Vikan


Vikan - 02.01.1970, Blaðsíða 16

Vikan - 02.01.1970, Blaðsíða 16
NÝ OG SPENNANDI FRAMNALDSSAGA Hringur sotdánsins EFTIR MARY STEWART Við Charies vissum ekki mikið um Harriet frænku, þegar við komum til Libanon. Við vissum aðeins að hún Hfði eins og austur- lenzkur pótintáti í gamalli furstahöll. - Eða það hafði hún gert, áður en hún lokaði sig alveg inni. Nú var engum hleypt inn fyrir múrana. - Við komumst inn. En það virtist algerlega vonlaust að komast lifandi út___ Ég sá hann fyrst á götu, sem heitir Raka. Ég var að koma innan úr dimmri búðarholu með fangið fullt af tauströngum. Sólin blindaði mig í fyrstu. Gatan var troðfull af fólki, skepnum, vögn- um og bílum, sem ruddust milli söluborðanrla. Lítil grá asna tölti fram hjá mér, berandi heil- an hestburð af grænmeti. Leigubíll þaut framhjá mér, án þess að hægia á sér, svo ég varð að hörfa inn í búðardyrnar. Leigubíllinn þaut flaut- andi framhjá ösnunni, plægði í gegnum hóp af tötralegum börnum, og hélt áfram þangað sem mestu þrengslin voru, þar sem söluborðin stóðu langt fra má götuna. Þá kom ég auga á hann. Hann beygði sig yf- ir borð með skartgripum og skoðaði hlut sem hann hélt á í hendinni. Þegar bíllinn flautaði, leit hann upp, og ég fann að hjarta mitt tók sprett. Eg vissi að hann var einhversstaðar í þessum hluta heims, en samt varð ég undrandi, þegar ég sá vangasvip hans, sem ég hafði ekki séð í fiögur ár. Einn taustranginn rann úr höndum mér, og skarlatsrautt silkið var rétt komið í götuna, en mér tókst að bjarga því. Þessi snögga hreyfing mín og litskrúðugt silkið kom því til vegar að hann leit alveg við. Þá lagði hann skartgripinn á borðið og gekk yfir götuna í áttina til mín. Liðnu árin runnu upp fyrir mér, þegar hann heilsaði mér eins og í gamla daga, þegar ég tilbað hann, sem var eldri. — Litla mín, ert þú hér? Eg var ekki lengur barn. Eg var tuttugu og tveggja ára, og hann var aðeins frændi minn, sem ég tilbað auðvitað ekki lengur. Einhvern- veginn fannst mér að ég þyrfti að koma honum í skilning um það. Ég reyndi því að herma eftir hljómfallinu í rödd hans. — Halló! sagði ég, en gaman að sjá þig. En hvað þú hefur stækkað! — Já, og ég er líka farinn að raka mig í hverri viku. Hann hló, og ég sá að hann var sannarlega ekki drengjalegur lengur. En sú hundaheppni að ég skyldi rekast á þig, Christy. Hvern fjandan ertu að gera hér? 16 VIKAN *•tbl — Vissir þú ekki að ég fór til Damaskus? — Ég vissi að þú ætlaðir að koma hingað, en ekki hvenær. En hvað ertu að gera hér, svona ein og yfirgefin? Ég hélt að þú værir með ferðamannahópi. — Já, en ég hefi farið á mis við ferðafélag- ana, sagði ég. — Lét mamma þig vita hvert ég fór? — Þú sagðir mömmu þinni nafnið á hótelinu hér í Damaskus, en það var ekki rétt. Þeg- ar ég hringdi þangað, sögðu þeir að hópurinn hefði farið til Jerúsalem ,og þegar ég hringdi þangað, var mér sagt að þið væruð í Damaskus. Þér tekst vel að dylja sporin þín, Christy litla. — Ferðaáætluninni var breytt, vegna þess að eitthvað var í ólagi með flugmiðana. En það er árans óheppni, við erum að fara til Beirut á morgun. Við höfum verið hér í þrjá daga. Hefir þú verið hér um kyrrt allan tímann? — Síðan í gær. Þegar ég frétti að þú værir hér einhversstaðar, þá flýtti ég mér hingað. Þarft þú að fara á morgun? Hvernig væri að þú yfirgæfir hópinn og yrðir hér um kyrrt nokkra daga; við gætum þá skoðað Damaskus rækilega. Svo getur þú farið seinna til Beirut. Ertu neydd til að halda hópinn? — Það hefði verið skemmtilegt, en ég er hrædd um að ég verði að halda mig með hópn- um. Eg hefi hugsað mér að verða eftir í Beirut í nokkra daga, þegar hitt fólkið er farið heim á laugardag. En hvernig hefir þér gengið í ferðinni? Þetta hefur verið geysimikið ferðalag hjá ykkur Robbie. — Já, það gekk allt vel. Við ókum í bílnum gegnum Frakkland, svo fórum við með skipi til Tanger, ókum svo gegnum Norður-Afríku, en þá þurfti Robbie að fara heim frá Kairo, svo ég hélt einn áfram. I Kairo fékk ég bréf frá mömmu þinni, hún sagði mér að þú værir á leiðinni hingað. En hversvegna stöndum við hér, eigum við ekki að fá okkur tesopa einhversstaðar? — Það væri prýðilegt, en hvar er hægt að fá te í Damaskus? — I holunni minni, sem er álíka spennandi og Azemhöllin. Hann hló. — Eg bý ekki á hóteli, heldur hjá kunningia mlnum frá Oxford, Ben Siafra. Pabbi Bens er einn af stórkörlunum ! Damaskus, bróðir hans á banka í Beirut og mág- ur hans er í stjórninni. Þetta er ein af þessum svokölluðu „fínu" fiölskyldum hér, og þær eru aðeins meðal þeirra sem eiga nóga peninga. — En skemmtilegt. Þá erum við líka meðal „fína fólksins". — Já, það er sjáIfsagt rétt, sagði frændi minn háðslega. Eg skildi hvað hann átti við. Fjölskylda okkar var stórauðug, forfeður okkar höfðu átt stórt bankafyrirtæki í þrjá ættliði. Eg hló. — Er þetta gamall viðskiptavinur pabba og Chas frænda? — Já, ég lofaði Ben að hafa samband við hann þegar ég kæmi til Sýrlands, og pabbi vildi endilega að ég hefði samband við hann. — Jæja, ég kem með þér. Eg ætla bara að kaupa efni í kjól fyrst. Ég leit á skrautleg efn- in, sem ég hélt á í fanginu. — Ég veit ekki hvað ég á að velja. — Ég er ekki hrifinn af þessum efnum, sagði hann. — Þetta eru alltof æpandi litir fyrir þig.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.