Vikan


Vikan - 02.01.1970, Side 20

Vikan - 02.01.1970, Side 20
Þetta skeði jyrir 25 árum: Aðfaranótt 25. október 1944 var námabœrinn Kirkenes við Varangerfjörð brenndur til grunna. En bæjarbúar komust undan, þeir flúðu inn í námagöngin við Bjömevatn . . . . BÆJARBHAR GENGU í BJARGII Þrekvaxna, rauðhærða konan leit, skelfingu lostin út um opið á náma- göngunum. Himininn í norðri var purpurarauður, og hún vissi vel að það voru ekki Norðurljós. Hún vissi hvað hafði skeð, 3000 manns misstu heimili sín, bærinn var brenndur til grunna. Inn til hennar barst hljóm- ur, eins og leikið væri á risaorgel. Hún vissi að þetta var hljómur Stal- ins, og að hann lék á fallbyssur. En fyrir aftan sig, inni í bjarginu, heyrði hún líka hljóð. Sumir sungu, aðrir töluðu saman, kveinkuðu sér, báðu eða grétu í myrkrinu. Hún vissi líka hverjir það voru; inni í námagöngunum við Björnevatn voru 3000 manns, sem upplifðu þar erf- iðustu tíma ævi sinnar. Þetta var að- faranótt 25. október árið 1944. Námabærinn Kirkenes við Var- angerfjörð varð að einni rjúkandi brunarúst, þegar rússneski björninn rak þýzku blóðhundana á flótta, á nyrztu víglínu síðari heimsstyrjald- arinnararinnar. En íbúar Kirkenes voru ekki áhorfendur að því að heimili þeirra eyddust í logunum, þeir voru bún- ir að koma sér undan, höfðu gengið inn í bjargið, níu kílómetrum sunnar. Fólkið hafði lengi haft hugboð um það sem ætti yfir það að ganga. Það var búið að verða fyrir þungri reynslu af stríðinu. Þjóðverjar höfðu þarna herbækistöð, kölluðu bæinn „Festung Kirkenes". Það þekkti hljóðið í loftvarnamerkjunum jafn- vel stígvélasparkið á götunum. 1012 sinnum höfðu loftvarnamerki verið gefin, 328 sinnum höfðu sprengjur fallið yfir bæinn. Það var aðeins La Valetta á Möltu sem hefir slegið þetta met. í hinum röku og daunillu kata- kombum við Björnavatn var fólki ekki svefnsamt, það voru aðeins litlu börnin sem gátu sofið. Nelly Lund, Ijósmóðirin, sneri sér við og staulaðist inn eftir göngunum. Fyrir utan geisaði blóðugur bardagi, en hún hafði störfum að sinna. Lífið hélt áfram inni í bjarginu. Nýfædd börn lágu hjá mæðrum sínum á þessari frumlegu fæðingadeild, sem hún hafði reynt að gera eins vist- lega og hægt var. Ein kona var al- veg komin að kollhríðinni. Og spennan jókst. Hve lengi voru þau neydd til að halda til f þessum óhugnanlegu göngum. Tveim sólarhringum áður voru Ijósin útgengin. Vatnsforðinn var óðum að minnka; eitt barnið veiktist að barnaveiki. Það var mik- il hætta á sjúkdómum, því að þarna voru engar aðstæður til venjulegra þrifa og matur nærri uppgenginn. Brauðsneiðunum var skipt í minni ÁrlB 1944 vom n&mngöngin vi8 BJömevatn nlu kílómetrar & lengd. Nú eru 4 þau a8 mestu leytl hmnln og n&muopiS lokaS. 20 VTKAN 1 tbl

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.