Vikan


Vikan - 02.01.1970, Blaðsíða 10

Vikan - 02.01.1970, Blaðsíða 10
GAMANSAGA EFTIR TIMME ROSENKRANTZ KONUNGUR BðFANNA Eg hef alltaí haft heimskulega löngun til að sjá hvernig sannir bófar líta út. Nú hef ég lesið um þá í mörg ár, og hvað sýnishornunum við- víkur, sem maður sér á kvik- myndum, veit maður ekki, hverju maður á að trúa um þá. Meðan ég var í New York fór ég um allt og gáði í allar áttir, en hvergi varS ég vör við bófa. Þeir ganga vist ekki í sérstökum einkennisbúningum, eins og póst- sendlarnir heima. Ég gekk lengi um, án þess að hitta neinn. Það endaði með því að ég gafst upp smám saman. En svo gerðist það skyndilega kvöld eitt. ífig stóð við eina af þessum vinsælu lukkuvélum og reyndi að afla mér súkkulaði- vinnings. En það var ekki bein- línis auðvelt. Lukkuvélin gaf að- eins vinning í hundraðasta hvert skipti, og það einungis, þegar eigandinn sjálfur reyndi. Við hlið mína stóð ungur mað- ur og átti eins annríkt og ég, en var ekki vitund lánssamari. Við hættum bæði að nokkrum tíma liðnum og tókum síðan tal saman um þessar herfilegu lukkuvélar. Hann sagði að þær væru „skrölttól". Það vissi ég ekki hvað var, en ég lét hann samt alveg um það. Þegar við höfðum haft ofan af fyrir okkur með þessu málefni í nokkrar mínút- ur, stakk hann upp á því, að ég skyldi ganga með sér upp á horn- ið á 55. götu og þiggja bolla af súkkulaði. Ég lét tilleiðast, og þegar við höfðum komið okkur fyrir í litlu ítölsku veitingahúsi, hófst fjörug samræða á milli okkar. Ég sagði honum, að ég væri frá Danmörku og hefði hugsað mér að dveljast dálítinn tíma í New York. Eg bætti því við, að það væri eitt stærsta takmark minn- ar örðugu ævi, að sjá og kynn- ast sönnum bófa, tala við hann og taka máske þátt í starfi hans um stutt skeið. Nýi vinurinn minn leit upp: — Hva, sagði hann. — Jæja, svo að þú vilt gjarnan kynnast sönnum bófa. Allright, Buddy! Líttu aðeins á mig! Bregður þér 10 VIKAN h tbl ekki í brún? Ég er Tony Cara- mella. Ég er reyndar meira en venjulegur bófi. Ég er konungur bófanna. Og hann sleppti út úr sér þrem — fjórum hræðilegum blótsyrð- um, sem mundu jafnvel hafa komið sjálfum skollanum til að skjálfa. Nújæja. Þegar maður veitti honum nákvæma athygli, gat maður séð, að hann í raun og veru sagði sannleikann. Hann hlaut að vera bófi. Hann þurfti engan einkennisbúning. Andlitið var nóg. Hann var lítill og lotinn, hafði svart hár, sem stóð upp í loftið og niðurandlit hans var vaxið svörtum skegghýjungi. Hann var særður á öðru auganu og víða á nefinu og yfir allt enni hans teygði sig blóðhlaupið ör. — Hann leit á mig herfilega grettinn. — Hefur þú ekki heyrt um Toots Grenadine, sem var drep- inn í ávaxtakjallaranum sínum eða morðið á ekkjufrú Stopp- na«le. Þú hefur máski heldur ekki heyrt um barnagarðinn, sem var sprengdur í loft upp og þrjátíu börn dóu vegna afleið- inga sprengingarinnar, eða um franska söngvarann Yonne Jam- berlair, sem fannst myrtur í matarskáp sínum. Hefur þú má- ski heldur ekki heyrt getið um innbrotið í aðalpóstskrifstofuna í New York, þar sem jólamerkia- hefti, lyklunum að fjárhirzlunni og þremur fölskum víxlum var stolið. Við þetta tækifæri voru sautján póstmenn og einn sótari skotnir til bana Eg hristi óttaslegin höfuðið. Nei, þessir hlutir voru mér áreið- anlega óþekktir. — Það er ég. sem hef framið þessa smámuni og ekki aðeins þá, heldur ennfremur hundruð af öðrum. Ræningjaflokkur minn telur fiörutíu af hinum slungn- ustu þorpurum í New York, auk stiórnmálamanna okkar.Við hina minnstu bendingu frá mér mundu þeir strádrepa heila fylk- ingu af varnarlausum húsmæðr- um með