Vikan


Vikan - 02.01.1970, Side 21

Vikan - 02.01.1970, Side 21
4 Þetta er Kirkenes árið 1969. og minni hluta. Mæðurnar sveltu sig til þess að gefa börnunum sínum einhvern mat. Sumir höfðu tekið húsdýrin með sér inn í fjallið, og einn af hliðargöngunum var inn- réttaður fyrir fjós. En mjólkin varð æ minni í kúnum. Samt hafði þetta ekki eins mikil áhrif á fólkið, eins og það sem það sá 24. oktober, áður en myrkrið féll á. Þjóðverjarnir höfðu ekið járn- brautarvögnum að fjallinu og voru að byrja að leggja teina inr. í göng- in. Voru vagnarnir hlaðnir dýnamiti? Höfðu þeir í huga að sprengja fjall- ið? I dimmum skúmaskotum f þess- um furðulegu vistarverum töluðu menn fram og aftur um framtíðar- horfurnar, og um það hvort ekki skyldi taka til einhverra róttækra ráðstafana. Undanfarna daga höfðu þeir hóp- ast um alla sem bar að garði, til að heyra eitthvað um atburðina fyrir utan þessa skuggalegu veröld þeirra. Hve langt voru Rússarnir komnir? Hvað voru Þjóðverjar að aðhafast? í nótt heyrðu þeir greini- lega að Ivan var að nálgast. Þýzkir bílar óku á fleygiferð um vegina. Það voru líka norskir bílar, sem Þjóðverjar höfðu slegið eign sinni á. A alla bílana var málað stórt R, sem táknaði ,,Retrait", — undanhald. Um nóttina hlupu súreygðir brennuvargar frá húsi til húss. En Jakobselv er vlð landamærin og þangað komu Rússarnir fyrst árið 1944, og leystu íbúana undan oki nazista. Þessi mynd er frá árinu 1944, þegar Kirkenes brann til grunna. þrátt fyrir örvæntinguna unnu þeir verk sín með þýzkri nákvæmni. Hinum 3000 sálum í námagöng- unum heyrðist orgel Stalins vera að nálgast. Ein kona hljóp til og breiddi norska fánann fyrir námuopið. Var nú það sem þau hafði dreymt um í fjögra ára martröð að nálgast lokamarkið? 4. maí 1940 féllu fyrstu þýzku sprengjurnar. Þær féllu á orkuverið. [ júní 1940 sigldu fyrstu þýzku skipin inn fjörðin, þegar Hitler ætlaði að taka Rússland með áhlaupi, á sama hátt og hann hafði tekið Pólland. Milli Kirkenes og Nejden voru 4 mílur, og það voru samfelldar her- búðir. í sjálfum bænum voru 20 Þjóðverjar á móti hverjum bæjarbúa. Þau höfðu séð tíu þúsund Þjóðverja marséra áleiðis til Murmansk. Framhald á bls. 30. Nelly Lund, ljósmóðir er nú 63 ára, og vel þekkt í Varanger. Hún hefur tekið t á móti 2500 börnum, þar af 11 í námugöngumim.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.