Vikan


Vikan - 02.01.1970, Side 35

Vikan - 02.01.1970, Side 35
JNk Stærð' Hæð Brcidd Dýpt. 250 Lítra 84 cm 92 cm 70 cm 350 Lítra 84 cm 126 cm 70 cm 450 Litra 84 cm 156 cm 70 cm sia'Bk.Qj Laugav, 178. Sími 38000 tindi. Þar bjó hún aS hætti Austur- landabúa, klaaddist eins og tyrk- nezkur emir, stjórnaði fjölmennu þjónustuliði með járnhendi, og not- aði jafnvel svipu á það. Þessi höll hennar var söguleg, var eins og heimur fyrir sig, með alls konar stiga og leynigöngum, sem voru höggvin út í klettinn. aGrÖarnir í kring voru ævintýralegir, og þar var allt fullt af heilögum köttum, arabiskum gæðingum og úlföldum. En að lokum dó hún, ein og yfir- gefin, gömul og fátæk. Þjónustu- fólkið hafði stolið öllu steini léttara, og láttið allt fara í óhirðu og sóða- skap. Það eina sem hún lét eftir sig, fyrir utan skuldir, var goðsögn- in sem lifir enn þann dag í dag. Það var eiginlega spennandi að hugsa sér að svipaÖ hefði verið líf afasystur okkar. Hún hafði verið gift fornleifafræðingi, og fylgdi honum á ferðum hans um Austur- lönd. Eftir dauða hans fluttist hún til Libanon, þar sem hún keypti þetta fajllahreiður sitt, og settist þar að fyrir fullt og allt. Eg leit á frænda minni ----Heldurðu að hún vilji taka á móti þér? — Það gerir hún örugglega, sagði frændi minn rólega. Þegar ég segi henni að ég sé kominn til að sækja Gabrielshundana verður hún ánægð. Hún hefir alltaf kunnað að meta fólk sem gætir réttar síns. Hvað segir þú um það að við förum þangað á hánudag? — Það er fínt, þetta hljómar vel. — Hefir þú heyrt hvað sagt er um Libanon? Að í því landi geti maður átt von á öllu, það sé undar- legt land. Ég leit á úrið. — Það er komið fram að kvöld- mat, þú verður að koma mér á hótel- ið. Við gengum hljóð gegnum trjá- garðinn. Það hafði einhver sett lampa við útidyrnar, og stjörnurnar blikuðu á dimmbláum næturhimn- inum. — Jæja, þá hringi ég til þín á laugardaginn og læt þig vita hve- nær ég kem, sagði frændi minn. — Já, og ég vona að við eigum eftir að upplifa ævintýri úr Þúsund og einni nótt i Dar Ibrahim, sagði ég, þegar við gengum út að bílnum . . . Framhald í næsta blaði. Húsið með járnhliðunum Framhald af bls. 39. mig fyrir sér fullur aðdáunar. — Carol, sagði hann loks. — Hvenær eigum við að gifta okk- ur? Ég leit beint framan í hann. Ég minntist þess, hve hrifning mín á honum hafði verið barns- lega einlæg og ósvikin, allt frá því að ég sá hann fyrst. Hvað ég hafði vonað og þráð . . . — Bráðum, sagði ég lágt. — Eftir mánuð, eða kannski hálf- an mánuð . . . Að loknum morgunverði beið ég þess, að Rees færi niður í steinhúsið, eins og hann var van- ur. En það gerði hann ekki, og sú staðreynd fulvissaði mig um, að Stephen Faraday væri látinn. Kannski hafði hann verið í and- arslitrunum, þegar hann talaði við mig? En hvað hafði orðið honum að bana? Hafði hann ver- ið píndur og kvalinn, unz hann þoldi ekki meira? Eða hafði hann kannski verið sveltur í hel? — Við skulum taka mat með okkur og ganga meðfram strönd- inni, sagði Rees. — Þar er margt skrítið og skemmtilegt að sjá, ef við göngum nógu langt. Þarna innfrá eru til dæmis undurfall- egar klettamyndanir, sjaldséðir fuglar og sitthvað fleira. Á meðan ég var uppi í her- berginu mínu að skipta um föt, skrifaði ég skilaboð á