Vikan


Vikan - 02.01.1970, Page 38

Vikan - 02.01.1970, Page 38
Húsid med járnlilidunum Framhaldssaga eftir Elisabeth Ogilvie - 9. hluti Einhvern veginn tókst mér að þrauka máltíðina af. Mér virtist hún aldrei ætla að taka enda. Af því að við sátum úti var sem betur fer alltaf eitthvað, sem gat dreift huganum. Ég gat til dæmis horft á kappsiglingu úti á hafinu í kíki og öðru hverju gat ég greint Eric. Ég varð að hafa mig alla við til þess að leyna gleði minni, þegar ég kom auga á hann. Eric, Eric, komdu hingað fljótt og reyndu að gera eitthvað mér til hjálpar, langaði mig til að hrópa. — Hvað er að þér, Carol? Ég hrökk við, er ég heyrði þessa spurningu Rees. Ég nuggaði hnakkann með hendinni og þóttist gretta mig af sársauka. — O, það er bara gamli höf- uðverkurinn minn. Hann byrjar hér niðri á hálsinum og legg- ur síðan upp í höfuðið. Mig svíð- ur í augum og kvalirnar geta orð- ið næstum óbærilegar. Ég var í rauninni ekki að ljúga, þegar ég lýsti líðan minni. Mig kenndi svo sannarlega til í höfðinu og raunar alls staðar. — Elskan mín, sagði Rees. — Þú ert bersýnilega þreytt í dag. Hvað ertu vön að gera við höf- uðverknum? Farðu upp og leggðu þig um stund, svo að þú verðir orðin góð í kvöld. Ég vonaði, að hann tæki ekki eftir hvað ég skalf, þegar ég stóð á fætur. Ég hraðaði mér upp í herbergið mitt. Ég þorði ekki að læsa hurðinni, heldur settist í stól við gluggann og hafði kodda til taks, svo að ég gæti litið veikindalega út, ef hann kæmi. Úr glugganum gat ég fylgzt með þvi, hvort hann færi niður í steinhúsið. Ef hann gerði það, mundi mér ef til vill takast að fara að bílnum mínum, áður en hann kæmi aftur. En ef hann mundi nú gera út af við hinn hjálparlausa fanga á meðan? Og hvers vegna í ósköpunum hafði ég verið svo heimsk að segja honum, hvar ég hefði lagt bíln- um mínum? Hann gat alteins staðið við hann og tekið á móti mér, þegar ég kæmi að hon- um! Það var betra að hringja til lögreglunnar, strax og hann hafði farið frá húsinu og biðja hana að láta menn sína klifra yfir múrinn. Ég gat reynt að flýja síðar. Nei, fyrst gæti ég þrýst á hnappinn, 'svo að hliðið. væri opið, þegar þeir kæmu. Rees mundi ekki verða var við neitt, á meðan hann fékkst við fórnarlamb sitt í steinhúsinu. Ég sat og beið. Annað slagið skalf ég af kulda, en í næstu andrá var ég löðursveitt. Ég þorði ekki að fara frá glugg- anum, en þótti grunsamlegt, að ég skyidi ekki heyra neitt hljóð neins staðar. Kannski sat hann og las i bókaherberginu, eða hafði farið í gönguferð þangað, sem ég gat ekki séð til hans úr glugg- anum. En hann hafði áreiðanlega ekki ekið burt í bílnum sínum. Þess var ég fullviss. Kötturinn Tris kom og strauk sér við fætur mína. Það var í rauninni honum að þakka, að ég komst að hinu sanna í þessu óhugnanlega máli. Ef ég hefði nú aldrei fengið að vita, að Stephen Faraday var þarna úti i steinhúsinu? Spurningarnar hrönnuðust upp í huga mér og ég reyndi eftir beztu getu að svara þeim, eftir því sem mér var unnt. f fyrsta lagi var nú ljóst orðið, að Rees var ekki allur, þar sem hann var séður. Ég hafði umgengis hann í nokkrar vikur og taldi mig þekkja hann vel, en honum hafði tekizt að dyija fyrir mér hið rétta innræti sitt. Hann hataði bersýnilega Stephen Faraday svo ákaft, að stappaði nærri brjálæði. Hvers vegna hafði Rees gert Stephan Faraday þetta? Hvað hafði eiginlega gerzt daginn, sem Valerie dó? Hvernig gat hann af- borið sorg foreldra