Vikan


Vikan - 02.01.1970, Side 19

Vikan - 02.01.1970, Side 19
í Rússlands. En Ninotchka verður sjálf fórnardýr munaðarins, o'g ástfangin í glæsilegum greifa (Melwyn Douglas lék hann), hún gleymir bæði Marx og Stalin, og þá sáu áhorfendur nýja Garbo. „Garbo hlær“, var rauði þráð- urinn í auglýsingunum um myndina, og hún hló sannarlega, glaðværum, hjartanlegum hlátri, og ennþá einu sinni fékk hún afbragðs góða dóma fyrir leik sinn. En áhorfendur létu standa á sér í kvikmyndahúsunum, enda var nú komin full ástæða til þess, fólkið hafði um annað að hugsa, stríðið var skollið á í Evrópu. Greta Garbo bauðst til að leika fyrir minni laun, til að hjálpa félaginu, en MGM vildu ekki taka því tilboði, heldur reyndu þeir að koma fram með ennþá eina „útgáfu“ af Garbo, sem kannski gæti orðið til þess að freista áhorfenda í Ameríku, þar sem Evrópumarkaður var lokaður. Hún lék aðalhlutverk- ið í „Tvíburunum“, þar sem hún átti að sýna léttúðarfulla gleði- drós. Þetta mistókst algerlega. Einn gagnrýnandinn sagði: — Að sjá Garbo í þessu hlutverki er jafn hrollvekjandi eins og að sjá móður sína dauðadrukkna. Þar með var leikferill Gretu Garbo á enda. Drottningin frá Hollywood, hafði látið af völd- um. Hinir frægu fætur hennar voru aldrei mótaðirf í steypuna fyrir framan Graumans Chinense Theatre. Hún lék aldrei í lit- kvikmynd. Fjórum sinnum var hún nefnd í sambandL við Oscar- verðlaunin, — 1929—30 fyrir „Anna Christie“ og „Romantik“, 1937 fyrir „Kamelíufrúna", og 1939 fyrir „Ninotchka“, en fékk þau aldrei. Ekki fyrr en árið 1955, þá fékk hún sérstök Oscar-verðlaun, fyr- ir „margar ógleymanlegar kvik- myndir“. Þegar Garbo hætti að leika í kvikmyndum, var hún 36 ára gömul, og þá hefst feluleikur hennar, hún hverfur bak við hvitu múrana, svo notuð sé setn- ing úr „Kristina". Hvort hún hætti algerlega að leika vegna biturleika, eftir að hafa mis- heppnast þetta eina sinn í „Tví- burunum", eða hvort þetta var gert að yfirveguðu ráði, er ekki vitað, en hún á að hafa sagt: — Hæfileikar mínir hafa sín takmörk. Greta Garbo hafði upphaflega ekki hugsað sér að hætta al- gerlega að leika, liklega frekar ætlað sér að taka gott frí. MGM gerði samning við hana að stríðinu loknu, og hún fékk fjölda handrita, sem hún rétt blaðaði í, en vildi ekki ganga að neinum samningum. Það varð nánast sport að reyna að fá Gretu Framhald á bls. 32.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.