verði þykkra og vaxi betur? 4 VIKAN 1

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.