Vikan


Vikan - 02.01.1970, Blaðsíða 33

Vikan - 02.01.1970, Blaðsíða 33
Ég ætti kannski ekki að tala um það, en við Charles vorum tengd sterkari böndum en almennt gerist milli systkinabarna. Feður okkar voru nefnilega tvíburar, Charles og Christopher Mansel. Þeir voru ákaf- lega samrýmdir, kvæntust samtímis, og konur þeirra urðu eiginlega eins samrýmdar og þeir. Þegar eldri tvíburinn erfði f jölskylduhúsið í Kent, byggði hinn hús í nágrenninu. Þannig var það að við, sonur Charles og dóttir Christophers, vorum eig- inlega alin upp saman, þangað til fyrir fjórum árum, að pabbi flutt- ist til Los Angeles. Við höfðum reyndar nokkrum sinni farið til Englands og búið hjá Charles. En það hafði alltaf verið þannig að Charles yngri var ekki heima, hann hafði venjulega farið til útlanda í fríunum frá háskólanum í Oxford. Og nú vorum við hér, og það var eins og allt væri óbreytt á milli okkar. Okkur hafði alltaf komið vel saman, en aldrei hafði hvarflað að okkur annað en vinátta. Við höfðum alltaf vitað um ævintýri hvors ann- ars, en það höfðu alltaf verið stutt ævintýri, og um leið og þau voru liðin hjá, vorum við sömu góðu vinirnir og áður. Foreldra okkar beggja voru líka einstök; þau létu okkur alltaf hafa næga peninga, til að gera það sem okkur langaði til, hlustuðu á það sem vert var að veita athygli, en gleymdu hinu. Það gat verið að þau vissu betur en við sjálf, hve sterkum böndum við vorum tengd, og þessvegna hafi þau ekki skeytt neitt um það þegar við vorum ósammála. Það gat meira en verið að þau vonuðu og væru viss um hvern endi sambandið á milli okkar ætti eftir að fá. En eins og á stóð, var mér ekki Ijóst hvaða hug hann bar til mín. Ungur, hvltklæddur Arabi kom með kaffi á bakka. Það var í skrautlegri könnu og tveir bláir bollar voru með. Hann sagði eitthvað við Char- les á arabisku, og fór svo inn aftur. Frændi .minn settist við hliðina á mér. — Hann segir að Ben komi ekki heim fyrr en í kvöld. Heltu í boll- ana. — Er móðir hans ekki heima heldur? — Hún er dáin. Föðursystir hans passar heimilið fyrir hann. Svona, segðu mér nú hvað hefir drifið á dagana. Fjögurra ára samþjappaðar frétt- ir taka nokkuð langan tíma, og eft- ir rúman klukkutíma rétti Charles úr sér og sagði: — Heyrðu, ætlar þú virkilega að halda áfram með þessum ferða- mannahópi? Geturðu ekki breytt áætluninni og verið um kyrrt hér, að minnsta kosti nokkra daga? — Það gæti verið gaman, en ég veit ekki hvernig ég fae breytt vega- bréfinu, það eru alltaf einhver vand- ræði með áritun og þessháttar. Mín áritun gengur út á morgun. Við höfðum einhverskonar hópvegabréf, og ég þurfti að hafa heilmikið fyrir því að fá að verða eftir í Beirut í nokkra daga, og ég get ekki staðið í því aftur. — Jæja, þá hittumst við í Beirut. Hvar ætlar þú að búa? — Ég hef hugsað mér að flytja yfir á Phoenicia, þegar hitt fólkið er farið. — Jæja, við sjáumst þá. Pantaðu herbergi fyrir mig þar líka. Ég hringi svo, áður en ég fer frá Damaskus. Hvað hefir þú hugsað þér að gera, annað en að fara til Dar Ibrahim, — þú ætlar auðvitað þangað? — Dar Ibrahim? hafði ég eftir honum, og skildi ekki hvað hann átti við. — Það er húsið hennar Hariet frænku. Vissir þú ekki að það heit- ir því nafni? Það stendur við Adonis- ána. — Eg var búin að gleyma því. Drottinn minn, er það Harriet afa- systir okkar? Og er það rétt hjá Beirut? — Fimm mílur í burtu. — Hefir þú komið þangað? — Nei, en ég hefi hugsað mér það, ég var alveg búin að gleyma henni. En ég fer með þér, þó ekki sé til annars en að geta sagt pabba frá því hvernig þar er umhorfs. Hann vill örugglega að ég leggi blóm á leiði gömlu konunnar. — Hún yrði nú ekki ánægð með slíka hugsunarsemi, hún er svo sannarlega bráðlifandi ennþá. Ég horfði undrandi á hann. — Hvað ertu að segja? Er hún