Vikan


Vikan - 02.01.1970, Page 23

Vikan - 02.01.1970, Page 23
flutti Audrey með móður sinni og hálfbræðrum til Arnhem. — Þegar Þjoðverjarnir komu til Arnhem, fengu íbúar bæjarins klukkutíma frest, áður en hann var skotinn í rúst, segir Audrey. — Við fórum til Velp, þar sem afi minn átti hús.' Við gengum strax í and- stöðuhreyfinguna; ég hafði þann starfa að koma skilaboðum milli andstöðuflokka. Eitt kvöldið settu Þjóðverjar tálmanir á alla vegi, tóku fólk til fanga og stungu því inn í bílana sína. Ég sýndi vegabréfið mitt. Það var hreinasta brjálæði, því að þar stóð að ég væri brezkur rík- isborgari. En varðmaðurinn tók ekki eftir því. En síðan hefi ég alltaf gengið með þá grillu að ég væri ofsótt. Nazistarnir skutu móðurbróð- ur hennar og frænku. Eftir stríðið varð Audrey sýning- arstúlka; sýndi táningaföt, hún var dansmey og balletdansari. Hún greiddi sjálf kennslugjald, með því sem hún vann sér inn. Hún erfði járnvilja frá báðum foreldrum sín- um. Tuttugu og eins árs fékk hún fyrsta kvikmyndahlutverkið. Franski rithöfundurinn Collette sá hana við upptöku, og valdi hana til að leika ,,Gigi" á Broadway. Móðir hennar fór með henni og fylgdi henni eins og skuggi. Audrey vildi stuðla að því að móðir hennar fengi uppreisn. Hún hefir oft óskað þess að faðir hennar hefði dáið. Hún finnur og skilur að það er Ijótt að hugsa þannig, og hún skammast sín líka fyrir það. Sektartilfinnig er erfið byrði, sér- staklega vegna þess að það er um að gera að dylja hana. En Audrey hefir alltaf reynt að gleyma slíkum tilfinningum, með þrotlausri vinnu, og reynir alltaf að gera sitt bezta. Eftir frumsýningu á kvikmyndinni „Prinsessan skemmtir sér", skrifaði einn gagnrýnandinn: — Takið þessa stúlku traustataki, sleppið henni al- drei úr landi!" Hún varð fyrirmynd allra ungra kvenna, — feimin, — tilfinningarík, og alltaf sönn, — grannvaxinn, næst- um mögur. Augu hennar voru þá, eins og nú, stór og blíðleg. Hún þráði ekki vin, hún þráði föður, sem gæti losað hana við þessa ógnvekjandi hræðslu, sem alltaf elti hana. Hana langaði til að taka um hálsinn á honum og þrýsta kinn sinni að skeggjaðri höku hans, hún hafði alltaf verið viss um að það gæti læknað hræðsluna. Hún hélt að mótleikari hennar, Mel Ferrer, hefði þessa eiginleika, föðureiginleikana. Hann var þekktur leikari á Broadway, hafði verið kvæntur og átti börn. Henni fannst hann ákaflega aðlaðandi. En fljótlega komst hún að því að hann var eiginlega útbrunninn. Hann var tólf árum eldri en hún, og kraftar hans virtust vera á þrot- um. Það sem hann leitaði að hjá henni, var lífsþróttur, hann hélt að ferskleiki hennar gæfi honum nýjan lífsanda. Og honum varð að ósk sinni, hún gerði það. Það voru fáir sem vissu nokkuð um hjónaband þeirra. Þau settust að í Burgenstock, litlum bæ í Sviss. Það var almennt álitið að Mel Ferrer fengi hlutverk sín eingöngu gegnum hana. En eft- ir að hún eignaðist soninn Sean, fyrir níu árum, varð hún opinskárri. Nokkuð oft lét hún í Ijós að hún hefði engan áhuga á frama á lista- brautinni, hún vildi heldur fá að vera aðeins móðir og eiginkona. Hún sagði að konan ætti að vera miðdepill heimilisins, sameiningar- táknið, hún ætti að eyða orku sinni í þágu fjöýlskyldunnar. Karlmaður- inn er í eðli sínu sá sem á að sjá um þá hliðina sem að lífinu snýr, til að halda sjálfsvirðingu sinni. Audrey eyddi miklu fé í að út- vega Mel Ferrer vinnu: sem leikara, framleiðanda eða leikstjóra; en allt var þetta til einskis. Það fór að bera æ meira á því að hann sæist í fylgd með öðrum konum, og allir voru hissa á því hve Audrey hélt þetta lengi út. Var þetta sektartilfinnigin? Hún varð að vera flekklaus, og ef hún hitti einhvern- tíma föður sinn, að láta hann sjá að hún væri fær um að sjá sér farborða sjálf. Hún var líka alltaf ólastanlega og smekklega klædd. En alltaf gekk hún með þá ósk í hjarta sínu að sjá föður sinn, manninn sem hafði yfir- gefið þær mæðgurnar. Og það var þessi þráláta ósk- hyggja, sem kom henni til að leita ráða hjá ítalska sálfræðingnum An- drea Dotti. Það varð henni mikið lán. Hún vann bug á þessari áráttu og angistinni, sem alltaf hafði fylgt henni. Andrea Dotti varð henni ekki nýr faðir, hann varð vinur hennar, sá vinur, sem hún vildi búa með, ást- vinur og lífsförunautur; sá vinur, sem hún hafði svo mikla þörf fyrir. ☆ I Brúðkaup þeirra vakti mikla athygli. Hún var lík sjálfri sér fyrir 10 árum. HjúskaparvottorS Hepbum oc Dottl. -CP- Andrca Dotti er myndarltgur maður. Aot« «« miWlcetten dn maptaþo P > * *nv» X'; • .< - .'5' í' . I * 111 p É . . « • •

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.