Vikan


Vikan - 02.01.1970, Qupperneq 13

Vikan - 02.01.1970, Qupperneq 13
GetiS þér hugsað yður konu sem forsætis- ráðherra? Haldið þér að kona geti borið ábyrgð á stjórn ríkis- ins? Ef þér svarið þessum spurningum neitandi, er tvöföld ástæða til að lesa þetta greinarkorn ............. um. Og hvert sem hún fer er ör- yggí og friður í kringum hana. Hver er þá þessi kona, sem þrátt fyrir háan aldur og frekar lélega heilsu er virt jafnvel af pólitískum andstæðingum sínum, og sem David Ben Gurion einu sinni kallaði „eina raunverulega karlmennið í stjórn sinni“? Golda Meir, fædd Mabowitz, sá dagsins ljós i fyrsta sinn í Kiev, höfuðborg Ukrainu, þar sem Gyðingaofsóknir hafa alltaf verið við líði, eiginlega sama hvaða stjórn hefur setið að völd- um í Rússlandi. Faðir hennar var fátækur smiður Árið 1906 fannst honum ástandið vera orðið það ískyggílegt í Kiev að hann flúði með fjölskyldu sína til Ameríku. Golda tók kennarapróf og trú- lofaðist Morris Meyerson, sem var landi hennar. En hún setti honum þau skilyrði fyrir hjóna- bandi að þau settust að í Pale- stinu, ,,framtíðarlandi“ Gyðing- anna. Þetta var árið 1917, sama ár og Bretar komu fram með hina frægu Balfourkenningu sína um að veita Gyðingum fast föðurland í Palestinu. Þar sem Meyerson elskaði Goldu heitar en Bandaríkin. þá beygði hann sig fyrir kröfum hennar. Árið 1921 settust þau að á sam- yrkjubúi. Golda Meir (hebreska nafnið fyrir Mayerson) lagði stund á búnaðarfræði, hebresku og arabisku. Hún hafði mikinn áhuga á stjórnmálum, og á næstu árum vann hún af miklum áhuga að verkalýðsmálum ungra Gyð- inga, og varð innan tíðar ein af stjórnendum verkamannaflokks- ins. Nafn Goldu Meir varð fyrst þekkt á alþjóðavettvangi árið 1947, þegar Sameinuðu þjóðirnar tóku mál Palestinu til umræðu. Eins og kunnugt er enduðu þær umræður með því að Sameinuðu þjóðirnar ákváðu að koma á fót Gyðingaríkinu ísrael. Þetta hafði í för með sér kröftug mótmæli frá Arabaríkjunum og blóðugar erjur innanlands. Þá, eins og nú, var Jordania eina Arabarikið sem kaus heldur að reyna samningaleiðina. Þá fékk Golda Meir stórkostlega „Golda Meir er eina karlmennið í stjórn minni,“ er haft eftir Ben Gurion. hugmynd: — Ég fer til Jordaniu og tala við Abdullah konung! Hún dulbjó sig sem Arabakonu og komst klakklaust gegnum víg- línu óvinanna. (Það dettur eng- um múhameðstrúarmanni í hug að slást upp á konu með blæju). 10. maí hitti hún Abdullah, kon- ung Jordana. Hann tók erindi hennar með alvöru og þau töl- uðu saman í klukkutíma. En Ab- dullah þorði ekki að ganga i ber- högg við hin Arabaríkin og gera sérsamning við ísrael. Aður en Golda Meir kvaddi hann, sagði hún honum að hann myndi ör- ugglega ekki fá þakklæti hinna Arabalandanna Henni rataðist satt á munn: Abdullah var myrt- ur af sinum eigin landsmönnum, vegna þess að hann hafði sýnt skilning á málum ísrael. Þetta var fyrsta sinn sem Golda Meir fór til annarra landa til að tala málum ísrael, en það varð sannarlega ekki í síðasta sinn. Veturinn 1948 var mjög slæmt ástand í ísrael. Landið vantaði vopn, flugvélar og framar öllu öðru, peninga. Stjórnmálamenn- irnir álitu það of seint að fara fram á peningastyrk eða lán frá Bandaríkjunum. Golda Meir var ekki á sama máli. Hún fór í mesta flyti með flugvél til New York, án þess að taka með sér nokkurn farangur, fór eins og hún stóð, klædd þunnum bóm- ullarkjól. Hún skalf af kulda, þegar hún gekk út úr flugvél- inni í milljónaborginni. Og svo hóf hún betliferð meðal rikra Gyðinga í Bandaríkjunum. Þeg- ar hún fór heim, var hún búin að safna 50 milljónum dollara. Það var því ekki að undra að hún varð æ áhrifameiri í stjórn- málunum. Árið 1948 var hún út- nefnd fyrsti sendifulltrúi ísrael í Moskvu. Árið 1949 varð hún atvinnumálaráðherra og árið 1956 utanríkisráðherra, og það var hún til ársins 1965, þegar hún sagði af sér af heilsufarsástæð- um, eftir því sem hún sagði sjálf. En raunverulega ástæðan fyrir því að hún sagði af sér, var að ósamkomulag var innan stjórn- arflokksins (Mapai flokksins), eftir að hinn góði vinur og verndari hennar. David Ben Gur- ion, myndaði sinn eigin flokk eða flokksdeild. Golda Meir var bit- Framhald á bls. 30. 4 1. tbi. VIKAN 13

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.