Vikan


Vikan - 02.01.1970, Blaðsíða 18

Vikan - 02.01.1970, Blaðsíða 18
Greta Garbo og Robert Taylor i „Kamelíufrúin" Grcta sem go-go-stúlka I „Tvíburarn- ir“. Hún gerði ekki lukku í þeirri mynd. -qp- Nýlega voru Gretu Garbo boðnar rúmlega 9 milljónir króna fyrir að koma fram í sjón- varpskvikmynd, en hún afþakkaði það. í hinni nýútkomnu bók um ævi hennar, erþvíhald- ið fram að hún kjósi heldur að viðhalda þeirri hulu, sem hingað til hefur hvílt yfir lífi hennar ...... ÞRIÐJI HLUTI Eftir að hinum fræga feluleik Gretu Garbo og Stokowskis lauk, virtist hún vera glöð og ánægð yfir því að koma aftur til Hollywood. Vinum hennar fannst hún iíka miklu hressari og ætluðu varla að trúa eigin eyrum, þegar hún sagði: „Maður á ekki að vera með áhyggjur, það gerir alla hluti erfiðari, sér- staklega í Hollywood". Hún tók líka miklu meiri þátt í samkvæmislífinu, og æ oftar sást hún með nýjum fylgdar- manni. Hann hét Gaylord Hauser, einskonar gigtarlæknir, með takmörkuð réttindi. En hann var bezt þekktur sem mikill baráttu- maður fyrir náttúrulækningum, og var átrúnaðargoð hjá mörgu af fólkinu í fréttunum; m.a. her- togahjónunum af Windsor. Garbo hafði kynnst Hauser gegn- um vinkonu sina, Mercedes de Acosta, sem fékk hana til að samþykkja heimboð og borða miðdegisverð á heimili hans; Húsið var kallað, hvorki meira né minna en „Fjall sólaruppris- unnar“. Það gekk ekki eins vel og skildi, Garbo fór snemma heim utan var hún öskuvond yfir því að hann vitnaði oft í hana í fyr- irlestrum sínum og blaðagrein- um. Um þetta leyti hafði Garbo líka öðrum hnöppum að hneppa, en að hugsa um miður sannsögu- leg „ástarævintýri". Hún var búin að vera í Hollywood í rúm 15 ár, og hin brennandi spurn- ing var hvort hún héldi velli mikið lengur. Og það gerði hún. Kvikmyndirnar „Kristín Svía- drottning“ og „Kamelíufrúin" náðu miklum vinsældum, og hún fékk 270.000 dollara í laun fyrir hvora þeirra. (Þetta er kannski ekki svo svimandi upphæð á vorum dögum, en það var þá mikill peningur). Það var nokkuð athyglisvert, að þrátt fyrir að Garbo ætti mik- inn áhorfendafjölda í Ameríku, þá varð það ekkert á við þann fjölda sem dáðu hana utan Bandaríkjanna, í Evrópu, Asíu og Suður-Ameríku. Peningaleysi var farið að gera vart við sig í Bandarikjunum, þegar líða tók á árið 1930. Garbo fékk geysigóða dóma fyrir „Kristínu“, en kvik- myndahúsin voru hálftóm. Það og Hauser tók það sem persónu- lega móðgun, því að hann leit á sig (og ekki að ástæðulausu) sem mikið kvennagull, og hann fékk Mercedes til að reyna að fá Garbo til að koma aftur í heimsókn. Eftir mikið þref, féllst Garbo á það, með því skilyrði þó, að hún yrði eini gesturinn. Ekkert hentaði honum betur. Þegar Garbo kom, bar hann fyrir hana uppáhaldsréttinn sinn: gervi-buff úr hrísgrjónum og hökkuðum hnetum. Þennan rétt tileinkaði hann siðar Garbo, í matreiðslubók, sem hann gaf út. Garbo lét undan og þau fóru að sjást mikið saman á veitinga- húsum og í einkasamkvæmum, og það leið ekki á löngu þar til kjaftasögurnar um þau gengu meðal manna. Eitt blaðið hélt því fram að hann hefði gefið henni demantshring, og hann hefði meira að segja verið á réttum fingri. Árið 1940 fóru þau saman til Florida, og þá var almennt haldið að þau ætluðu að ganga í hjónaband. En Hauser heppnaðist það ekki frekar en Gilbert að koma henni yfir kirkjuþröskuldinn. Hún komst að því að það var Hauser sjálfur, sem hafði „selt“ blöðun- um þessar fréttir, og eftir það talaði hún ekki við hann. Þess- sama endurtók sig með næstu myndir, jafnvel „Maria Wal- ewska“, þar sem Charles Boyer, fransmaðurinn með flauelsaug- un, lék á móti henni, og þó voru miklar vonir bundnar við þá mynd. Kreppan sagði til sín. Stjórn MGM var það ljóst að eitthvað þurfti að gera. En hvað? Greta Garbo var „ástargyðjan“, — var óhætt að hrófla við þeirri mynd. Auðvitað var viss hætta fólgin í því að breyta þessari gyðjumynd, láta hana leika aðr- ar manngerðir, en eitthvað varð að gera. Eftir töluverðar vanga- veltur var það þó gert. Það var ákveðið að Garbo skyldi leika í skopleik, fyrsta sinn á ævinni, og til þess að gera allt til að láta það heppnast, var Ernst Lubitsch fenginn til að stjórna myndinni, minna mátti það ekki vera. Handritið skrif- uðu þeir Charles Brackett, Billy Wilder og Walter Reisch, og var sú þrenning einstök í sinni röð, þegar um skopleiki var að ræða. Kvikmyndin hét „Ninotchka" og fjallaði um rússneska sendi- menn, sem urðu munaðinum að bráð, þegar þeir komust út fyr- ir heimalandið. Til höfuðs þeim sendi stjórnin í Kreml unga stúlku, sem átti að koma þeim á rétta braut og senda skýrslur til

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.