Vikan


Vikan - 02.01.1970, Side 17

Vikan - 02.01.1970, Side 17
If Ot SPENNANDI FIAMIALISSOtA Hringur so/tlánsins EFTIR MAIV STEWAIT Við Charles vissum ekki mikið um Harriet frænku, þegar við komum til Libanon. Við vissum aðeins að hún lifði eins og austur- lenzkur pótintáti í gamalli furstahöll. - Eða það hafði hún gert, áður en hún lokaði sig alveg inni. Nú var engum hleypt inn fyrir múrana. - Við komumst inn. En það virtist algerlega vonlaust að komast lifandi út.... Ég sá hann fyrst á götu, sem heitir Raka. Ég var að koma innan úr dimmri búðarholu með fangið fullt af tauströngum. Sólin blindaði mig í fyrstu. Gatan var troðfull af fólki, skepnum, vögn- um og bílum, sem ruddust milli söluborðanr|a. lítil grá asna tölti fram hjá mér, berandi heil- an hestburð af grænmeti. Leigubíll þaut framhjá mér, án þess að hægja á sér, svo ég varð að hörfa inn í búðardyrnar. Leigubíllinn þaut flaut- andi framhjá ösnunni, plægði í gegnum hóp af tötralegum börnum, og hélt áfram þangað sem mestu þrengslin voru, þar sem söluborðin stóðu langt fra má götuna. Þá kom ég auga á hann. Hann beygði sig yf- ir borð með skartgripum og skoðaði hlut sem hann hélt á í hendinni. Þegar bíllinn flautaði, leit hann upp, og ég fann að hjarta mitt tók sprett. Ég vissi að hann var einhversstaðar í þessum hluta heims, en samt varð ég undrandi, þegar ég sá vangasvip hans, sem ég hafði ekki séð í fjögur ár. Einn taustranginn rann úr höndum mér, og skarlatsrautt silkið var rétt komið í götuna, en mér tókst að bjarga því. Þessi snögga hreyfing mín og litskrúðugt silkið kom því til vegar að hann leit alveg við. Þá lagði hann skartgripinn á borðið og gekk yfir götuna í áttina til mín. Liðnu árin runnu upp fyrir mér, þegar hann heilsaði mér eins og í gamla daga, þegar ég tilbað hann, sem var eldri. — Litla mín, ert þú hér? Ég var ekki lengur barn. Ég var tuttugu og tveggja ára, og hann var aðeins frændi minn, sem ég tilbað auðvitað ekki lengur. Einhvern- veginn fannst mér að ég þyrfti að koma honum í skilning um það. Ég reyndi því að herma eftir hljómfallinu í rödd hans. — Halló! sagði ég, en gaman að sjá þig. En hvað þú hefur stækkað! -- Já, og ég er líka farinn að raka mig í hverri viku. Hann hló, og ég sá að hann var sannarlega ekki drengjalegur lengur. En sú hundaheppni að ég skyldi rekast á þig, Christy. Hvern fjandan ertu að gera hér? — Vissir. þú ekki að ég fór til Damaskus? — Ég vissi að þú ætlaðir að koma hingað, en ekki hvenær. En hvað ertu að gera hér, svona ein og yfirgefin? Ég hélt að þú værir með ferðamannahópi. — Já, en ég hefi farið á mis við ferðafélag- ana, sagði ég. — Lét mamma þig vita hvert ég fór? — Þú sagðir mömmu þinni nafnið á hótelinu hér í Damaskus, en það var ekki rétt. Þeg- ar ég hringdi þangað, sögðu þeir að hópurinn hefði farið til Jerúsalem ,og þegar ég hringdi þangað, var mér sagt að þið væruð í Damaskus. Þér tekst vel að dylja sporin þín, Christy litla. — Ferðaáætluninni var breytt, vegna þess að eitthvað var í ólagi með flugmiðana. En það er árans óheppni, við erum að fara til Beirut á morgun. Við höfum verið hér í þrjá daga. Hefir þú verið hér um kyrrt allan tímann? — Síðan ( gær. Þegar ég frétti að þú værir hér einhversstaðar, þá flýtti ég mér hingað. Þarft þú að fara á morgun? Hvernig væri að þú yfirgæfir hópinn og yrðir hér um kyrrt nokkra daga; við gætum þá skoðað Damaskus rækilega. Svo getur þú farið seinna til Beirut. Ertu neydd til að halda hópinn? — Það hefði verið skemmtilegt, en ég er hrædd um að ég verði að halda mig með hópn- um. Ég hefi hugsað mér að verða eftir í Beirut í nokkra daga, þegar hitt fólkið er farið heim á laugardag. En hvernig hefir þér gengið í ferðinni? Þetta hefur verið geysimikið ferðalag hjá ykkur Robbie. — Já, það gekk allt vel. Við ókum í bílnum gegnum Frakkland, svo fórum við með skipi til Tanger, ókum svo gegnum Norður-Afríku, en þá þurfti Robbie að fara heim frá Kairo, svo ég hélt einn áfram. I Kairo fékk ég bréf frá mömmu þinni, hún sagði mér að þú værir á leiðinni hingað. En