Stephens og hvernig gat hann blekkt þá svona lengi? Ég átti afar erfitt með að skilja afstöðu Rees og varaðist að hugsa of mikið um, hvern mann hann virtist hafa að geyma. Ég óttaðist, að taugar mínar mundu bila og kjarkur minn bresta. Ég stóð á fætur og gekk fram og lagði við hlustirnar. Ekkert hljóð heyrðist. Ennþá áræddi ég ekki að leggja á flótta. Hann gat ver- ið einhvers staðar í húsinu, kannski alveg á næstu grösum. Aldrei fyrr hafði sólríkur eftir- miðdagur verið jafn viðurstyggi- lega langur sem þessi. Ég beið og beið og sá ekki Rees. Hann gekk ekki framhjá framhlið hússins, né skauzt yfir grasflötina, eins og hann gerði þó svo oft á hverj- um degi. Ég varaðist að hugsa til þess, hvað Stephen Faraday hefði mátt líða og afbera. Og nú var það síðasta von hans og eina hálmstrá, að ég kæmist burtu til að sækja hjálp honum til handa áður en það yrði um seinan. Rétt í þann mund sem ég var að hug- leiða þann möguleika að komast út um glugga einhvers staðar í húsinu éða hringja í Eric og reyna að gefa honum í skyn án þess að segja það berum orðum, hvað um væri að vera, sá ég að kötturinn Tris sperrti eyrun. Rees hvislaði nafnið mitt fjTÍr utan dyrnar. Ég svaraði ekki, en Tris hoppaði niður og gekk í átt- ina að dyrunum. Eftir andartaks- þögn hreyfðist handfangið hljóð- laust. Rees rak höfuðið inn um dyragættina. Hann glennti upp augun, þegar hann sá að rúmið var tómt, en brosti þegar hann kom auga á mig. — Líður þér betur núna, sagði hann og gekk inn í herbergið. — Nei. Mér reyndist auðvelt að lýsa hinum slæma höfuðverk ömmu minnar. Ég mundi svo vel, hvern- ig henni hafði liðið. — Það er miklu verra að liggja, ég. — Þá er eins og kodd- inn sé grjótharður. Ég hef bara örsjaldan fengið svona slæman höfuðverk áður og þá hef ég orð- ið að kalla á lækni. Ég lagði höndina á hnakkann og reyndi að gretta mig að ímynduðum sársauka. — Þetta hefur áhrif á sjónina líka. Ég sé allt tvöfalt. Það hring- snýst allt fyrir augunum á mér. Kæri Rees, það er bezt að ég hringi á lækni. Er nokkur lækn- ir hér í nágrenninu? — Það er bersýnilegt ,að þú ert með migrenu, Carol min, sagði hann. — Enginn ætti að vita það betur en ég. Ég hef oft og mörgum sinnum þjáðst af þessu sama. Ég á svolítið, sem þú getur tekið við þessu. Hvers vegna skyldum við eyðileggja þessa helgi, sem við eigum alveg fyrir okkur sjálf? Ég ætla að sækja töflurnar. Ó, guð. Hvers vegna hafði mér endilega dottið í hug að gera mér upp höfuðverk? Af hverju gat ég ekki haft það eitthvað alvarlega, til dæmis botnlangabólgu eða eitthvað, svo að ekki yrði hjá komizt að sækja lækni? Það var einkenniileg reynsla að finna hvernig ást hafði breytzt í óttablandna fyrirlitningu á ein- um degi. Ég reyndi að berjast gegn þessari tilfinningu og teija mér trú um, að ef til vill væri hún á rökum reist. Kannski að maðurinn v’æri alls ekki Stephan Faraday? Ef til vill var hann ein- mitt það, sem ég hafði fyrst álit- ið, glæpamaður, sem hafði logið til nafns. Rees kom aftur að vörmu spori Hann hafði farið að sækja vatns- glas niður í baðherbergið. Hann stjanaði við mig af stakri um- hyggjusemi og blíðu. — Nú ferð þú í rúmið, sagði hann skipandi röddu. Ég hlýddi og lagðist í rúmið og fann á samri stundu hversu óstyrk ég var og hversu taugar mínar voru illa á sig komnar. Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds í þess orðs fyllstu 38 VIKAN *■tbl-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.