Vikan


Vikan - 02.01.1970, Blaðsíða 12

Vikan - 02.01.1970, Blaðsíða 12
Hvernig á kona, sem er forsætisráðherra, að heilsa við liðskönnun? Golda Meir leysir þann vanda eftir eigin höfði. Hún lyftir hægri hendinni upp að hattinum, en getur gert það á þann hátt að hún verður ekki hlægileg. Frístundum sínum eyðir Golda Meir með fjöiskyidu sinni, — dóttur, tengdasyni og dóttursyni. Og forsætisráðherra ísraels hefur mikla iiiiiiii af því að vera í eldhúsinu, hún er ekki að stilla sér upp fyrir IJósmyndarann. í hálft ár hefur kona setið við stjórnvöl í fsrael. „Amma tekur við stjórn", sögðu mótstöðumenn hennar háðslega. Golda Meir tók við forsætisráðherraembætti, þegar Levi Eshkol lézt, og þá var hún sjötíu og eins árs. Þetta er eins konar bráðabirgðaráðstöfun; í haust fara fram kosningar. En mótstöðumenn „ömmu" eru ekki svo háværir nú orðið. Golda Meir hefur sigrað. Jafnvel sjálf- ur Moshe Dayan, þjóðarhetjan, sem frekar öllu öðru er samein- 12 VIKAN *¦tbl ingartákn fyrir baráttuvilja þjóð- arinnar, hefur dregið framboð sitt til baka; hann vill heldur vinna með þeirri konu, sem einu sinni reyndi að koma í veg fyrir að hann yrði varnarmálaráð- herra. Golda ,,amma" hefur stað- ið sig vel, og á nú færri mót- stöðumenn en áður. Það má segja að útlitið er skuggalegt, ísrael situr bókstaf- lega á púðurtunnu. Það er alls staðar barizt við landamærin, — hvergi öruggur blettur. Arabarn- ir gerast æ ágengari, og það kem- ur varla fyrir sá dagur að ekki sé einhver skæruhernaður. í inn- anríkismálum er líka ágreining- ur og árekstrar. í þjóðþinginu skiptast menn í tvo flokka, ann- ars vegar þeir, sem vilja berjast fyrir rétti sínum, hins vegar þeir sem trúa á samningaleiðina. f stjórnarflokknum hefur oft Ieg- ið við klofningi af þessum ástæð- um. Og þar situr kona að völdum sem æðsti foringi og ábyrgðar- maður. Hún verður daglega að hafa afskipti af pólitískum skæruliðum, koma í veg fyrir árásir og miðla málum. Goldu Meir hefur tekizt þetta á aðdá- unarverðan hátt, og hún er ótrú- lega kaldrifjuð Hún fer til útlanda, til að sitja alþjóðaráðstefnur og tala máli þjóðar sinnar. Hún fer til landa- mæraþorpanna, sem stöðugt verða fyrir árásum Arabanna. Hún heimsækir hermennina á vígvellinum og á sjúkrahúsun-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.