hversvegna stöndum við hér, eigum við ekki að fá okkur tesopa einhversstaðar? — Það væri prýðilegt, en hvar er hægt að fá te í Damaskus? — I holunni minni, sem er álíka spennandi og Azemhöllin. Hann hló. — Ég bý ekki á hóteli, heldur hjá kunningja mínum frá Oxford, Ben Siafra. Pabbi Bens er einn af stórkörlunum í Damaskus, bróðir hans á banka í Beirut og mág- ur hans er í stjórninni. Þetta er ein af þessum svokölluðu „fínu" fjölskyldum hér, og þær eru aðeins meðal þeirra sem eiga nóga peninga. — En skemmtilegt. Þá erum við líka meðal ,,fína fólksins". — Já, það er sjálfsagt rétt, sagði frændi minn háðslega. Ég skildi hvað hann étti við. Fjölskylda okkar var stórauðug, forfeður okkar höfðu átt stórt bankafyrirtæki i þrjá ættliði. Ég hló. — Er þetta gamall viðskiptavinur pabba og Chas frænda? — Já, ég lofaði Ben að hafa samband við hann þegar ég kæmi til Sýrlands, og pabbi vildi endilega að ég hefði samband við hann. — Jæja, ég kem með þér. Ég ætla bara að kaupa efni í kjól fyrst. Ég leit á skrautleg efn- in, sem ég hélt á í fanginu. — Ég veit ekki hvað ég á að velja. — Ég er ekki hrifinn af þessum efnum, sagði hann. — Þetta eru alltof æpandi litir fyrir þig. Ég á við að ég vil að stúlkurnar mínar séu í fötum sem klæða þær. - Mynstrið er skemmtilegt, og hæfilega aust- urlenzkt .... — Nei. — Það leiðinlega við þig er að þú hefur venju- lega á réttu að standa, sagði ég, súr á svipinn. — Hvað varstu að hugsa um að kaupa þarna hjá skartgripasalanum? Hring handa Emily? — Ég ætlaði að kaupa skartgrip handa ást- inni minni. Bláa perlu fyrir bílinn. — Bláa perlu? Fyrir bílinn? Það sem þér get- ur dottið í hug. Hann hló. — Bláar perlur eru vörn gegn ,,vonda auganu". Þær eru keyptar handa úlföld- um og ösnum, því skyldi ég þá ekki kaupa vernd- argrip fyrir bílinn minn? En ég get keypt hana seinna. Ætlar þú að kaupa þetta efni? Búðareigandinn sagði, svolítið bitur: — Okk- ur kom ágætlega saman áður en þér komuð. — Það efast ég ekki um. Hafið þér ekkert fallegra til að sýna okkur. Andlit mannsins Ijómaði. — Fyrirgefið herra, ég skil. Þér eruð eigin- maður frúarinnar? — Ekki ennþá, sagði Charles. Þetla fór þannig að ég keypti hvítt efni, dá- samlegt brókaði, sem Charles gróf upp úr hillu við gólfið. Ég varð ekkert hissa þótt ég heyrði Charles tala arabisku, sem hinn skildi greini- lega. Hann var kannski (eins og ég hafði oft heyrt foreldra mína segja) „vonlaust dekurbarn", en enginn gat neitað því að hann var óvenju- lega greindur, ef hann vildi beita því. Bíllinn hans reyndist vera hvítur Porche. Við ókum burt frá manngrúanum á sölutorg- inu, inn í mjóa götu. — Við erum vonandi trúlofuð ennþá, sagði Charles. — Það er meira en líklegt. En mig minnir að þú hafir skrifað mér og slitið trúlofunni, þeg- ar þú hittir lóshærðu fyrirsætuna. Hvað hét hún? — Samönthu? — Hvað varð af henni? — Hún fann þann eina rétta, vona ég. — Er þá engin núna, sem stendur í vegi fyrir mér? Hvað varð um Emily? Hann snarbeygði inn ! aðra ennþá mjórri götu, og jók ferðina. — Hvaða fjandans Emily? — Hét hún ekki Emily? Hún frá ! fyrra. Mig minnir að mamma hafi sagt mér að hún héti Emily. Það eru nú meiri nöfnin. — Mér finnst Christabel ekkert sérlega fallegt nafn. Ég hló. — Þakka þér fyrir. — Hvað mér viðvíkur, sagði frændi minn, — þá erum við jafntrúlofuð nú, eins og við höfum verið frá því við vorum í vöggu. — Tekur þú þetta ekki of alvarlega? Og það eingöngu vegna þess að ég var þér trú og trygg öll æskuárin. — Þú hafðir ekki um neitt annað að velja, sagði frændi minn. — En ég verð að segja að þú hefir dafnað vel. Þú ert eiginlega orðin fjári lagleg. Ef þú ætlar að sigra mitt auma harta, þá gerðu það fljótt. Er nokkur annar í sigti hjá þér? Ég hló. — Varaðu þig, vinurinn, svo þú fallir ekki ! valinn. Hann hægði á ferðinni og beygði inn ! lítinn húsagarð, þar sem tveir kettir létu fara vel um sig ! sólinni. I einu horninu var sóltjald, þangað Framhald á bls. 32. 1. tbi. VIKAN 17 16 VIKAN 1 tbl

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.