miða. Það voru reyndar ekki mikil líkindi til að mörg hús væru við strönd- ina, sem við færum inn í. En þessi ferð var þó eina von mín eins og nú stóðu sakir. Þess vegna vildi ég vera við öllu bú- in. Ef til vill mundum við hitta einhverja ferðalanga, sem hægt væri að koma á laun orðsendingu með. Ég settist við gluggann og skrifaði eftirfarandi: „Hringið til lögreglunnar og biðjið hana að senda menn til að rannsaka steinhúsið í Bell- wood. Hliðið er lokað. Það er bezt að klifra yfir múrinn, án þess að gera viðvart. Gerið þetta eins fljótt og hægt er. Það er um líf og dauða að tefla.“ Ég skrifaði nafnið mitt undir og stakk síðan blaðinu í vasann á strandbuxunum mínum. Rees var að kalla á mig. Ég fann, að ég var rennvot á höndunum, tók í snatri fram miðann aftur og bætti aftan við: „Segið þeim líka að taka mig frá Bellwood hvað sem það kost- ar.“ Mér skjátlaðist eins og svo oft áður hér á Bellwood. Þessi ferð okkar bar ekki í sér minnstu von til bjargar. Við hittum ekki nokkra lifandi manneskju á ferð okkar, ekki einn einasta ferða- lang. Og hvergi sá ég neinn stíg sem ég hefði getað strokið eftir jafnvel þótt Rees hefði einhvern tíma brugðið sér ögn frá og skil- ið mig eftir eina, en það gerði hann reyndar aldrei. Þegar við komum aftur, gerði ég mér upp lasleika aftur, kvaðst vera þreytt eftir ferðina og langa til að leggja mig um stund. — Farðu bara upp, sagði Rees. — Ég skal sjá um matinn. Enn gat ég ekki orðið vör við nein merki þess, að hann hefði mig grunaða. Hann var afar vin- gjarnlegur og elskulegur við mig. Það vantaði ekki. Hann fylgdi mér að stiganum og stóð við hann og horfði á eftir mér, á meðan ég gekk upp hann. Ég sneri mér einu sinni snöggt við á leiðinni, til þess að aðgæta, hvort svipur hans væri ekki ann- ar, þegar hann héldi, að ég sæi ekki til. En hann brosti vingjarn- lega, næstum viðkvæmnislega, þegar hann sagði: — Sofðu vel. Síðan skulum við eiga saman kvöld, sem hvorugt okkar mun nokkurn tíma geta gleymt. Ég sá hann ganga yfir gras- flötina, á meðan ég var að skipta um föt. Hann gekk hratt og létti- lega, næstum eins og strákur. Um leið og hann sneri inn á skuggsælan stiginn, þaut ég í hendingskasti að símanum í efri ganginum. En síminn var dauður. Það kom enginn sónn. Ég ýtti á takk- ann aftur og aftur, en ekkert gerðist. Allt í einu greip örvænt- ingin mig, þessi yfirþyrmandi ótti, sem mér hafði tekizt á ein- hvern óskiljanlegan hátt að halda svo lengi í skefjum. Ég var öll í uppnámi. Ég vildi helzt öskra af öllum lífs og sálar kröftum og hlaupa burtu. Án þess að hugsa mig um, hljóp ég niður stigann til þess að komast út. Nú var Rees að öllum líkindum í steinhúsinu, og þess vegna mundi hann ekki sjá mig. Ég ætlaði að taka á rás og hlaupa að klettunum. Þegar ég væri komin þangað, ætti mér að vera óhætt. Ég hljóp út í eldhús- ið og starði stöðugt á dyrnar — þær voru tákn frelsis míns úr þessum skelfilegustu ógöngum og martröð, sem ég hafði nokkru sinnum upplifað. Þegar ég opn- aði dyrnar og bjó mig undir að taka til fótanna af iífs og sálar kröftum, lá við að ég færi að hlæja af taugaæsingi og kald- hæðni örlaganna. Rees lá á hnjánum í eldhús- garðinum og var að klippa lauk. í. tbi. VIKAN 3.5

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.