Vikan


Vikan - 02.01.1970, Blaðsíða 37

Vikan - 02.01.1970, Blaðsíða 37
Valerie féll fram af klettunum. Eða hafði hann í örvæntingu sinni reynt að fá vilja sínum framgengt við hana? En jafn- vel þótt eitthvað í þá áttina hefði gerzt og Stephan hefði átt alla sök á dauða Valeries, þá átti auðvitað að fá málið í hendur lögreglunnar. Með því að halda Stephan sem fanga — og ef til vill myrða hann að lokum — hafði Rees sjálfur framið alvar- legt afbrot. Þessa helgi hafði hann líklega valið til þess að framkvæma hið grimmilega ætlunarverk sitt. Honum hefur ugglaust fundist aðstaða sín óbærileg. Fyrr eða síðar mundi ég eða einhver ann- — Gjörið svo vel, fáið yður sæti! — Ég er marg búinn að segja þér að ég vil ekki að þú notir peysurnar mínar! — Nú stökkvum við fyrir hornið og hrópum: „Halló, pabbi!" — Hvort viltu heldur hægri eða vinstri? ar komast að leyndarmálinu um steinhúsið. Og í miðjum þessum hug- leiðingum mínum, sem allar voru að sjálfsögðu eintómar getsakir, varð ég vör við, að Rees var hættur að spila á píanóið. Þegar ég leit upp kom hann til mín, settist við hliðina á mér og lagði handlegginn utan um hálsinn á mér. — Farðu upp, hvíslaði hann. — Ég kem strax á eftir. Þungur ilmur barst inn um gluggann minn og ég hlustaði á hin leyndardómsfullu hljóð næturinnar. Ég beið og biðin var ekki lengur þrungin spennu og eftirvæntingu, heldur ótta, óvissu og fyrirlitningu. Og samt vissi ég, að ég yrði að láta vel að honum og leyfa honum að fá vilja sínum framgengt. Ef ég gerði það ekki, var hætta á, að allt kæmist upp og eitthvað skelfilegt gerðist. Ég lagðist í rúmið og grúfði andlitið niður í koddann. Ég var of þreytt og of ráðvillt til að geta grátið. É'g gat ekkert gert fyrir fangann í steinhúsinu. Vonin, sem ég hafði kveikt í brjósti hans, var líklega slökknuð. Ef til vill var hann ekki lengur í tölu lifanda, svo að allar áhyggjur mínar af honum voru til einsk- is. Og ef ég hefði ekki snúið aftur til Bellwood í gær í barna- skap mínum — þá hefði ég aldr- ei fengið að vita sannleikann um Rees. Þegar ég vaknaði ísköld og stirð í öllum liðum, heyrði ég fuglasöng og sá mér til mikillar undrunar, að sól var þegar kom- in hátt á loft. Ég þaut fram úr rúminu og opnaði dyrnar upp á gátt og lagði við hlustirnar. Hús- ið var grafarhljótt í morgurifcirt- unni. Hvað hafði gerzt? Rees hafði aldrei komið. Ég læddist niður stigann og gekk inn í eld- húsið. Þá heyrði ég Rees kalla á mig. Um leið og ég sneri mér við, bauð ég honum sjálfkrafa góðan daginn. En þegar þann var kominn alveg að mér sá ég, að ekki var allt með felldu í sam- bandi við útlit hans. Ann- ar helmingur andlits hans var blár, munnurinn bólginn og sár við aðra augabrúnina . . . Framhald í næsta blaði. Æskuhárin aftur Framhald af bls. 7. itz, og gerði um hana nokkr- ar greinar. Daginn eftir var L.K. 162 á forsíðum allra helztu blaða Þýzkalands, og dr. Heinitz var á kafi í skeyt- um og pöntunum. Nú er það von manna að hægt verði að setja L.K. 162 á markaðinn innan skamms —¦ og þá þyk- ir ömmu gaman að lifa! ¦ír Urval EINA TÍMARITIÐ SINNAR TEGUNDAR HÉR A LANDI Bókin í janúarheftinu nefnist „VitnisburSur minn" og var smyglað frá Sovétríkjunum. Hér er um að ræoa ógnvekjandi frásögn af fangabúSum Rúss- lands. Þessi bók hefur vakiS athygli um allan heim og var um langt skeið metsölubók í Bandaríkjunum. Þér spariö með áskrift VIKAN Skiptiolti 33 - sími 35320 HVAR ER M\H HANS NÓA? Það er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð- um verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verð- launin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti. og fram- leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói. SÍSast er dregiS var hlaut verSlaunln GuSbjörg Hulda Albertsdóttir, Hjaroarholti 2, Selfossi. Nafn Heimili Orkin er á bls. Vinninganna má vitja i skriístofu Vikunnar. i. tw. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.