Vikan


Vikan - 02.01.1970, Blaðsíða 8

Vikan - 02.01.1970, Blaðsíða 8
f þessari frásögn, sem skrifuð er kringum fimmtugsafmæli íranskeisara, skýrir hann í fyrsta sinn opinskáttfrá skilnaðinum við Soraju keisarynju, jafnframt því sem hann ræðir sögusagnirnar, sem hafa verið á gangi um að hann væri veikur. Einnig segir hann vafningalaust frá einkalífi þeirra Föru keisarynju. Þann tuttugasta og sjötta októ- ber varð ég fimmtugur. Eftir öllum eðlilegum mannlegum lög- málum ætti ég að geta haldið fullum starfskröftum í tíu til fimmtán ár í viðbót. Aldrei hef ég heldur verið betur upplagður eða ánægðari með lífið en síð- ustu árin. Aldrei hefur mér virzt starf mitt svo hrífandi sem nú. Ég veit að undanfarin ár hafa blaðamenn víða um heim skrifað að ég væri alvarlega veikur, að ég þjáðist af krabba, væri dauð- ans matur. Leyfið mér að mót- mæla! Fáir eru svo hraustir að þeir fari aldrei til læknis. Sjálf- ur geri ég það reglubundið til ,að fá staðfest að ég sé frískur. Rækileg rannsókn hjá sérfræð- ingi er nauðsynleg annað veifið. Og ég þarfnast heilsu minnar til að geta haldið áfram við það gífurlega verkefni, sem enn er ólokið — að lyfta íran upp úr miðöldunum. Eftir tuttugu ára bið, hræðslu og kvíða gaf Guð mér son. Hann verður bráðum níu ára. Þegar hann verður fullorðinn vil ég geta látið honum eftir unglegt og nýtízkulegt ríki, gegnsýrt af vestrænni menningu. Enn er langur vegur eftir að því marki, en mér finnst alltaf sem Guð rétti mér hönd þegar erfiðleikarnir verða sem mestir. Guð hefur alltaf haft mikla þýð- ingu fyrir mig. Þrívegis í bernsku minni birtist hann mér í dularfullum sýnum, og þegar ég hef ákallað hann í örvæntingu hefur hann komið þjóð minni til hjálpar. SONUR RESA KANS É'g er fæddur í Teheran, Ætt mína veit ég ekki mikið um, —¦ ekki einu sinni hve marga föður- bræður eða föðursystur ég á eða átti. Faðir minn, Resa Kan, var ofursti í hernum og við bjuggum í stóru húsi með fallegum trjá- garði umhverfis. Faðir minn hafði verið kvæntur einu sinni áður — ég á systur sem nú er yfir sextugt. Sjams systir mín fæddist 1916, og tveimur árum síðar tilkynnti heimilislæknirinn móður minni að hún gengi með tvíbura. Tuttugasta og sjötta október fæddist Ashraf systir mín. Þá er sagt að faðir minn hafi orðið fölur sem gras og látið fallast á næsta sófa. Skyldi hann nú eign- ast tvær dætur í viðbót — verra gat varla komið fyrir hann um það leyti. En kvíði hans átti sér ekki langan aldur. Nokkrum klukkustundum síðar fæddist ég. Tveimur árum síðar fæddist Ali Resa bróðir minn, eini vin- ur minn í bernsku. ÆVIMÍN- OG KONURNAR MÍNAR ÞRJÁR eftir hans keisaralegu hátign Múhameð Resa Pahlavi, Sjaansja Aryameher af íran. Herþjálfun er snar þáttur í menntun konungborinna Persa, og fyrir núverandi íranskeisara byrjaði hún þegar hann var aðeins fimm ára. Þá var þessi mynd tekin af honum einkennisklæddum ásamt kennurum hans. Fyrsti keisari Pahlavi-ættarinnar, Resa Sja, ásamt börnum sinum. Núverandi Persakeisari situr á hné föður síns, en hjá standa dæturnar Sjams og Ashraf.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.