Vikan


Vikan - 02.01.1970, Qupperneq 5

Vikan - 02.01.1970, Qupperneq 5
3. Hvað þarf háa einkunn inn í Kvennaskólann? Með fyrirfram þökk. Villa og Nanna. P.S. Hvernig er skriftin? 1. Berið laxerolíu á hárin áð- ur en þið farið að sofa á kvöld- in; það er gamalt og gott húsráð. 2. Taka B-vítamín. 3. Það er undir þvi komið hve aðsóknin er mikil hverju sinni; þær með hæstu einkunnirnar sleppa inn. Skriftin mundi flokkast í með- allagi. Greiðsla fyrir útlán Kæri Póstur! Meðan rithöfundaþingið stóð yfir var mikið rætt um kjör rit- höfunda og reyndar víst nær eingöngu. í þætti ykkar „í fullri alvöru“ var tekið undir þá til- lögu rithöfundanna, að ríkið verði látið kaupa 500 eintök af hverri bók félagsmanna í rithöf- undafélaginu. Eg er þessari skoð- un blaðsins með öllu ósammála. Það er svo undarlegt hér á landi, að langflestar þær bækur, sem mest seljast og flestir lesa, eru samdar af mönnum, sem ekki vilja eða kæra sig um að vera kallaðir rithöfundar og eru þar af leiðandi ekki í samtökum rit- höfunda. Hvaða réttlæti er í því, að ríkið kaupi svo mörg eintök af bókum, sem allur almenning- ur kaupir ekki og vill ekki lesa? í sjónvarpsviðtali um daginn heyrði ég hins vegar tillögu frá bókaútgefendum, sem ég get vel fallizt á. Hún er á þá leið, að þeir menn, sem kaupi bækur verði ekki einir látnir bera kostnaðinn af útgáfu hennar, heldur einnig hinn hópurinn, sem hvað vera margfalt stærri, sem les bækurnar á bókasöfnun- um. Þetta finnst mér ekki nema sanngjarnt. Og ég vil taka undir það sem sagt var í þessum sjón- varpsþætti, að greiðslurnar frá bókasöfnunum eiga að renna beint til höfundanna sjálfra, svo að rithöfundasambandið geti ekki ráðskazt með peninga Guð- rúnar frá Lundi og annarra ágætishöfunda. sem njóta vin- sælda með þjóðinni. Með þökk fyrir birtinguna. B. A. Sala og vinsældir bóka eru smldan í réttu hlutfalli við gæði þeirra og gildi. Þannig hefur þetta verið og verður líklega ekki breytt, þótt alltaf sé hægt að nefna lieiðarlcgar undantekn- ingar. Hins vegar finnst okkur hiigmyndin um grciðslu frá bókasöfnunum beint til höfunda hin athyglisverðasta og ætti að verða til þess, að þeir höfundar, sem flestir lesa, beri mest úr býtum, eins og vera ber. Meira dóp Kæri Póstur! Ég var að lesa viðtalið við sál- fræðinginn í blaðinu, og fannst það býsna fróðlegt, en eitthvað fannst mér vanta í það. Hvað það var, veit ég bara ekki, og kann- ske hefur mig bara langað að vita meira um þennan mann og skoðanir hans. En það var nú ekki þetta sem ég ætlaði að tala um, heldur þetta dóp sem hann var svo hrif- inn af. Ég er eindregið á móti öllum svona lyfjum, hvort sem þau heita „kannabis" . eða bara hreinlega eitur, eins og ég vil kalla þetta. Og þá er komið að aðalatriði þessa bréfs: Þó ég sé á móti öllu sem heit- ir neyzla örvandi lyfja og þess háttar, þá finnst mér skolli harka- lega farið að strákagreyjunum þarna í hljómsveitinni, jafnvel þó þeir hafi verið að fá í mari- juana-pípu. Og þegar maður fer að hugsa málið, þá hafa þeir sjálfir aldrei haft tækifæri til þess að segja orð um þetta sjálf- ir. Auðvitað er þetta fordæmi þeirra óafsakanlegt, en það er óþarfi að stimpla þá sem ótínda glæpamenn fyrir bragðið — svo ekki sé talað um þegar þetta er alls ekki ólöglegt. Blessaður, Dópi. Okkur hafa borizt mörg bréf um þetta mál, en höfum áffur gert grein fyrir afstöðu okkar í blað- inu, svo við látum vera að segja eitt eða neitt um þetta bréf og þessi bréf yfirleitt. En innan skamms birtist viðtal við einn úr þessari alræmdu hljómsveit þar sem sjónarmið þeirra félaga koma glöggt fram. Svar til Svenna svarta Hættu við hana, eftir öllu að dæma er hún þér ótrú. En að sjálfsögðu verður þú að gera þetta upp við sjálfan þig. — Hann segist hafa skilið reyk- merkin þín þannig að hann sé boð- inn til kvöldverðar! Strákurinn, sem ég er með, gaf mér minnsta kveikjara sem é ghef séS — svo lítinn aS ég fæ varla nógu litia steina í hann. Annar strákur gaf mér kveikjara, sem hann keypti í siglingu — honum er fleygt þegar hann er tómur. Ekki man ég, hvorn ég lét róa fyrr, kveikjarann eða strákinn. Ég er alltaf aS kaupa eldspýtur, en þær misfarast meS ýmsum hætti. En eld þarf ég aS hafa. Hver vill gefa mér RONSON? TILVALINN TIL TÆKIFÆRISGJAFAR Mig langar svo í einhvern af þessum Milady gas kveikjari Comet gas kveikjari Empress gas kveikjari Adonis gas kveikjari Til gefenda RONSON kveikjara: Áfyllingin tekur 5 sekúndur, og endist svo mánuðum skiptir. Og |j|| kveikjarinn. — Hann getur enzt aS eilífu. " B 1 Einkaumboö: I. Gaönunilsson l Co. kf. i. tbi. yiKAN 5

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.