lifandi? Ég hélt hún hefði dáið eftir áramótin. Hann hló. — Nei, hún er ekki dáin. Þú ert kanski að hugsa um erfðaskrána, sem hún gerði. Mannstu ekki eftir því fræga bréfi, sem hún skrifaði, þegar hún afsalaði sér brezkum borgararétti, og gerði alla sína ætt- ingja arflausa? Alla nema mig. Ég átti að fá Gabrielshundana og þetta dýrmæta eintak hennar af Kóran- inum, vegna þess að ég hafði ein- hverntíma sýnt „virðingarverðan áhuga fyrir einu raunverulegu menningu veraldarsögunnar". Það var vegna þess að hún frétti að ég væri að læra arabisku. — Þú ert bara að gera að gamni þínu. — Alls ekki. Hún sagði upp öllu sambandi við okkur, fjölskylduna, Stóra-Bretland, Guð og allt draslið. Og svo fór hún fram á að við sendum henni einhvern sómasam- legan múrara, til að búa til kirkju- garð handa henni, þar sem hún gæti hvílt í friði hjá Allah til eilífðar, og svo bað hún að fundið væri að því við ritstjórann við Times, að pappírinn i utanlandsútgáfu blaðs- ins væri bæði þunnu rog ómerki- legur, það væri ekki einu sinni hægt að leysa krossgáturnar i þeim snepli. — Ertu að segja satt? — Hvert einasta orð. — En þessir Gabrielshundar, hvað er það eiginlega? — Garbrielshuhdarnir boða komu dauðans. Þegar þeir ýlfra, er ein- hver að dauða kominn. Han leit hugsandi á mig. — Þú skelfur, ertu veik? — Nei, en ég fann einhvern graf- ar kulda. Hvað kemur þetta Harriet frænku við? — Ekkert, nema það að hún átti tvo postulínshunda, sem ég vil gjarnan eignast, og ég kalla þá Gabrielshundana. — Postulínshundar? Ég trúi þér ekki. Hann hló. — Ekta kínverskt postulín, Christy litla, frá Ming-tímabilinu. Regluleg- ir safngripir. Og þar sem ég var svo smekkvís, þegar ég var sex ára, og Harriet frænka var ennþá smekk- vísari að verða ástfangin af mér, þá ákvað hún að ég ætti að eignast þessa hunda, eftir hennar dag. En þú skilur líklega að ég hefi svo mikinn áhuga á þessum hundum, en það er prýðileg afsökun fyrir heim- sókninni. — Hún hlýtur að vera orðin hundrað ára. — Nei, hún er ekki meira en átt- ræð, og sífellt á ferðinni, er mér sagt. Hún er orðin söguleg persóna þarna í grenndinni; þeysir um á hestbaki, með hóp af hundum, og skýtur á allt ætilegt sem er á hreyf- ingu þarna. Hún á Saluki hunda, persneska veiðihunda, samskonar veiðihunda og persneskir prinsar nota á veiðum. Já, hún er meira en smáskrítin, hún er líkust Araba, ég á við karlmann,- klæðir sig eins og emir, reykir vatnspípu og býr í gamalli, sóðalegri höll. — Höll? sagði ég í vantrúarrómi. — Eins og Hester Stanhope? — Einmitt. Reynir að lifa f sam- ræmi við ?ann titil. Kallar sig jafnvel lafði Harriet. Hann leit á mig með furðusvip. — Hvað veizt þú um lafði Hester Stanhope? — Þegar við vorum heima hjá ykkur í jólafríinu, þá svaf ég í her- berginu þínu, og las nokkrar bæk- urnar þínar. Þú átt heilmiklar bók- menntir um Mið-Austurlönd. Frændi minn stóð upp, og tók í hendina á mér. — Komdu, við skul- um skoða rósirnar hérna í garðin- um, þegar sólin setzt, þá loka þær blómkrónunni. Ég fylgdi honum út í garðinn. Þessar furðulegu rósir voru bláar, og þegar krónublöðin vöfðust upp, eitt eftir annað, virtust þau dökkblá, og rósirnar hneigðu blómkrónurnar, eins og þær væru lagstar til hvíldar. Ég horfði viðutan á þetta, gat ekki annað en hugsað um gömlu, furðulegu konuna, sem fyrir löngu hafði yfirgefið alla sína ættingja, til að setjast að í ókunnu landi. Það sem Charles hafði sagt mér, rétt í þessu, blandaðist minningunum um það sem ég hafði lesið um lafði Hester Stanhope. Hún hafði verið jarlsdóttir, á þeim tímum þegar það var einhvers virði að vera góðrar ættar. Þessi karl- mannlega kona yfirgaf heimili sitt, fór til Austurlanda í byrjun átjándu aldar, og settist að í höll á fjalls- 1. tbi. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.