vélbyssum sínum eða sprengia ,,Queen Mary" í loft upp, eins og hún væri sveskja. Hann hló dátt og pantaði tvö ný glös af vínblöndu. í hvert skipti sem hann hló pantaði hann ný staup og þrátt fyrir hina hræðilegu iðju sína var hann mjög hláturmildur. En það var dálítið undarlegt, þegar hann sat þannig og hló. Annað fólk hlær, þegar það er kitlað undir iljarnar eða sér eitt- hvað skemmtilegt. Hann hló í hvert skipti, sem honum komu í hug nýir, hræðilegir glæpir og klofnar hauskúpur. Hann spurði mig hvort ég þekkti til bófaiðjunnar. — Ekki sérstaklega, svaraði ég. —¦ Danmörk er ekki svo stór og brjóti maður lögreglusam- þykktina, verður maður venju- lega uppgötvaður. Auðvitað hef ég einstaka sinnum myrt, þegar ég hef getað komið því við, án þess að blöðin kæmust á snoðir um það. Frændi minn er lög- regluþjónn og hann sér alltaf í gegnum fingur við mig, hvað sem ég geri. — Ha, ha! öskraði hann og drakk í botn í sjötta skipti. — Já, svipað er það hér: Hefðum við ekki lögregluna væri bófa- iðjan ekki upp á marga fiska. En hefur þú annars verið nokkuð riðinn við starfsemina? — Jú, svaraði ég. — Sg á frænda í Árósum, sem er vín- kaupmaður. Hann grunaði ekki hvar Árósir lágu, en þegar hann heyrði að Emil frændi ræktaði vínþrúgur, brosti hann næstum því ástúðlega. Svo hann er .,in the wine busi- ness," sá gamli, sagði hann og lagði nokkur skothylki í skamm- byssu, sem hann hafði falda í erminni allan tímann. — Ég get haft gott af þér við sérstakt málefni, ef þú hefur löngun til. Mér er mikill sómi sýndur og gaf ég honum símanúmerið mitt. Hann lofaði mér því að hann skyldi hringja eftir nokkra daga. — Sendið reikninginn til forsetans, kallaði hann spjátr- ungslega um leið og við yfirgáf- um gildaskálann. Við skildum úti á strætinu. Hann rétti mér táragassprengju. — Notaðu hana, ef gestgjafi þinn hækkar húsaleiguna, sagði hann. — Þegar þeir finna gas- þefinn láta þeir alltaf undan. Og hann hélt af stað. Eg sá hann stökkva upp á fótpallinn á gulri bifreið. Hún virtist þegar vera ætluð til annars, en það leit ekki svo út, sem það fengi hið minnsta á hinn ólma hund, Tony Caramella. Einni sekúndu seinna steig hinn lögmæti farþegi þeg- ar út úr bifreiðinni. É"g gekk hljóð heim og nagaði neglur mínar. Eg var dálítið taugaóstyrk eftir þetta samtal, sem ég hef skýrt frá með kulda- legri sannsögli. Og ég var lítið eitt óróleg vegna þessa nýja kunningsskapar. Skyldi hann ekki samt sem áður vera dálítið hættulegur. Á leiðinni heim gaf ég at- vinnulausum Rúmena táragas- sprengjuna. Hann át hana eins og hún lagði sig í tveimur munnbitum. Hann hafði sem sagt ekki fengið neitt að borða í þrjá mánuði. Hann hafði aðeins haft peninga til þess að fara á kvikmyndahús. Svo var það skyndilega dag nokkurn, að síminn hringdi. Þetta var nýi vinurinn minn. — Buddi, sagði hann. — Í5g hef smásnatt fyrir þig að vinna. Komdu til móts við mig klukkan 23,30 á horninu við 112. götu. Komdu dulklædd og vertu var- kár. Svo var hann þotinn úr síman- um. Eg var mjög taugaóstyrk. Æv- intýralöngun mín, sem var sveip- uð draumkenndri móðu, var vöknuð og ég hef alltaf verið sólgin í ævintýri. Um klukkan 23 bjó ég mig undir að leggja af stað. Eg hafði klæðzt léttum dularbúningi eins og Pétur Freuchen, nokkrar laus- ar handstúkur gerðu mig alveg óþekkjanlega. Eg fór með hraðlestinni til 110. götu og gekk það sem eftir var til hornsins, þar sem við átt- um að mætast. Hjarta mitt barðist óstjórnlega, svo kom Tony. Hann var þótt undarlegt megi virðast, ekki dulbúinn, en önnur ermin var öll útötuð í blóði.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.