Vikan


Vikan - 02.01.1970, Blaðsíða 15

Vikan - 02.01.1970, Blaðsíða 15
 ? :^>:S:::::::íÍS:::::::::>?:- ÞaS er aðeins vitað um 4 tilfelli sams konar. Ekkert þeirra barna lifði. verið hrædd um að ég gæti ekki afborið fréttirnar. Viku eftir aðgerðina voru læknarnir alveg vissir um að þeim hafði tekizt að bjarga barn- inu. Næstu viku þar á eftir voru gerðar mjög nákvæmar rann- sóknir, til að vita hvort hún hefði sloppið við andlega van- heilsu. Meðan ég beið eftir þeim úrslitum vann ég í garðinum, vann þar til að blæddi úr fingrum mér. Þess á milli þaut ég til sjúkrahússins, og sat þar þann tíma, er leyfilegur var, hjá Ninu. Það var komið í ljós að allt virtist vera í lagi. Hún festi augu á ákveðnum hlutum, og fór að fá matinn gegnum munninn, ekki gegnum nefið. Og allar rannsóknir voru nú orðnar já- kvæðar. Læknarnir sögðu að hún yrði alveg heilbrigð! Viku síðar kom Nina heim. Hún náði sér fyrr en læknarnir höfðu búizt við. Það eina sem minnir á þessa stórkostlegu að- gerð, er örið á brjósti hennar, og það er líka farið að dofna. Þannig segir móðir Ninu frá þessu. Hún stendur í eldhúsinu, með Ninu í fanginu. Nina hefur fengið sér smáblund, kumrar værðarlega með snuðið í munn- inum. Móðirin sezt niður með Ninu í fanginu, klappar við og við á ávöl hné barnsins og segir frá æsku sinni í Finnlandi, ferð- inni til Svíþjóðar, sem varð til þess að hún kynntist núverandi eiginmanni sínum. Þau giftu sig eftir tvö ár, og tóku við litlu húsi, sem foreldrar hans áttu, en var orðið of lítið fyrir þau. Ungu hjónin byggðu við húsið, og það er nú notalegt heimili. í átta ár biðu þau eftir því að eignast barn. Frúin var lærð saumakona og vann úti. Það gerir hún að nokkru leyti ennþá, en síðan Nina litla kom heim, eftir alla þá angist, sem foreldrarnir voru búnir að ganga í gegnum, þá ætl- ar hún að hætta að vinna úti. Hún' segist alltaf vera hrædd við að skilja hana eftir hjá öðrum en föðurnum. Það eru myndir af Ninu um allt húsið, hún er líka fyrsta barnabarn föðurforeldranna. — Það var einkennileg tilfinn- ing að eiga von á barni eftir svona mörg ár, segir frú Svens- son. — Ég trúði því varla. Vinir mínir sögðu að ég hefði kannski tekið út gleðina fyrirfram, en nú er ekkert sem skyggir á hana. Þetta getur líka orðið Ninu til góðs. Það getur verið að ef allt hefði verið í lagi strax, þá hefði okkur orðið á að dekra hana alltof mikið á annan hátt, hún hefði kannski orðið eins og lítil brúða. Nú er allt annað og mik- ilvægara að hugsa um, heilsa hennar er og verður okkar mesta áhugamál. Og ég er þakklát, — þakka guði fyrir að fá að halda litlu telpunni minni. — Og læknarnir segja að við getum verið róleg, ég treysti þeim fullkomlega, segir frú Svensson, glöð í bragði ... ¦ft 1. tw. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.